Innlent

Ingimundur verður stjórnarformaður Landsvirkjunar

Ingimundur Sigurpálsson, verðandi stjórnarformaður Landsvirkjunnar.
Ingimundur Sigurpálsson, verðandi stjórnarformaður Landsvirkjunnar.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, verður næsti stjórnarformaður Landsvirkjunar samkvæmt heimildum Vísis. Ný stjórn tók við að loknum aðalfundi nú rétt áðan.

Framsóknarmaðurinn Páll Magnússon hefur verið stjórnarformaður Landsvirkjunnar en hann mun samkvæmt heimildum Vísis verða óbreyttur stjórnarmaður. Ný í stjórn auk Ingimundar eru þau Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst og Gylfi Árnason. Úr stjórn ganga Ágúst Einarsson, Valdimar Hafsteinsson og Valur Valsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×