Innlent

Þrír árekstrar á stuttum tíma

Þrír árekstrar urðu á svipuðum tíma hjá lögreglunni á Suðurnesjum í dag. Tveir árekstrar urðu rétt fyrir klukkan þrjú á Reykjanesbraut við Grænás og var annar þeirra mjög harður. Tvær bifreiðar voru ónýtar eftir harðari áreksturinn.

Alls fóru sex aðilar á sjúkrahús eftir þessa árekstra. Þá varð slys er maður á mótorkrosshjóli féll eftir stökk á moldarhól er annar hjólamaður en annar maður stökk og lenti á honum. Atburðurinn var á Nikkelsvæði við Reykjaneshöllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×