Innlent

Fá ekki að skoða Fríkirkjuveg

Þorleifur Gunnlaugsson
Þorleifur Gunnlaugsson

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur afturkallað leyfi sem nýstofnuð Hollvinasamtök Hallargarðsins höfðu fengið til þess að sýna borgarbúum Fríkirkjuveg 11 undir leiðsögn borgarminjavarðar.

"Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, símhringingar og skilaboð víðsvegar hefur ekki náðst í borgarstjóra vegna málsins... framkoman [er] lítilsvirðandi við borgarbúa sem þarna hefðu getað fengið tækifæri til að kveðja þetta sögufræga hús með virtum áður en það verður afhent öðrum til eignar," segir í tilkynningu frá Þorleifi Gunnarssyni borgarfulltrúa Vinstri Grænna og talsmanni hollvinasamtakanna.

Þar kemur einnig fram undirbúningshópurinn eftir sem áður halda stofnfund sinn á sunnudag, í garðinum sjálfum ef svo ber undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×