Innlent

Bílvelta á Þrengslavegi

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi valt bíll á Þrengslavegi nú fyrir stundu. Lítil sem enginn meiðsli urðu á ökumanninum sem komst sjálfur út úr bílnum.

Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur nú undir morgun á Selfossi og einn grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Að sögn lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu var nokkuð annasamt hjá lögreglu í nótt. Nokkrir pústrar voru í miðbænum en þó ekkert alvarlegt. 8 voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

Nokkrir voru handteknir en fáir gistu fangageymslur að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×