Fleiri fréttir

Geta afþakkað fjölpóst

Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að gefa neytendum kost á því á ný að panta lúgumiða sem afþakkar allan fjölpóst.

Fjögur börn létust í árás Ísraela

Sjö Palestínumenn, þar á meðal móðir og fjögur börn hennar, létust í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu morgun. Konan og börnin létust þegar flugskeyti Ísraela hafnaði á húsi þeirra í Beit Hanoun.

Jarðskjálftar valda íbúum Reno í Nevada vandræðum

Bandrískir jarðfræðingar hafa sagt íbúum borgarinnar Reno í Nevada að búa sig undir hið versta en margir eftirskjálftar hafa riðið yfir borgina um helgina eftir að jarðskjálfti upp á 4,7 á Richter skók borgina á föstudaginn var.

Mafían veldur hækkandi matvælaverði á Ítalíu

Hækkandi matvöruverð í heiminum er einkum útskýrt með uppskerubresti og vaxandi eftirspurn frá Asíu-löndum. Á Ítalíu er skýringin önnur því þar á mafían í landinu stóran hlut að máli.

Þurftu tvisvar að kalla út auka mannskap í dag

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að tvisvar hafi þurft að kalla út auka mannskap í dag. Töluvert var að gera hjá Slökkviliðinu við að slökkva sinuelda auk þess sem stórt útkall kom vegna elds í þjónustuíbuð fyrir aldraða við Dalbraut 27.

Myndi ekki þiggja borgarstjórastólinn

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í Mannamáli nú í kvöld. Árni ræddi um uppbygginguna á Reykjanesi, ófarir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hugsanlegan borgarstjórastól.

Sakar oddvita A-lista um ósannindi

Grímur Atlason fráfarandi bæjarstjóri í Bolungarvík hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar A-listans sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar sakar Grímur Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur oddvita A-listans um ósannindi sem hann segir ekki koma sér á óvart.

Fámennt í mótmælagöngu Sturlu

Sturla Jónsson talsmaður vörubílstjóra hefur skipt um gír í mótmælum sínum og gekk í dag með mótmælaspjald frá Húsi verslunarinnar að Alþingi.

Búið að slökkva eldinn á Dalbraut

Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp í íbúð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn klukkan 17:15 og korteri síðar var búið að ganga úr skugga um að enginn eldur væri í húsinu.

Alvarlegur trúnaðarbrestur orsökin í Bolungarvík

Alvarlegur trúnaðarbrestur er ein af ástæðum þess að uppúr slitnaði í meirihlutasamstarfi A-lista og K-lista í Bolungarvík. Fulltrúar A-lista hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir langan aðdraganda slitanna. Þar segir einnig að mikilvægt sé að þeir fulltrúar sem kosnir eða ráðnir eru til trúnaðarstarfa í opinberri stjórnsýslu gæti hófs í orðavali á opinberum vettvangi.

Annar sinubruni – nú í Garðabæ

Sinubruni kviknaði við Sjávargrund í Garðabæ fyrir stundu. Ekki er vitað hversu mikill bruninn er en slökkviliðið er að koma á staðinn. Þetta er annar sinubruni dagsins.

Græða 180 milljarða á því að frídögum fækkar um einn

Sænska ríkið og sænsk fyrirtækið græða um 15 milljarðar sænskra króna, jafnvirði um 180 milljarða íslenskra, á því að 1. maí og uppstingingardag ber upp á sama dag í ár. Frá þessu er greint á fréttavef sænska ríkisútvarpsins.

Búið að slökkva sinubrunann við Hvaleyrarvatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva sinubruna sem kom upp við Hvaleyrarvatn í dag. Töluvert svæði brann og náði eldurinn meðal annars að festa sig í trjám og gróðri sem var á svæðinu.

Sat uppi í sófa þegar kveikt var í jeppanum

Um miðnætti í gærkvöldi var kveikt í glænýjum ellefu milljóna króna Volkswagen Toureg jeppa við Naustabryggju í Grafarvogi. Benjamín Þór Þorgrímsson eigandi bílsins segist hafa verið uppi í sófa þegar hann heyrði lætin. Bíllinn var keyrður 30 þúsund kílómetra.

Mótmæla komu Grants og Haims til Malasíu

Yfir tuttugu samtök múslíma í Malasíu hyggjast efna til mótmæla í sumar þegar enska knattspyrnuliðið Chelsea heimsækir landið á æfingaferð fyrir næstkomandi leiktíð.

Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að berjast við mikinn sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Eldurinn er töluverður og eru um 10 slökkviliðsmenn á staðnum.

Kínverjar styðja framboð Íslands til Öryggisráðsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var gestur í Silfri Egils Helgasonar fyrir stundu. Fór hún um víðan völl og ræddi meðal annars um evrópusambandsaðild, öryggisráðið og íslensku krónuna. Ingibjörg sagði Kínverja styðja framboð Íslands til Öryggisráðsins.

Borgarstjóri ekki starfi sínu vaxinn

Í kvöldfréttum í gær sagði borgarstjóri að fyrirætlanir Tjarnarkvartettsins um að efla mannréttindaskrifstofu borgarinnar hafi verið tilraun til að þenja út stjórnkerfið. Hann sagði jafnframt að starfsemi skrifstofunnar hafi verið óljós og illa skilgreind. Verkefni skrifstofunnar séu ekki jafn brýn og að tryggja velferð og góða þjónustu við borgarbúa.

Ætlar að ganga í bæinn og mótmæla

Sturla Jónsson talsmaður vörubílstjóra undanfarinna vikna ætlar að mótmæla háu bensínverði, hvíldartíma og fleiru í dag. Sturla hefur verið öflugur í mótmælunum og hefur hingað til mótmælt á vörubílnum sínum. Nú hefur honum verið lagt og ætlar Sturla að labba í bæinn.

Stuðningsmaður Camerons í kynlífshneyksli

Hinn 64 ára gamli Irvine Lord Laidlaw er einn af helstu styrktaraðilum breska Íhaldsflokksins. Hann hefur nú viðurkennt kynlífsfíkn og flýgur vændiskonum reglulega til Monte Carlo án vitundar eiginkonu sinnar. Laidlaw viðurkenndi þetta eftir afhjúpun breska blaðsins News of the World.

Aftur ráðist á öryggisvörð í Austurstræti

Ráðist var á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti klukkan hálf sex í morgun. Öryggisvörðurinn sem var á sinni síðustu vakt hafði afskipti af tveimur ölvuðum karlmönnum á þrítugsaldri sem voru með skrílslæti inni í versluninni þegar annar þeirra kýldi hann í andlitið og braut í honum tönn.

Hvannadalshnjúkur í beinni útsendingu

Um áramótin síðustu var hafinn undirbúningur að ferð starfsmanna á Hvannadalshnjúk og var stefnt að því að gangan yrði farin helgina 25-26 apríl. Einn fremsti fjallamaður landsins, Haraldur Örn Ólafsson, var af þessu tilefni fenginn til liðs við hópinn bæði í undirbúningnum og í gönguna sjálfa.

Ástþór ætlar ekki í forsetaframboð

Ástþór Magnússon fyrrum forsetaframbjóðandi birtir mikla auglýsingu í Fréttablaðinu í morgun. Þar fer hann yfir árangur af starfi fyrrum forsetaframboða sinna og ræðir síðan um komandi forsetakosningar í sumar. Ástþór ætlar ekki að taka þátt.

Glæsijeppi gjörónýtur í Grafarvogi

Eldur kom upp í VW Toureg glæsijeppa sem stóð við Naustabryggju í Grafarvogi laust fyrir miðnætti í gær. Bíllinn er gjörónýtur og var dreginn burtu af vettvangi.

Rotaður í Reykjanesbæ

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt. Báðar áttu sér stað í miðbæ Reykjanesbæjar. Í öðru tilfellinu var maður sleginn niður utan við skemmtistað þannig að hann lá rotaður á eftir.

Karzai ómeiddur eftir tilræði

Talíbanar reyndu í morgun að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum. Forsetinn var viðstaddur fjölmenn hátíðarhöld í höfuðborginni Kabúl þar sem þess var minnst að 16 ár eru frá falli kommúnista stjórnar landsins. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi særst en 13 íslenskir friðargæsluliðar starfa í Kabúl.

Ágúst: ,,Ég sá rautt"

Ágúst Fylkisson, sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand á fimmtudag, segist hafa misst stjórn á skapi sínu vegna þess að hann fékk ekki afhenta kylfu sem lögregla tók af honum á staðnum. Þetta kemur fram á heimasíðunni Samtaka.net þar sem Ágúst biðst afsökunar á framferði sínu.

Sjá næstu 50 fréttir