Innlent

Þurftu tvisvar að kalla út auka mannskap í dag

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. MYND/ARNÞÓR BIRKISSON

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að tvisvar hafi þurft að kalla út auka mannskap í dag. Töluvert var að gera hjá Slökkviliðinu við að slökkva sinuelda auk þess sem stórt útkall kom vegna elds í þjónustuíbuð fyrir aldraða við Dalbraut 27.

„Við erum með sama mannskap á daginn en erum betur mannaðir aðfaranótt laugardags og sunnudags," segir Jón Viðar aðspurður um mannafla Slökkviliðsins um helgar.

Hann segir misjafnt hvernig sinueldar séu því stundum sé auðvelt að slökkva þá en í öðrum tilvikum sé það öllu erfiðara. „Það fer nú bara eftir því hvernig fólk bregst við, síðan kviknar þetta náttúrulega ekki af sjálfu sér."

Jón Viðar sem staddur er erlendis hefur fylgst með framgangi mála í dag og segir að í tvígang hafi þurft að hringja út auka mannskap.

„Þegar þetta fer upp fyrir ákveðin mörk þá fáum við inn auka mannskap sem er á frívakt. Það gleymist líka oft að við þurfum að sinna sjúkraflutningum þó þá sé eitthvað stórt í gangi, og einnig þurfum við að vera tilbúnir í annað útkall," segir Jón Viðar.

Hann segir mannskapinn skipta tugum sem tekur þátt í degi eins og dagurinn hefur verið í dag. „Við erum nýbúin að fjölga í liðinu hjá okkur vegna álags bæði í sjúkraflutningum og eldsútköllum. Það hefur verið stigvaxandi en gengið ágætlega."

Jón Viðar segir að fjölga eigi í liðinu aftur á næsta ári þar sem tvær nýja slökkviliðsstöðvar verða teknar í gagnið.


Tengdar fréttir

Búið að slökkva sinubrunann við Hvaleyrarvatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva sinubruna sem kom upp við Hvaleyrarvatn í dag. Töluvert svæði brann og náði eldurinn meðal annars að festa sig í trjám og gróðri sem var á svæðinu.

Annar sinubruni – nú í Garðabæ

Sinubruni kviknaði við Sjávargrund í Garðabæ fyrir stundu. Ekki er vitað hversu mikill bruninn er en slökkviliðið er að koma á staðinn. Þetta er annar sinubruni dagsins.

Glæsijeppi gjörónýtur í Grafarvogi

Eldur kom upp í VW Toureg glæsijeppa sem stóð við Naustabryggju í Grafarvogi laust fyrir miðnætti í gær. Bíllinn er gjörónýtur og var dreginn burtu af vettvangi.

Búið að slökkva eldinn á Dalbraut

Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp í íbúð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn klukkan 17:15 og korteri síðar var búið að ganga úr skugga um að enginn eldur væri í húsinu.

Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að berjast við mikinn sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Eldurinn er töluverður og eru um 10 slökkviliðsmenn á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×