Innlent

Fámennt í mótmælagöngu Sturlu

Sturla Jónsson talsmaður vörubílstjóra hefur skipt um gír í mótmælum sínum og gekk í dag með mótmælaspjald frá Húsi verslunarinnar að Alþingi.

Sturla hóf mótmælagöngu með kröfuspjald frá Húsi verslunarinnar og endaði á Austurvelli. Sem fyrr er hann að mótmæla háu bensínverði, ákvæðum í lögum um hvíldartíma vörubílstjóra og fleiru. Sturla segir að lögreglan hafi eyðilagt vörubílinn hans.

Bíll hans er enn í vörslu lögreglunnar frá því hann var tekinn úr umferð síðastliðinn miðvikudag þegar allt sauð uppúr í mótmælunum á Suðurlandsvegi. En það var ekki fjölmenni í mótmælagöngunni sem Sturla efndi til í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×