Innlent

Búið að slökkva sinubrunann við Hvaleyrarvatn

Frá vettvangi við Hvaleyrarvatn í dag.
Frá vettvangi við Hvaleyrarvatn í dag.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva sinubruna sem kom upp við Hvaleyrarvatn í dag. Töluvert svæði brann og náði eldurinn meðal annars að festa sig í trjám og gróðri sem var á svæðinu.

Um tíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn frá klukkan hálf eitt í dag. Eldurinn var síðan slökktur nú um fjögur leytið.


Tengdar fréttir

Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að berjast við mikinn sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Eldurinn er töluverður og eru um 10 slökkviliðsmenn á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×