Fleiri fréttir Móðir faldi 15 kíló af kókaíni á börnum sínum Tollvörðum á Heathrow-flugvelli í London brá í brún er þeir stoppuðu móður með tvö börn sín þar. Móðirin hafði límt 15 kíló af kókaíni á fætur barnanna sem eru 11 ára gömul stúlka og 13 ára gamall drengur. 13.3.2008 08:11 Skelfisksbátur fékk veiðarfærin í skrúfuna Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Raufarhöfn og Vopnafirði eru nú á leið til skelfisksbáts frá Þórshöfn sem fékk veiðarfærin í skrúfuna um klukkan hálf fimm í nótt þegar báturinn var austur af Langanesi. 13.3.2008 08:09 Gripu mann eftir innbrotstilraun í nótt Lögreglan greip í nótt mann, sem grunaður er um að hafa ætlað að brjótast inn í söluturn í Þingholtunum í Reykjavík með því að brjóta þar rúðu. 13.3.2008 08:05 Leik-og barnaskólum í Hong Kong lokað vegna flensu Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að loka öllum leik- og barnaskólum borgarinnar eftir að dularfull flensa olli því að þrjú börn létust og eitt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi. 13.3.2008 08:00 Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13.3.2008 07:50 Loftið í 100 borgum Bandaríkjanna er hættulegt fólki Andrúmsloftið í yfir 100 borgum og bæjum í Bandaríkjunum er nú svo mengað að það er talið hættulegt fólki. Því hafa yfirvöld ákveðið að herða reglur um losun mengandi efna. 13.3.2008 07:45 Fjörutíu ára samráð á olíuverði til ÍSAL „Tek heils hugar undir þetta. Óþolandi glannaskapur, svona á að afhenda yfir borð eða í mesta falli boðsent til JH [Jóns Halldórssonar],“ sagði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, eftir að Kristján B. Ólafsson, fyrrverandi fjármálastjóri Olís, hafði sent honum skilaboðin: „Fékk inn á borð fax frá Shell vegna Ísals-útboðs. Skil ekki að Shell sendi fax út af verðum í þessu útboði, það er allt of varasamt.“ 13.3.2008 06:00 Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. 13.3.2008 00:01 Hættir í fjáröflunarnefnd Clinton vegna ummæla um Obama Geraldine Ferraro, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og varaforsetaefni, hefur sagt af sér sem fulltrúi í fjárölfunarnefnd Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla um aðalkeppninaut Clinton um útnefningu demókrata, Barack Obama. 12.3.2008 21:47 Sífellt fleiri múslímalönd sniðganga danskar vörur Sífellt fleiri lönd múslíma ákveða að sniðganga danskar vörur í kjölfar þess að deilan um skopmyndirnar af Múhameð spámanni hafa blossað upp aftur. Frá þessu greinir útflutningsráð Danmerkur í samtali við Danska ríkisútvarpið. 12.3.2008 23:40 Hafa þungar áhyggjur af yfirvofandi niðurskurði Félagar í Lögreglufélagi Suðurnesja lýsa yfir þungum áhyggjum af yfirvofandi niðurskurði hjá embætti lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum. 12.3.2008 22:00 Beðið eftir matsgerð í máli Alcan gegn olíufélögum Fyrirtaka var í máli Alcan á hendur stóru olíufélögunum þremur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en málinu var frestað fram í maí þar sem beðið er eftir matsgerð frá matsmanni. 12.3.2008 21:25 Umhverfisráðherra um álverið í Helguvík Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsir furðu sinni á ákvörðun sveitarstjórna Reykjanesbæjar og Garðs um að veita álveri Norðuráls sf. í Helguvík framkvæmda- og byggingarleyfi. Í ljósi þess að málið er enn til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu og vegna þeirra álitaefna sem Skipulagsstofnun vakti athygli á í áliti sínu um mat á umverfisáhrifum verksmiðjunnar, þá telur umhverfisráðherra að efast megi um réttmæti slíkrar leyfisveitingar á þessari stundu. 12.3.2008 20:27 Lögregla rannsaki betur vopnakaup í Sæbrautarmáli Rannsókn lögreglunnar á vopnakaupum morðingjans í Sæbrautarmálinu svokallaða var ófullnægjandi að mati ríkissaksóknars sem hefur gert lögreglu að rannsaka málið betur. 12.3.2008 19:23 Langþreyttir á ástandinu inni á Kleppi Tregða í kerfinu veldur því að tugir einstaklinga dvelja að óþörfu inni á Kleppsspítala segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir menn langþreytta á ástandinu inni á Kleppi. 12.3.2008 19:14 Átta einstaklingar hljóta hvatningarstyrk úr Guðrúnarsjóði Guðrúnarsjóður var stofnaður í mars árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur,fyrrverandi forstöðukonu Námsflokka Reykjavíkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykjavíkurborg. 12.3.2008 19:05 Vísar gagnrýni umhverfisráðherra vegna álvers á bug Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs samþykktu á fundi nú síðdegis að veita bygginarleyfi fyrir álveri í Helguvík. Umhverfisráðherra hefur gagnrýnt sveitarfélögin fyrir að veita leyfið án þess að allar upplýsingar og forsendur liggi fyrir. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ vísar þeirri gagnrýni á bug og segir sveitarfélögin vel geta veitt leyfið. 12.3.2008 18:48 Fleiri sagðir falla í Írak Nærri 60 hafa fallið í árásum og átökum í Írak síðasta sólahringinn. Bandaríkjamenn segja það rangt að ofbeldi hafi færst í aukana í landinu síðustu vikur. Írakar segja annað. 12.3.2008 18:30 Flensa í Hong Kong í rannsókn Yfirvöld í Hong Kong hafa falið helstu vísindamönnum sínum að rannsaka flensu sem hefur dregið 3 börn þar til dauða. Ekki er vitað hvort hér er um ræða afbrigði af bráðalungnabólgu eða fuglaflensu - sem hefur aftur gert vart við sig í Hong Kong. 12.3.2008 18:30 Rafiðnaðarmenn samþykkja samning við SA Rafiðnaðarmenn bættust í dag í hóp þeirra fjölmörgu stétta sem samþykkt hafa nýgerðan kjarasamning verkalýðsforystunnar við Samtök atvinnulífsins, 12.3.2008 17:57 Fjármálaráðherra Breta gegn drykkju og reykingum Drykkjufólk, reykingafólk og ökumenn bíla sem menga mikið eru skotmörk Alistairs Darling, fjálaráðherra Bretlands, í nýju fjárlagafrumvarpi. Í því eru áform um endurskoðun á niðurskurði bifreiðatolls og kynntur til sögunnar nýr skattur gegn þeim bílum sem menga hvað mest. 12.3.2008 16:55 Umboðsmanns aldraðra ekki getið í stjórnarsáttmála Ekki kemur fram í stjórnarsáttmálanum að til standi að koma á fót umboðsmanni aldraðra og því þurfa stjórnarflokkarnir að ræða það, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 15:59 Ríkisstjóri New York segir af sér Eliot Spitzer ríkisstjóri New York sagði af sér nú rétt í þessu. Á blaðamannafundi sem sjónvarpað var beint á CNN baðst hann innilega afsökunar á því að hafa ekki staðist væntingar. Með konu sína sér við hlið sagðist hann iðrast mjög, en bætti jafnframt við að sem opinber starfsmaður hefði hann náð miklum árangri. Hann gæti þó ekki leyft persónulegum mistökum að skemma fyrir opinberum störfum sínum. 12.3.2008 15:39 Um 1600 einstæðir foreldrar leigja en fá ekki húsaleigubætur Um sextán hundruð einstæðir foreldar á höfuðborgarsvæðinu áttu hvorki fasteign né fengu húsaleigubætur í fyrra og ekki liggja fyrir upplýsingar um búsetuaðstæður þeirra. 12.3.2008 15:27 Atvinnuleysið nánast hið sama Atvinnuleysi í febrúar 2008 var 1% og voru að meðaltali 1.631 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítilsháttar fjölgun frá janúarmánuði, eða um 86 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári síðan, eða í febrúar 2007, var atvinnuleysið 1,3%. 12.3.2008 15:19 Ánægja með þjónustu á vegum velferðasviðs Reykjavikurborgar 86% þeirra sem nýta sér þjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar eru ánægðir með hana og rúm 58% þjónustunotenda eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar. 12.3.2008 14:58 Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. 12.3.2008 14:57 Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12.3.2008 14:54 Telja bráðabirgðaflugstöð skynsamlegasta kostinn Það er óþolandi að flug fái ekki að þróast á Reykjavíkurflugvellli eins og það ætti að gera sagði, Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi dag. Hann upplýsti jafnframt að hann hefði fundað með framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands og borgarstjóra um málefni flugvallarins og skynsamlegasta leiðin væri að byggja bráðabirgðaflugstöð á vellinum. 12.3.2008 14:43 Lögreglumenn íhuga stöðu sína eftir sýknudóm „Þessi dómur vekur hjá mér mikla furðu," segir Steinar Adolfsson, formaður Landsambands lögreglumanna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo af þremur Litháum sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit á Laugavegi í janúar. 12.3.2008 14:40 Aðstoðarmannafrumvarp samþykkt eftir fimm og hálfs tíma umræður Þingmenn samþykktu á Alþingi í dag frumvarp um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað sem gerir ráð fyrir að hluti þingmanna fái aðstoðarmann. Frumvarpið var samþykkt eftir rúmlega fimm og hálfs tíma umræðu á þingi. 12.3.2008 14:16 Leiðtogar Kýpur hittast í næstu viku Demetris Christofias nýr forseti Kýpurgrikkja mun hitta leiðtoga tyrkneska hluta Kýpur 21. mars næstkomandi. Eftir kosningu Christofias í síðasta mánuði óskaði hann eftir því að SÞ hefði milligöngu um fund milli hans og Mehmet Ali Talat til að endurvekja friðarviðræður sem sigldu í strand árið 2004. 12.3.2008 14:16 Kjarabætur aldraðra og öryrkja í samræmi við lög Kjarabætur til aldraðra og öryrkja breytast í samræmi við ákvæði laga þar um sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 14:04 Tryggingastofnun endurgreiðir 72 milljónir króna Um þessar mundir er Tryggingastofnun að endurgreiða 32 þúsund sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. 12.3.2008 13:35 Sakar Continental flugfélagið um manndráp Franskur saksóknari hefur farið fram á að dómarar kæri bandaríska flugfélagið Continental fyrir manndráp vegna flugslyss árið 2000 þegar Concorde þota brotlenti við París. Saksóknarinn mælti einnig með svipuðum ákærum gegn tveimur starfsmönnum Continental og tveimur frönskum embættismönnum. 12.3.2008 13:24 Allsherjarnefnd ræddi eftirlaunafrumvarp Valgerðar Eftirlaunafrumvarp þingmanna var ásamt öðrum þingmannafrumvörpum til umræðu allsherjanefndar Alþingis í morgun, 12.3.2008 13:17 Tveir Litháanna sýknaðir af árás á lögreglu Tveir af Litháunum þremur sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn við skyldustörf í miðborg Reykjavíkur í janúar hafa verið sýknaðir af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki þótti komin fram lögfull sönnun fyrir aðild þeirra að árásinni. Þriðji maðurinn var hins vegar dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að slegið tvo lögreglumenn í andlitið. 12.3.2008 13:17 Annar verðbréfamiðlari handtekinn Annar verðbréfamiðlari stórbankans Societe Generale hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á verðbréfaviðskiptum fjárhættumiðlarans Jerome Kerviel. Miðlarinn er sagður vera kollegi Kerviel sem er í haldi í fangelsi í París. 12.3.2008 13:00 Taka afstöðu til framkvæmdaleyfis fyrir Helguvíkurálver Boðað hefur verið til aukafunda í bæjarstjórnum Garðs og Reykjanesbæjar klukkan hálfsex í dag og er ætlunin á báðum stöðum að taka afstöðu til byggingar- og framkvæmdaleyfa fyrir álver í Helguvík. 12.3.2008 12:48 Ráðherra gefur vestfirsku lögreglunni tetrastöðvar Björn Bjarnason ráðherra hefur gefið lögreglunni á Vestfjörðum 13 tetrastöðvar og mun hver og einn lögreglumaður framvegis hafa eigin tetrastöð til afnota. 12.3.2008 12:35 Yfir hundrað skjálftar norður af Upptyppingum í morgun Yfir eitt hundrað jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu við Álftadalsdyngju norðaustur af Upptyppingum frá því klukkan sjö í morgun. 12.3.2008 12:27 Yifrlögregluþjónn sem fékk áminningu farinn í veikindaleyfi Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki hefur hætt störfum vegna veikinda. Skammt er síðan hann fékk áminningu og segir sýslumaður að átök fari ekki vel með fólk. 12.3.2008 12:22 Ráðning Sigríðar Önnu ekki pólitískur bitlingur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir einu leiðina til að fjölga konum í stétt sendiherra að sækja þær út fyrir utanríkisþjónustuna. Hún segir ráðningu Sigríðar Önnu Þórðardóttur ekki pólitískan bitling. 12.3.2008 12:14 „Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. 12.3.2008 11:42 Óveður gengur enn yfir Bretland Mikið hvassviðri heldur áfram að ganga yfir Bretland og valda tjóni. Vörubílar fjúka um koll og tré rifna upp með rótum. Skipuleggjendur Cheltenham kappaksturshátíðarinnar ákváðu að aflýsa öðrum degi kappakstursins. Sömu sögu er að segja af veðreiðum í Gloucesterskíri þar sem búist var við 55 þúsund manns. 12.3.2008 11:40 Sjá næstu 50 fréttir
Móðir faldi 15 kíló af kókaíni á börnum sínum Tollvörðum á Heathrow-flugvelli í London brá í brún er þeir stoppuðu móður með tvö börn sín þar. Móðirin hafði límt 15 kíló af kókaíni á fætur barnanna sem eru 11 ára gömul stúlka og 13 ára gamall drengur. 13.3.2008 08:11
Skelfisksbátur fékk veiðarfærin í skrúfuna Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Raufarhöfn og Vopnafirði eru nú á leið til skelfisksbáts frá Þórshöfn sem fékk veiðarfærin í skrúfuna um klukkan hálf fimm í nótt þegar báturinn var austur af Langanesi. 13.3.2008 08:09
Gripu mann eftir innbrotstilraun í nótt Lögreglan greip í nótt mann, sem grunaður er um að hafa ætlað að brjótast inn í söluturn í Þingholtunum í Reykjavík með því að brjóta þar rúðu. 13.3.2008 08:05
Leik-og barnaskólum í Hong Kong lokað vegna flensu Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að loka öllum leik- og barnaskólum borgarinnar eftir að dularfull flensa olli því að þrjú börn létust og eitt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi. 13.3.2008 08:00
Vændiskonan sem felldi Spitzer er tilvonandi söngkona Vændiskonan sem kostaði Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York starfið er 22 ára gömul söngkona sem reynt hefur án árangurs að koma sér áfram á tónlistarsviðinu. 13.3.2008 07:50
Loftið í 100 borgum Bandaríkjanna er hættulegt fólki Andrúmsloftið í yfir 100 borgum og bæjum í Bandaríkjunum er nú svo mengað að það er talið hættulegt fólki. Því hafa yfirvöld ákveðið að herða reglur um losun mengandi efna. 13.3.2008 07:45
Fjörutíu ára samráð á olíuverði til ÍSAL „Tek heils hugar undir þetta. Óþolandi glannaskapur, svona á að afhenda yfir borð eða í mesta falli boðsent til JH [Jóns Halldórssonar],“ sagði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, eftir að Kristján B. Ólafsson, fyrrverandi fjármálastjóri Olís, hafði sent honum skilaboðin: „Fékk inn á borð fax frá Shell vegna Ísals-útboðs. Skil ekki að Shell sendi fax út af verðum í þessu útboði, það er allt of varasamt.“ 13.3.2008 06:00
Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. 13.3.2008 00:01
Hættir í fjáröflunarnefnd Clinton vegna ummæla um Obama Geraldine Ferraro, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og varaforsetaefni, hefur sagt af sér sem fulltrúi í fjárölfunarnefnd Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla um aðalkeppninaut Clinton um útnefningu demókrata, Barack Obama. 12.3.2008 21:47
Sífellt fleiri múslímalönd sniðganga danskar vörur Sífellt fleiri lönd múslíma ákveða að sniðganga danskar vörur í kjölfar þess að deilan um skopmyndirnar af Múhameð spámanni hafa blossað upp aftur. Frá þessu greinir útflutningsráð Danmerkur í samtali við Danska ríkisútvarpið. 12.3.2008 23:40
Hafa þungar áhyggjur af yfirvofandi niðurskurði Félagar í Lögreglufélagi Suðurnesja lýsa yfir þungum áhyggjum af yfirvofandi niðurskurði hjá embætti lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum. 12.3.2008 22:00
Beðið eftir matsgerð í máli Alcan gegn olíufélögum Fyrirtaka var í máli Alcan á hendur stóru olíufélögunum þremur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en málinu var frestað fram í maí þar sem beðið er eftir matsgerð frá matsmanni. 12.3.2008 21:25
Umhverfisráðherra um álverið í Helguvík Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsir furðu sinni á ákvörðun sveitarstjórna Reykjanesbæjar og Garðs um að veita álveri Norðuráls sf. í Helguvík framkvæmda- og byggingarleyfi. Í ljósi þess að málið er enn til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu og vegna þeirra álitaefna sem Skipulagsstofnun vakti athygli á í áliti sínu um mat á umverfisáhrifum verksmiðjunnar, þá telur umhverfisráðherra að efast megi um réttmæti slíkrar leyfisveitingar á þessari stundu. 12.3.2008 20:27
Lögregla rannsaki betur vopnakaup í Sæbrautarmáli Rannsókn lögreglunnar á vopnakaupum morðingjans í Sæbrautarmálinu svokallaða var ófullnægjandi að mati ríkissaksóknars sem hefur gert lögreglu að rannsaka málið betur. 12.3.2008 19:23
Langþreyttir á ástandinu inni á Kleppi Tregða í kerfinu veldur því að tugir einstaklinga dvelja að óþörfu inni á Kleppsspítala segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir menn langþreytta á ástandinu inni á Kleppi. 12.3.2008 19:14
Átta einstaklingar hljóta hvatningarstyrk úr Guðrúnarsjóði Guðrúnarsjóður var stofnaður í mars árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur,fyrrverandi forstöðukonu Námsflokka Reykjavíkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykjavíkurborg. 12.3.2008 19:05
Vísar gagnrýni umhverfisráðherra vegna álvers á bug Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs samþykktu á fundi nú síðdegis að veita bygginarleyfi fyrir álveri í Helguvík. Umhverfisráðherra hefur gagnrýnt sveitarfélögin fyrir að veita leyfið án þess að allar upplýsingar og forsendur liggi fyrir. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ vísar þeirri gagnrýni á bug og segir sveitarfélögin vel geta veitt leyfið. 12.3.2008 18:48
Fleiri sagðir falla í Írak Nærri 60 hafa fallið í árásum og átökum í Írak síðasta sólahringinn. Bandaríkjamenn segja það rangt að ofbeldi hafi færst í aukana í landinu síðustu vikur. Írakar segja annað. 12.3.2008 18:30
Flensa í Hong Kong í rannsókn Yfirvöld í Hong Kong hafa falið helstu vísindamönnum sínum að rannsaka flensu sem hefur dregið 3 börn þar til dauða. Ekki er vitað hvort hér er um ræða afbrigði af bráðalungnabólgu eða fuglaflensu - sem hefur aftur gert vart við sig í Hong Kong. 12.3.2008 18:30
Rafiðnaðarmenn samþykkja samning við SA Rafiðnaðarmenn bættust í dag í hóp þeirra fjölmörgu stétta sem samþykkt hafa nýgerðan kjarasamning verkalýðsforystunnar við Samtök atvinnulífsins, 12.3.2008 17:57
Fjármálaráðherra Breta gegn drykkju og reykingum Drykkjufólk, reykingafólk og ökumenn bíla sem menga mikið eru skotmörk Alistairs Darling, fjálaráðherra Bretlands, í nýju fjárlagafrumvarpi. Í því eru áform um endurskoðun á niðurskurði bifreiðatolls og kynntur til sögunnar nýr skattur gegn þeim bílum sem menga hvað mest. 12.3.2008 16:55
Umboðsmanns aldraðra ekki getið í stjórnarsáttmála Ekki kemur fram í stjórnarsáttmálanum að til standi að koma á fót umboðsmanni aldraðra og því þurfa stjórnarflokkarnir að ræða það, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 15:59
Ríkisstjóri New York segir af sér Eliot Spitzer ríkisstjóri New York sagði af sér nú rétt í þessu. Á blaðamannafundi sem sjónvarpað var beint á CNN baðst hann innilega afsökunar á því að hafa ekki staðist væntingar. Með konu sína sér við hlið sagðist hann iðrast mjög, en bætti jafnframt við að sem opinber starfsmaður hefði hann náð miklum árangri. Hann gæti þó ekki leyft persónulegum mistökum að skemma fyrir opinberum störfum sínum. 12.3.2008 15:39
Um 1600 einstæðir foreldrar leigja en fá ekki húsaleigubætur Um sextán hundruð einstæðir foreldar á höfuðborgarsvæðinu áttu hvorki fasteign né fengu húsaleigubætur í fyrra og ekki liggja fyrir upplýsingar um búsetuaðstæður þeirra. 12.3.2008 15:27
Atvinnuleysið nánast hið sama Atvinnuleysi í febrúar 2008 var 1% og voru að meðaltali 1.631 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítilsháttar fjölgun frá janúarmánuði, eða um 86 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári síðan, eða í febrúar 2007, var atvinnuleysið 1,3%. 12.3.2008 15:19
Ánægja með þjónustu á vegum velferðasviðs Reykjavikurborgar 86% þeirra sem nýta sér þjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar eru ánægðir með hana og rúm 58% þjónustunotenda eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar. 12.3.2008 14:58
Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. 12.3.2008 14:57
Íbúar New York vilja afsögn ríkisstjórans Ný skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu íbúum New York vilja að Eliot Spitzer ríkisstjóri segi af sér eftir að upp komst um tengsl hans við vændishring. 12.3.2008 14:54
Telja bráðabirgðaflugstöð skynsamlegasta kostinn Það er óþolandi að flug fái ekki að þróast á Reykjavíkurflugvellli eins og það ætti að gera sagði, Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi dag. Hann upplýsti jafnframt að hann hefði fundað með framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands og borgarstjóra um málefni flugvallarins og skynsamlegasta leiðin væri að byggja bráðabirgðaflugstöð á vellinum. 12.3.2008 14:43
Lögreglumenn íhuga stöðu sína eftir sýknudóm „Þessi dómur vekur hjá mér mikla furðu," segir Steinar Adolfsson, formaður Landsambands lögreglumanna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo af þremur Litháum sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit á Laugavegi í janúar. 12.3.2008 14:40
Aðstoðarmannafrumvarp samþykkt eftir fimm og hálfs tíma umræður Þingmenn samþykktu á Alþingi í dag frumvarp um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað sem gerir ráð fyrir að hluti þingmanna fái aðstoðarmann. Frumvarpið var samþykkt eftir rúmlega fimm og hálfs tíma umræðu á þingi. 12.3.2008 14:16
Leiðtogar Kýpur hittast í næstu viku Demetris Christofias nýr forseti Kýpurgrikkja mun hitta leiðtoga tyrkneska hluta Kýpur 21. mars næstkomandi. Eftir kosningu Christofias í síðasta mánuði óskaði hann eftir því að SÞ hefði milligöngu um fund milli hans og Mehmet Ali Talat til að endurvekja friðarviðræður sem sigldu í strand árið 2004. 12.3.2008 14:16
Kjarabætur aldraðra og öryrkja í samræmi við lög Kjarabætur til aldraðra og öryrkja breytast í samræmi við ákvæði laga þar um sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 14:04
Tryggingastofnun endurgreiðir 72 milljónir króna Um þessar mundir er Tryggingastofnun að endurgreiða 32 þúsund sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. 12.3.2008 13:35
Sakar Continental flugfélagið um manndráp Franskur saksóknari hefur farið fram á að dómarar kæri bandaríska flugfélagið Continental fyrir manndráp vegna flugslyss árið 2000 þegar Concorde þota brotlenti við París. Saksóknarinn mælti einnig með svipuðum ákærum gegn tveimur starfsmönnum Continental og tveimur frönskum embættismönnum. 12.3.2008 13:24
Allsherjarnefnd ræddi eftirlaunafrumvarp Valgerðar Eftirlaunafrumvarp þingmanna var ásamt öðrum þingmannafrumvörpum til umræðu allsherjanefndar Alþingis í morgun, 12.3.2008 13:17
Tveir Litháanna sýknaðir af árás á lögreglu Tveir af Litháunum þremur sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn við skyldustörf í miðborg Reykjavíkur í janúar hafa verið sýknaðir af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki þótti komin fram lögfull sönnun fyrir aðild þeirra að árásinni. Þriðji maðurinn var hins vegar dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að slegið tvo lögreglumenn í andlitið. 12.3.2008 13:17
Annar verðbréfamiðlari handtekinn Annar verðbréfamiðlari stórbankans Societe Generale hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á verðbréfaviðskiptum fjárhættumiðlarans Jerome Kerviel. Miðlarinn er sagður vera kollegi Kerviel sem er í haldi í fangelsi í París. 12.3.2008 13:00
Taka afstöðu til framkvæmdaleyfis fyrir Helguvíkurálver Boðað hefur verið til aukafunda í bæjarstjórnum Garðs og Reykjanesbæjar klukkan hálfsex í dag og er ætlunin á báðum stöðum að taka afstöðu til byggingar- og framkvæmdaleyfa fyrir álver í Helguvík. 12.3.2008 12:48
Ráðherra gefur vestfirsku lögreglunni tetrastöðvar Björn Bjarnason ráðherra hefur gefið lögreglunni á Vestfjörðum 13 tetrastöðvar og mun hver og einn lögreglumaður framvegis hafa eigin tetrastöð til afnota. 12.3.2008 12:35
Yfir hundrað skjálftar norður af Upptyppingum í morgun Yfir eitt hundrað jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu við Álftadalsdyngju norðaustur af Upptyppingum frá því klukkan sjö í morgun. 12.3.2008 12:27
Yifrlögregluþjónn sem fékk áminningu farinn í veikindaleyfi Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki hefur hætt störfum vegna veikinda. Skammt er síðan hann fékk áminningu og segir sýslumaður að átök fari ekki vel með fólk. 12.3.2008 12:22
Ráðning Sigríðar Önnu ekki pólitískur bitlingur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir einu leiðina til að fjölga konum í stétt sendiherra að sækja þær út fyrir utanríkisþjónustuna. Hún segir ráðningu Sigríðar Önnu Þórðardóttur ekki pólitískan bitling. 12.3.2008 12:14
„Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. 12.3.2008 11:42
Óveður gengur enn yfir Bretland Mikið hvassviðri heldur áfram að ganga yfir Bretland og valda tjóni. Vörubílar fjúka um koll og tré rifna upp með rótum. Skipuleggjendur Cheltenham kappaksturshátíðarinnar ákváðu að aflýsa öðrum degi kappakstursins. Sömu sögu er að segja af veðreiðum í Gloucesterskíri þar sem búist var við 55 þúsund manns. 12.3.2008 11:40