Fleiri fréttir

Baka stærstu köku Vesturbæjar

Unglingar í æskulýðsstarfi í Neskirkju hyggjast baka stærstu súkkulaðiköku sem bökuð hefur verið í Vesturbæ, föstudaginn 29. febrúar næstkomandi.

Ók undir áhrifum lyfja

Einn ökumaður var í dag grunaður um akstur undir áhrifum lyfja en hann hafði lent í umferðaróhappi á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg. Þar urðu ekki slys á fólki en einhvert tjón á ökutækjum.

Hafa skuldbundið sig til að sinna loftferðaeftirliti á Íslandi

Frakkland, Bandaríkin, Spánn og Pólland hafa skuldbundið sig til að sinna loftferðaeftirliti á Íslandi næstu 2-3 árin. Þetta var staðfest á fundi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, með framkvæmdastjóra Nato í Brussel nú síðdegis, en Geir er fundaherferð í Lúxemborg og Belgíu.

Norðurlöndin stöðva skattaflótta

Fjármálaráðherrar Norðurlandanna ætla að stöðva skattaflótta frá löndum sínum. Í lok október 2007 undirrituðu þeir samning um upplýsingaskipti við eyjuna Mön.

400 í einu höggi

Svokallaðir morðsniglar hafa verið að gera Dani vitlausa undanfarin ár. Þeir hafa breiðst svo hratt út að þeir eru hrein plága í görðum.

Utanríkisráðuneytið leiðréttir sig

Eins og Vísir benti á fyrr í dag var ekki farið rétt með í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þegar sagt var að réttur áratugur væri liðinn frá því utanríkisráðherra Íslands hefði síðast hitt aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Hið rétta er að um fimm ár eru síðan þetta gerðist og hefur ráðuneytið nú sent frá sér eftirfarandi:

Maður féll fimmtán metra til jarðar

Maður féll af vinnupalli í Þingahverfi í Kópavogi rétt fyrir fjögur í dag. Að sögn slökkviliðs virðist sem pallurinn hafi hrunið undan manninum og féll hann um 15 metra og slasaðist töluvert en nánar er ekki vitað um líðan hans.

Ríkissjóður hagnaðist verulega á sölu Baldurs

Fjármálaráðuneytið segir að það hafi ekki geta selt ferjuna Baldur, sem sigldi á Breiðafirði, til annarra en Sæferða ehf. fyrr en eftir 2010 vegna samnings um rekstur skipsins. Hefði ráðuneytið ekki selt skipið hefði verðmæti þess orðið lítið við lok þess tíma.

Gaukur mun líklega áfrýja

Sigurmar K Albertsson, lögmaður Gauks Úlfarssonar, segir að meiri líkur en minni séu á því að dómi yfir Gauki Úlfarssyni umbjóðanda sínum verði áfrýjað. Hann segist í samtali við Vísi hafa af því áhyggjur að dómurinn muni gefa fordæmi í málum sem þessum en Gauki var í héraðsdómi í dag gert að greiða Ómari R. Valdimarssyni 800 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað vegna skrifa á vefsíðu sína.

Máli Smáís gegn Eico vísað frá dómi

Smáís, samtök myndréttarhafa á Íslandi, fyrir hönd 365 miðla stefndi fyrirtækinu Eico vegna sölu áskrifta að bresku sjónvarpsstöðinni SKY. Málinu var hinsvegar vísað frá dómi í dag.

Vilja heræfingar í umhverfismat

Sjö þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að heræfingar á íslenskri grundu og í íslenskri lögsögu verði háðar umhverfismati.

Tuttugu milljarða króna fjárfesting Verne Holdings

Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna.

Samningaviðræðum í Kenía frestað

Viðræðum sem miða að því að enda ofbeldisölduna sem riðið hefur yfir Kenía frá úrslitum forsetakosninganna í lok desember hefur verið frestað. Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og málamiðlari tilkynnti þetta í dag en hann hefur leitt viðræðurnar í einn mánuð.

Tæki sem les eydd SMS komið á markað

Tæki sem gerir fólki mögulegt að njósna um maka sína með því að lesa SMS skilaboð sem hefur verið eytt, er nú komið í verslanir ytra. Tækið sem er auglýst sem „Litli gimsteinninn“ getur lesið Sim kort og upplýsingarnar er hægt að senda á hvaða tölvu sem er í gegnum USB tengi.

Hringvegurinn lokaður í Borgarnesi

Hringvegurinn verður lokaður næstu þrjá mánuðina þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes. Verið er að gera endurbætur á veginum og í staðinn eiga ökumenn að aka um merktar hjáleiðir sem hafa verið opnaðar.

Bænastund vegna bílslyssins á Akranesi

Bænastund verður haldin í Akraneskirkju klukkan 18:00 í kvöld vegna piltanna tveggja sem lentu í alvarlegu bílslysi í bænum í síðustu viku.

Írakar fordæma innrás Tyrkja

Íraska stjórnin hefur fordæmt innrás Tyrkja á Kúrda í norðurhluta Írak. Í yfirlýsingu stjórnarinnar mótmæla Írakar harkalega og skora á tyrknesk yfirvöld að draga herlið sitt til baka án tafar.

Deilt um skattamál á þingi

Deilt var um það á Alþingi í dag hvort skattalækkanir til handa fyrirtækjum eða almenningi væri mikilvægari nú um stundir. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gagnrýndu vinstri - græna um að vilja aldrei lækka skatta en formaður Vinstri - grænna sagði að svigrúm ætti að nýta til þess að draga úr skattbyrði lágtekjufólks.

Þvagleggskonan missti prófið

Dómur í svokölluðu Þvagleggsmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. María Bergsdóttir sem ákærð var fyrir ölvun við akstur var svipt ökuleyfi í eitt ár en auk þess fékk hún 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Hvað eru fimm ár á milli vina?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra mun í dag eiga fund með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki Moon í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að réttur áratugur sé síðan utanríkisráðherra Íslands átti síðast fund með aðalframkvæmdastjóra SÞ. Þetta mun þó ekki vera alls kostar rétt.

Tjáningarfrelsi fer minnkandi í Rússlandi

Tjáningarfrelsi í Rússlandi hefur farið „verulega minnkandi“ í forsetatíð Vladimir Putin samkvæmt skýrslu Amnesty International. Í henni segir að morð á berorðum fréttamönnum séu óleyst, sjálfstæðum fjölmiðlafyrirtækjum hafi verið lokað og lögregla hafi ráðist á stjórnarandstæðinga í mótmælaaðgerðum.

Dómari hafnar nýjum forsetakosningum í Nígeríu

Dómari í Nígeríu hefur hafnað kröfu stjórnarandstöðu um að forsetakosningar síðasta árs verði gerðar ógildar og kosið að nýju. Muhammadu Buhari frambjóðandi stjórnarandstöðunnar segir að ekki hafi verið kosið í 29 af 31 ríki landsins. Atiku Abuktar fyrrverandi varaforseti hélt því fram að lýðræðisflokkur Yar'Adua forseta hefði svindlað í kosningunum.

Rannsókn á flótta Annþórs lokið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson slapp úr fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra greinargerð um málið.

Tollar og gjöld hamla netverslun og samkeppni

Tollar og gjöld á hluti sem pantaðir eru á netinu hamla netverslun Íslendinga og um leið samkeppni við innlenda verslun, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir það hagsmunamál fyrir neytendur að lækka gjöldin.

Fjármálaráðherra þarf að útskýra sölu á Baldri til Sæferða

Fjármálaráðherra þarf að útskýra af hverju ferjan Baldur var seld til Sæferða á 38 milljónir og seld þaðan til útlanda á 100 milljónir tveimur vikum síðar. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður frjálslyndra, segir að salan sé óvenjuleg og skýra þurfi af hverju ráðuneytið auglýsti ekki söluna samkvæmt reglum árið 2006.

Loðnumælingar hafnar aftur eftir óveðursstopp

Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni gat hafið mælingar snemma í morgun og horfur eru góðar í dag, en hætta varð mælingum síðdegis í gær vegna óveðurs.

Minnsta áhorf á Óskarinn hingað til

Óskarðsverðlaunaafhendingin á sunnudagskvöld hlaut minnsta áhorf í sjónvarpi hingað til samkvæmt bandarískum könnunum. Um 32 milljónir horfðu á útsendingu ABC sjónvarpsstöðvarinnar, um milljón færri en árið 2003. Þá höfðu Bandaríkjamenn farið fyrir innrásinni í Írak daginn fyrir hátíðina. Í fyrra horfðu 41 milljón manns á hátíðina í sjónvarpi.

Engin merki um að danskar vörur verði sniðgengnar

Danska utanríkisráðuneytis segist ekki sjá merki þess í Miðausturlöndum eða annars staðar í Asíu að til standi að sniðganga danskar vörur í stórum stíl til þess að mótmæla endurbirtingu Múhameðsteikninga.

Vilja reglur um hámarksmagn transfitusýra í mat

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verið farli að undirbúa reglur um að hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum verði tvö grömm í hverjum hundrað grömmum af fitumagni vörunnar.

Dæmt um úrslit forsetakosninga í Nígeríu

Nígerskur dómari ákveður í dag hvort ógilda eigi kjör Umaru Yar'Adua í embætti forseta. Frambjóðendur í stjórnarandstöðu halda því fram að úrslit kosninganna á síðasta ári hafi ekki átt ser stað í mörgum ríkjum og að núverandi lýðræðisflokkur fólksins hafi breytt úrslitunum forsetanum í vil.

Heil Gosi! - Áhugi Hitlers á Disney

Forstjóri stríðsmunasafns í Noregi heldur því fram að hann hafi fundið teikningar sem Adolf Hitler gerði á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. William Hakvaag forstjóri safnsins í Lofoten í Norður-Noregi segist hafa fundið teikningarnar inni í mynd sem hann keypti á uppboði í Þýskalandi og merkt var „A. Hitler".

Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum lækkar

Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin hefur ákveðið að lækka veggjald fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum núna um mánaðarmótin úr 900 krónum í 800 krónur.

Forsetahjónin heimsækja Hrafnagilsskóla

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit á morgun, en skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2007 fyrir að hafa sinnt vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi.

Sjá næstu 50 fréttir