Fleiri fréttir

Ekki þörf á fleiri umboðsmönnum

Efla þarf embætti umboðsmanns Alþingis í stað þess að stofna til umboðsmanna fyrir einstaka hópa og mál. Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, á Alþingi.

Viðsnúningur hjá sveitarstjórn Flóahrepps

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað á fundi sínum í gær að auglýsa tillögu að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Þetta er þvert á það sem sveitarstjórnin ákvað í sumar en í drögum að aðalskipulagi sem þá voru kynnt var var ekki gert ráð fyrir virkjuninni.

Dýrkeypt gæludýr

Einn maður lét lífið og annar slasaðist alvarlega þegar þeir reyndu að ná kakadúa niður úr tré í Ástralíu.

Gera mynd um ættföður Thorsaranna

Danir og Íslendingar vinna sameiginlega að gerð heimildarmyndar um lífshlaup Thors Jensen, langafa Björgólfs Thors Björgólfssonar. Thor flutti til Íslands frá Danmörku á táningsaldri og byggði hér upp mikið viðskiptaveldi.

Dreifibréf um barnaníðing sett í póstkassa

Nágrannar Sigurbjörns Sævars Grétarssonar, sem um helgina lýkur afplánun fyrir kynferðisbrot gegn börnum, eru búnir að setja dreifibréf í póstkassa fjölbýlishússins sem hann kemur til með að búa í.

Pabbi Madeleine snýr aftur til vinnu

Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi.

Suðurlindir stofnaðar

Sveitarfélögin Grindavík, Vogar og Hafnarfjörður hafa að undanförnu átt í viðræðum um stofnun félags, sem mun ráða yfir meirihluta framtíðarvinnslusvæðis fyrir háhita á Suðurnesjum.

Sarkozy biðlar til verkfallsmanna

Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti hvetur starfsmenn almenningssamgangna sem hófu verkföll í gær til þess að snúa aftur til vinnu. Verkfallið lamaði samgöngukerfið í gær og biður forsetinn starfsmennina um að hugsa um almannahag í málinu.

Óvissa um friðargæslu í Darfur

Friðargæslan í Darfur héraði í Súdan er við það að fara út um þúfur áður en hún hefur hafið störf. Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir brýna þörf á meiri búnaði og auknum mannafla.

Síldarkvótinn 220 þúsund tonn

Kvóti Íslendinga úr Norsk- íslenska síldarstofninum verður 220 þúsund tonn á næsta ári og hefur aldrei verið meiri. Þetta var niðurstaða strandríkja um skiptingu kvótans.

Bandaríkjaþing samþykkir frumvarp um brotthvarf frá Írak

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt nýtt frumvarp þar sem settur er tímarammi fyrir brottflutning bandaríska hersins frá Írak. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um þá upphæð sem eyða má í stríðsreksturinn og er það umtalsvert minni fjárhæð en George Bush forseti hefur krafist.

Sluppu ómeiddir úr bílveltu

Tveir ungir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt hálfa aðra veltu út af þjóðveginum í Hörgárbyggð á móts við bæinn Bægisá á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Ökuferðin endaði inni á gólfi bensínstöðvar

Bíll með tveimur mönnum um borð, lenti á bensíndælu, snarsnerist við það og hafnaði hálfur inn á gólfi í verslun bensínstöðvarinnar á mótum Sæbrautar, Kleppsvegar og Langholtsvegar upp úr klukkan eitt í nótt.

Khader stendur með Rasmusen – nánast alla leið

Það er komin upp skrýtin staða í dönskum stjórnmálum. Anders Fogh Rasmusen forsætisráðherra heldur meirihluta með einum þingmanni. Það er hinn færeyski Edmund Joensen sem vill ekki skipta sér af innanríkismálum.

Fullkomið kvikmyndaver á Keflavíkurflugvelli

Í apríl á næsta ári er áætlað að tekið verði í gagnið risastórt kvikmyndaver á Keflavíkurflugvelli. Það eru þeir Hallur Helgason, Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp sem standa að verkefninu en erlendir aðilar koma einnig við sögu.

Lögreglan taki á mistökum sínum

Lögregla og skotvopnasali gerðu mistök þegar manni sem varð öðrum að bana á Sæbraut í sumar, var afhent vopn. Þetta segir móðir unga mannsins sem myrtur var og vill hún að lögreglan taki á mistökum sínum.

Mynd af logandi Cadillac við Úlfarsfell

Cadillac bifreið stóð í ljósum logum á hringtorgi við Úlfarsfell á fimmta tímanum í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin á ferð þegar eldurinn kom upp en ökumaðurinn var horfinn þegar slökkviliðið bar að garði. Að sögn slökkviliðsmanna er talsverð umferðaröngþveiti á Vesturlandsveginum vegna þessa atviks.

Þriðjungur barna óánægður með útlit sitt

Þriðja hvert þrettán ára barn er óánægt með eigið útlit og fjórða hvert tíu ára barn hefur átt erfitt með svefn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var meðal skólabarna hér á landi.

Ekki ástæða til að auka heimildir um tálbeitur

Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að setja ákvæði um notkun tálbeita í kynferðisbrotamálum gegn börnum sérstaklega, enda séu ákveðnar heimildir fyrir hendi um notkun tálbeita. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að ákvæði um þetta verði sett í lög.

Ísland fær 220.000 tonn af norsk-íslensku síldinni

Gengið hefur verið frá nýju samkomulagi um norsk - íslensku síldina fyrir árið 2008 á fundi strandríkjanna sem nú fer fram í London. Samkvæmt samkomulaginu verður heildarkvótinn 1.518.000 tonn, en í hlut Íslands munu koma 220.262 tonn.

Guðmundur Jónsson borinn til grafar

Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Guðmundur Jónsson, var borinn til grafar í dag. Guðmundur lést á elliheimilinu Droplaugastöðum aðfararnótt 5. nóvember síðastliðinn 87 ára að aldri.

Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað

Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997.

Gaman í vinnunni

Það má ekki teikna mynd af krónprinsi Spánar í samförum við eiginkonu sína.

Auknar greiðslur til foreldra langveikra barna

Úrbætur verða gerðar á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi og var kynnt í dag.

Vill börn í forgang frekar en tónlistarhús

„Við höfum vakið máls á kjörum leikskólastarfsmanna á hverjum einasta bæjarstjórnarfundi sem hefur verið haldinn í haust," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs.

RÚV verður áfram á auglýsingamarkaði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist ekki hafa fyrirætlanir um það að leggja fram lagafrumvarp um breytingar á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.

Dregið verði úr fjölpósti

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hyggst setja á fót starfshóp til þess að finna leiðir til þess að draga úr fjölpósti í landinu.

Endurskoða löggjöf ef dómur í tálbeitumáli verður staðfestur

Ef Hæstiréttur kemst að því að ekki sé heimild til að refsa fyrir það að tæla börn í kynferðislegum tilgangi á Netinu eins og í svokölluðu tálbeitumáli Kompáss þarf að endurskoða löggjöfina. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Ákærður fyrir að stela frá vinnuveitandanum

Átján ára gamall fyrrverandi starfsmaður Húsasmiðjunnar, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er talinn hafa stolið 25 þúsund krónum úr verslun fyrirtækisins í Grafarholti í október í fyrra. Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Játaði kúrdamorð yfir kaffibolla

Þegar Bandaríkjamenn yfirheyrðu Saddam Hussein fóru þeir mjúku leiðina. Alríkislögreglumaðurinn George Piro eyddi fimm klukkustundum á dag í sjö mánuði við að yfirheyra einræðisherrann.

Happdrættisleyfi SÍBS og DAS verði framlengd

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að bæði DAS og SÍBS verði áfram heimilt að reka happdrætti til þess að styðja við uppbyggingu félaganna.

Færeyingurinn styður Fogh ekki í innanríkismálum

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er strax lentur í vandmálum hvað varðar áframhaldandi stjórn hans á landinu. Í ljós kemur að Edmund Joensen, Færeyingurinn sem skapar Fogh eins atkvæðis meirihluta á þingi ætlar ekki að kjósa um dönsk innanríkismál.

Afnemur gjöld vegna mjólkurvara

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að svokallað verðmiðlunargjald og verðtilfærslugjald, sem lagt hefur verið á hvern mjólkurlítra sem lagður er inn í afurðarstöð innan greiðslumarkskerfisins, verði afnumið.

Dagmamma undirbýr komu dæmds barnaníðings

"Atvinnuöryggi mínu er stefnt í hættu," segir dagmamma sem rekur daggæslu í sama húsi og barnaníðingurinn Sigurbjörn Sævar Grétarsson keypti nýlega íbúð.

Rúmlega 21 prósent barna finnst þau of feit

Um 21 prósent stráka og 23 prósent stúlkna í 7. bekk finnst þau vera of feit samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar á líðan og lífi íslenskra barna í 5., 6. og 7. bekk. Rannsóknin Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar var birt í dag, en hún er unnin af Rannsóknum og greiningu. Í henni kemur einnig fram að 11 prósent barna finnst þau of mjó.

Þrír Vítisenglar ætla í skaðabótamál við ríkið

Þrír norskir Vítisenglar undirbúa nú skaðabótamál gegn íslenska ríkinu eftir að hafa verið vísað úr landi fyrir tveimur vikum. Þeir hafa falið lögmanni sínum, Oddgeiri Einarssyni, að höfða málið.

Sjá næstu 50 fréttir