Fleiri fréttir

Ár liðið frá brotthvarfi hersins

Heildarvelta Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli það ár sem íslensk stjórnvöld hafa stýrt honum er áætluð um 2,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálastjórninni.

Lítið undir ökuníðingum ?

Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra.

Heitu vatni aftur hleypt á í Kópavogi

Orkuveitan er nú að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi í Kópavogi sem urðu vatnslaus í morgun í kjölfar þess að aðalæð fyrir heitt vatn austan við Reykjanesbraut gegnt Smáralind bilaði

Fá bara inni á frístundaheimili þrjá daga í viku

Börnin á frístundaheimilinu í Vesturhlíð fara ekki varhluta af þeirri manneklu sem nú er á frístundaheimilum borgarinnar. Vesturhlíð er frístundaheimili fyrir krakkana í Öskjuhlíðarskóla og nú er svo komið að börnin fá flest bara inni á frístundaheimilinu þrjá daga vikunnar. „Það vantar helling af fólki hjá okkur ennþá," segir Heiður Baldursdóttir í Vesturhlíð. Hún segir mun erfiðara fyrir börnin í Vesturhlíð að takast á við óstöðugleikann sem fylgir manneklunni en fyrir krakka sem ekki búa við fötlun af neinu tagi.

Milljarðaverkefni hjá REI þrátt fyrir óvissa framtíð

Í næstu viku verða opnuð tilboð í 40% hlut í stærsta jarðvarmaorkufyrirtæki heims, PNOC EDC á Filippseyjum. REI er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða í hlutinn en reiknað er með að andvirði hans nemi um einum tug milljarða kr.. Einnig verður undirrtaður samstarfssamningur REI við fyrirtækið Pertamína um orkuvinnslu í Indónesíu. “Við höldum okkar áætlunum og markmiðum áfram þar til annað kemur í ljós,” segir Hafliði Helgason talsmaður REI í samtali við Vísi.

Lagt til að prestum verði heimilað að staðfesta samvist

Lagt verður til á Kirkjuþingi sem hefst á laugardag að prestum sem það kjósa verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Tillagan er samræmi við ályktun Kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar og jafnframt í takt við niðurstöðu skoðanakönnunar meðal presta sem birt var í sumar. Hún sýndi að nærri tveir af hverjum þremur prestum væru fylgjandi slíkri heimild.

Vanhirða á laufi veldur stíflum á umferðaræðum

Nú er sá tími kominn að viðamiklir pollar myndasta víða á umferðaræðum borgarinnar þar sem niðurföllin á þeim eru stífluð. Stíflurnar má svo rekja til þess að tré borgarinnar fella laufin á þessum tíma. Laufin safnast síðan saman í niðurföllin og stífla þau. Almenningur getur dregið mjög úr þessu vandamáli með því að hirða betur um garða sína.

Miriam Rose ekki vísað úr landi

Útlendingastofnun hefur ákveðið að Miriam Rose, breskum umhverfisfræðingi í samtökunum Saving Iceland, verði ekki vísað úr landi.

Fagnaðarlæti við komu Bhutto til Pakistans

Þúsundir manna fögnuðu Benasír Bhutto við heimkomuna til Pakistans, eftir átta ár í útlegð. Benasír Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi síðan 1999. Hún hyggst leiða flokk sinn, Þjóðarflokk Pakistans, í kosningabaráttu á næstunni.

Einar boðar byggðakvóta á færri byggðalög

Einar K. Guðfinnson segir í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem nú stendur yfir að byggðakvótinn eigi að renna til færri byggðalaga en nú er. Einar segir að margir líti á byggðakvóta sem almenna uppbót á aflaheimildir manna en það sé ekki hugsunin á bakvið hann.

Síldarævintýri í Grundarfirði

Síldarævintýri er brostið á í Grundarfirði og stefna síldveilðiskipin þangað eitt af öðru til að vera klár í veiðarnar um leið og vind lægir.

Kannað verði hvernig framsóknarmenn högnuðust á VÍS

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, vill að rannsókn verði gerð á því hvernig ákveðnir framsóknarmenn högnuðust óeðlilega á kaupum hlutabréfa Landsbankans í VÍS á sínum tíma.

Hörð atlaga verður gerð að launamun kynjanna

Hækkun lægstu launa og hörð atlaga að launamun kynjanna er það sem koma skal í kjarabaráttunni, segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ á ársfundi ASÍ sem hófst í morgun. Félagsmálaráðherra boðaði uppstokkun velferðarkerfisins og sagði mikilvægt að sporna gegn fátækt, leysa vanda húsnæðislausra og finna nýjar lausnir að nýju almannatryggingakerfi.

Áströlsk börn fundu lík í ferðatösku

Hópur barna sem var við leik í almenningsgarði í Ástralíu fann nakið lík barns þegar þau opnuðu ferðatösku sem flaut í tjörn í garðinum. Lögregla leitar nú á svæðinu Rosemeadow í úthverfi Sydney og ræðir við vitni í leit að vísbendingum.

Bíða þess að vatn í tengibrunni sjatni

Fjölmennir viðgerðarflokkar frá Orkuveitu Reykjavíkur bíða þess nú að heitt vatn sjatni í tengibrunni á aðalæð fyrir heitt vatn austan Reykjanesbrautar gegnt Smáralind, en þar kom í ljós bilun yfir rúmri klukkustund.

Meirihluti vill þyngri dóma

Ef marka má könnun, sem Afstaða - félag fanga, stóð fyrir á heimasíðu sinni vilja 84 prósent landsmanna að dómar á Íslandi verði þyngdir. í könnuninni var spurt um viðhorf fólks til þess hvort dómar hér á landi séu og langir eða stuttir.

Litlar líkur á að vatnsból Reykvíkinga mengist

Afar litlar líkur eru á því að vatnsból Reykjavíkur geti mengast á svipaðan hátt og gerðist í Osló að sögn Arnar Sigurðssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir mikið eftirlit vera viðhaft með neysluvatni hérlendis.

Forsetinn verðlaunaður í Alaska

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í gærkvöld við viðurkenningu fyrir forystu um samstarf og sjálfbæra þróun á Norðurslóðum. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Anchorage í Alaska að viðstöddum fjölmörgum þátttakendum á alþjóðlegri ráðstefnu um orkumál á Norðurslóðum og forystumönnum Alaskaríkis.

Ekki verið tekin afstaða til hlutafélagavæðingar LV

Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort Landsvirkjun verði gerð að hlutafélagi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins gerði málið að umtalsefni á Alþingi í dag.

Mun berjast fyrir bættum hag starfsmanna RÚV

Svanhildur Kaaber, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn Ríkisútvarpsins, segist ekki hafa bókað andstöðu á stjórnarfundi um að tvöfalda laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra þegar stofnuninni var breytt í opinbert hlutafélag. Hún segir launin há en að hún muni leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að bæta hag annarra starfsmanna RÚV.

Sjaldan hafa fleiri tekið þátt í flóttamannaverkefni

Alls hafa 58 manns eða sex til sjö fjölskyldur á hverja flóttamannafjölskyldu frá Kólumbíu boðist til að aðstoða flóttafólkið með stuðningi sínum næstu tólf mánuði. Hafa sjaldan eða aldrei svo margir tekið þátt í flóttamannaverkefni að því er segir í nýju fréttabréfi Rauða krossins.

Níu kærðir fyrir stuld á heitu vatni

Alls hafa níu kærur nú borist til lögreglunnar á Selfossi vegan stulds á heitu vatni í sumarhúsum í Grímsnesi og Bláskógabyggð. Orkuveita Reykjavíkur hefur kært átta sumarbússtaðaeigendur í Grímsnesi og einn í Bláskógabyggð.

Ófremdarástand á Hafnarfjarðarvegi

Íbúar í Hafnarfirði eru orðnir langþreyttir á umferðartöfum á Hafnarfjarðarvegi á morgnana. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand ríkja og horfir til þess með skelfingu að nú sé enn einn veturinn að bresta á án úrbóta. Engin áform eru um endurbætur á Hafnarfjarðarvegi enn sem komið er að sögn vegamálastjóra. Þó hefur verið samþykkt að veita 400 milljónum króna til framkvæmda við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar.

Bhutto grét við komuna til Pakistan

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan lenti á flugvelli í Karachi stærstu borgar Pakistan nú rétt í þessu eftir átta ára útlegð. Hundruð þúsunda hafa safnast saman á götum borgarinnar til að fagna komu hennar til landsins. Bhutto tárfelldi og sagðist vera mjög spennt, glöð og afskaplega stolt. Lýðræði yrði að vera til staðar í landinu.

Gróðurhúsalömpum stolið til kannabisræktar

Átta gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi í Hveragerði í nótt. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið á skömmum tíma sem brotist er inn í húsið í þessum tilgangi og telur lögreglan í Árnessýslu afar líklegt að að kannabisræktendur hafi verið á ferð.

Mannakjöt bragðast eins og svínakjöt - bara örlítið beiskara

Þýska mannætan, Armin Meiwes, segist hafa beðið í yfir þrjátíu ár eftir að fá að bragða á mannakjöti. Þetta kom fram í viðtali sem þýska sjónvarpsstöðin RTL tók við hann fyrir skemmstu. Meiwes segir mannakjöt bragðast eins og svínakjöt.

Starfshópur kanni allar hliðar samruna REI og GGE

Nýr meirihluti í borgarstjórn hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarráðs sem hefst klukkan 9.30 um að stofna starfshóp undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur sem fara á yfir samruna Reykjavik Eneregy Invest og Geysir Green Energy, en eins og kunnugt er varð málið fyrri meirihluta að falli.

Stal traktorum sér til gamans

Lögreglan í Sönderborg í Danmörku handtók í gær karlmann á þrítugsaldri fyrir að stela tveimur traktorum og gröfu. Svo virðist sem maðurinn hafi stolið vélunum sér til gamans.

Kínverjar sármóðgaðir út í Bandaríkjamenn

Kínverjar hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir að hafa veitt Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbet, Gullorðu Bandaríkjaþings í gær. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir orðuveitinguna hafa grafið undan samskiptum landanna.

Stefndu lífi og limum samborgara sinna í hættu

Tveir ökumenn gista nú fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa stefnt lífi og limum samborgara sinna í hættu með háska akstri undir áhrifum áfegnis og fíkniefna.

Bhutto snýr aftur til Pakistan

Um tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í borginni Karachi í Pakistan í morgun til að taka móti Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Dregur úr áfengisneyslu

Óvenju mikil söluaukning í áfengi í sumar virðist vera að ganga til baka samkævmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áfengissalan dróst saman um 26 prósent í september, frá sölunni í ágúst.

Einkarannsókn á Hafskipsmálinu

Hópur sérfræðinga vinnur nú að viðamikilli rannsókn á allri umgjörð Hafskipsmálsins svokallaða, eins umdeildasta saka og gjaldþrotamáls síðustu áratuga.

Ný skýrsla boðar miklar loftlagsbreytingar

Gert er ráð fyrir miklum breytingum á lífríki á norðurskautssvæðinu á næstu árum og áratugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um loftlagsbreytingar.

Sjá næstu 50 fréttir