Fleiri fréttir

Litháarnir grunaðir um að stela rakvélarblöðum fyrir hálfa milljón

Í gæsluvarðhaldsúrkurði yfir einum Lithánna sem handtekinn hefur verið vegna gruns um aðild að stórfelldu, skipulögðu búðarhnupli hér á landi kemur fram að Litháarnir níu sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins eru grunaðir um að stela rakvélarblöðum fyrir tæpa hálfa milljón króna.

Minn bingó vinningur....nei minn

Breskur dómari hefur stöðvað greiðslu á 120 milljóna króna bingó vinningi eftir heiftarlegar fjölskyldudeilur um hver ætti hvað.

Hjúkrunarfræðingar sendi tölvupóst til að fá 30.000 kr.

Á síðasta fundi stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var ákveðið að fara þess á leit við þá hjúkrunarfræðinga sem eru á netfangaskrá félagsins, að þeir leggðu sitt af mörkum til að knýja fram 30 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði til hjúkrunarfræðinga, líkt og dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða lögreglumönnum.

Mamma Madeleine ekki nógu móðurleg

Kate McCann telur að hún sé áreitt af fólki sem telji hana flækta í hvarf Madeleine af því að útlit hennar sé ekki nógu móðurlegt. Susan Healy, móðuramma Madeleine viðurkennir að hjónin hafi gert hræðileg mistök þegar þau skildu börnin þeirra þrjú eftir ein í íbúðinni í Praia da Luz.

Bannað að reykja utandyra

Borgarstjórnin í Oakland í Kaliforníu hefur einróma samþykkt ný lög sem banna reykingar utandyra á veitingahúsum.

Matvælaeftirlit undir eina stofnun

Til stendur að koma á fót sérstakri stofnun, Matvælaeftirlitinu, sem heyra mun undir sameinað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og tekur við verkefnum sem Landbúnaðarstofnun, Umhverfisstofnun og Fiskistofa hafa sinnt. Þetta kemur fram í stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytta verkaskiptingu ráðuneyta.

Norðmenn hafna óskum um flutning á síldarkvóta

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur hafnað ósk íslenskra stjórnvalda um að íslenskar útgerðir fái heimild til að færa hluta síldarkvóta síns í norskri lögsögu á milli ára.

Um 770 kúabú á landinu

Um 770 kúabú voru á landinu um síðustu áramót samkvæmt því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Búin eru flokkuð innan tiltekinna varnarhólfa vegna sjúkdómahættu og eru 40 slík hólf á landinu.

Angelina Pedersen

Ozzy, Scarlett, Angelina, Bono og Shakira eru flutt til Danmerkur. Og einnig John Lennon.

Embætti umboðsmanns sjúklinga ekki stofnað að svo stöddu

Ekki stendur til að svo stöddu að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. Hins vegar segist ráðherrann hafa skipað nefnd sem á að vinna að einföldun á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og byrjar sú nefnd á að skoða lyfjamál.

Vörður ítrekar stuðning við borgarstjórnarflokk

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lýsti í dag yfir fullum stuðningi við borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar eftir fund í Valhöll.

Ofurherskip til skrauts í norskum höfnum

Norska ríkisendurskoðunin segir að norski flotinn hafi ekki aðstöðu til þess að þjálfa mannskap á nýjar ofurfreigátur sem pantaðar hafa verið frá Spáni.

Fundað með Dönum þann 5. nóv. um varnarmál

Til stendur að funda með dönskum yfirvöldum þann 5. nóvember vegna þess rammasamkomulags og yfirlýsingar sem Ísland og Danmörk hafa gert vegna samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála og viðbúnaðar.

Verklagsreglur settar um þvagsýnatöku

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað nefnd til þess að búa til reglugerð um samræmdar verklagsreglur fyrir öll lögregluumdæmi um hvernig standa skuli að þvagsýnatöku þegar fólk er grunað um akstur undir áhrifum vímugjafa en neitar að veita þvagsýni. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, flokkssystur hans, á Alþingi í dag.

Einsemd og einangrun eykst

Innflytjendur hér á landi eru gjarnan illa settir félagslega. Þetta á sérstaklega við um eiginkonur farandverkamanna sem hafa enga tengingu við íslenskt samfélag. Rauði kross Íslands stendur nú fyrir átaki til að fá fólk til sjálfboðavinnu við ýmis verkefni á vegum samtakanna, meðal annars til að aðstoða þennan hóp.

Fáleikar með Danaprinsum

Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims.

Æ fleiri kveðja nagladekkin

Æ fleiri landsmenn hafna nagladekkjunum og búa sig undir vetrarfærðina með öðrum leiðum. Fagnaðarefni, segja heilbrigðisyfirvöld, enda minni hætta á svifryki.

Banna súludans en leyfa stauradans

Á síðasta fundi landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar var samþykkt að nektar-eða súludans yrði alfarið bannaður í sveitarfélaginu. Hinsvegar hefði nefndin ekkert á móti því að leyfa stauradans. Í framhaldi af þessu bárust fregnir af því að stjórn sveitarfélagsins ætli að beita sér af alefli fyrir uppsetningu á ljósastaur í sveitarfélaginu.

Handtekinn fyrir að stela blómum

Lögregla handtók í gær karlmann í Kópavogi um kvöldmatarleytið vegna gruns um þjófnað en þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem hann var handtekinn vegna slíks.

Bensínverð hækkar í kjölfar hækkunar á olíuverði

Verð á olíutunnu lækkaði örlítið í morgun eftir að hafa farið yfir 88 bandaríkjadollara vestanhafs í gær. Tunnan hefur hækkað um tæpa átta dollara á nokkrum dögum og byrjaði sú hækkun að skila sér í bensínhækkun hér á landi í morgun.

Útvarpsstjóri með þreföld laun þingmanna

Páll Magnússon útvarpsstjóri er með nærri þreföld laun þingmanna. Hann er með 1500 þúsund á mánuði, eftir því sem fram kemur í Fréttablaðinu í morgun.

Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum

Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið.

Fráleitt að kalla Herdísi heim frá Írak

Jason Jones, fulltrúi bandaríska sjónvarpsþáttarins The Daily Show, sem staddur er hér á landi sagði fráleitt af íslenskum stjórnvöldum að kalla heim Herdísi Sigurgrímsdóttur fulltrúa Íslands í Írak. Jones lét öllum illum látum á blaðamannafundi sem hann boðaði til á Hilton hótelinu fyrir stundu.

Íransforseta boðið til Rússlands

Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Ahmadinejad Íransforseta í opinbera heimsókn til Moskvu til að ræða samskipti ríkjanna og kjarnorkudeiluna við Írana. Íransforseti hefur þekkst boðið.

Tölur um skattbyrði bárust ekki OECD í tæka tíð

Engar tölur um heildarskattbyrði á Íslandi í samanburði við önnur lönd eru birtar í nýjustu skattaskýrslu OECD. Ástæðan er sú að tölurnar bárust ekki til OECD frá fjármálaráðuneytinu íslenska í tæka tíð.

Jafnt kynjahlutfall í ráðum hjá nýjum meirihluta

Jafnt kynjahlutfall er samanlagt hjá nýjum meirihluta í níu helstu ráðum borgarinnar og þá er hlutfallið 60-40 körlum í hag hjá minnihluta sjálfstæðismanna. Hins vegar er enginn karlmaður í mannréttindanefnd borgarinnar.

Frjósemi í fjósinu í Húsdýragarðinum

Ný íbúi í Húsdýragarðinum leit dagsins ljós í gær þegar kýrin Blökk bar myndarlegum nautkálfi. Hann reyndist 44 kíló við burð og braggast vel að sögn stjórnenda Húsdýragarðsins.

Leyniþjónustumaður ákærður í máli Önnu Politkovskaya

Níu hafa verið ákærði í Rússlandi fyrir morðið á blaðamanninum Önnu Politkovskaya sem var skotin til bana í október á síðasta ári. Meðal þeirra sem eru ákærðir er yfirmaður í rússnesku leyniþjónustunni.

Myrti eiginkonu sína í réttarsal

Þrír létust og tveir særðust þegar albanskur karlmaður hóf skothríð inni í réttarsal í borginni Reggio Emilia á Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem létust var kona mannsins en réttarhöld í skilnaðarmáli þeirra hjóna stóðu yfir þegar maðurinn skaut hana.

Bretar íhuga að gera tilkall til svæða við Suðurskautslandið

Bresk stjórnvöld íhuga nú að gera tilkall til yfirráðar yfir hafsvæði við Suðurskautslandið sem er um milljón ferkílómetrar að stærð. Með því vilja Bretar tryggja hagsmuni sína á svæðinu en frestur til að gera tilkalla til svæða við Suðurskautslandið rennur út í maímánuði árið 2009.

Drykkjarvatn Oslóar eitrað

Hættulegur sníkill hefur fundist í drykkjarvatni frá veitu sem sér 80 prósentum Oslóarborgar fyrir vatni.

Metupphæð greidd fyrir verk Ólafs Elíassonar

Listaverkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson seldist fyrir litlar 80 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í Lundúnum á sunnudaginn var. Það er að líkindum mesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir verk eftir Íslending að sögn Jóhanns ÁgúSts Hansens, listmunasala hjá Gallerí Fold.

Umferðaróhöpp á helstu stofnæðum

Töluverðar umferðartafir urðu í borginni í morgun vegna umferðaróhappa sem urðu á stofnbrautum sem liggja frá nágrannasveitarfélögum og úthverfum inn í Reykjavík.

Starfandi á vinnumarkaði fjölgar um átta þúsund milli ára

Starfandi fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 7.600 á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þriðja ársfjórðungi voru nærri 185 þúsund manns sem jafngildir því að atvinnuþátttaka hér á landi sé 84 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir