Fleiri fréttir

Tvær bílveltur á Ísafirði

Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði í nótt. Klukkan hálfþrjú fór fólksbíll útaf veginum í Hnífdal með þrjá farþega, allt ungmenni, innanborðs. Öll þrjú voru flutt á sjúkrahús með minniháttar meiðsli.

Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI

Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum.

Ísafjarðarbær samþykkir nýtt stjórnskipulag

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær nýtt stjórnskipulag fyrir Ísafjarðarbæ. Hinu nýja stjórnskipulagi er ætlað að bæta þjónustu og auka skilvirkni.

Dagar veiðisamfélagsins taldir?

Bakkfirðingar spyrja sig hvort dagar íslensks veiðisamfélags séu taldir. Þeim sýnist eina mótvægisaðgerð stjórnvalda verða sú að íbúarnir skiptist á um að mála rafmagnsskúr.

Borgarstjóri klagaður

Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í fréttum sínum í kvöld að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi gengið á fund formanns flokksins, Geirs H. Haarde og varaformanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til þess að greina þeim frá óánægju sinni með vinnubrögð Vilhjálms við sameiningu REI og GGE.

Eru einkarekin fangelsi hagkvæm?

Dómsmálaráðherra hyggst skoða það í fullri alvöru hvort einkarekstur sé hagkvæmur kostur til að koma nýju fangelsi á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar.

Ofvirkniaukandi E-efnablanda

Neytendasamtökin hvetja neytendur til að sneiða hjá matvælum sem innihalda blöndu af litarefnum og rotvarnarefni sem nýleg bresk rannsókn bendir til að auki ofvirkni barna.

Villi ekki rúinn trausti

Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Júlíus Vífill Ingvarsson, gagnrýnir harðlega aðdraganda samruna orkuútrásarrisanna en segir það fjarri sanni að borgarstjóri sé rúinn trausti flokkssystkina sinna. Viðskiptaráðherra segir að tryggja þurfi með lögum að einkaaðilar geti ekki eignast meirihluta í almannaveitum eða auðlindirnar sjálfar.

Þýfi Litháana átti að nota til að fjármagna fíkniefnasölu

Þýfi fimmtán Litháa, sem nú hafa verið handteknir fyrir umfangsmikinn búðaþjófnað, var að öllum líkindum gjaldmiðill í fíkniefnaviðskiptum og áttu fíkniefnin að fara á markað hér. Öryggisvörður varð fyrir líkamsárás þegar hann reyndi að stöðva tvo þeirra við iðju þeirra.

Lettarnir aldrei starfsmenn GT verktaka

Gt verktakar, sem nýverið voru kærðir fyrir að hafa ekki staðið rétt að launagreiðslum til 13 lettneskra verkamanna sem voru á þeirra vegum að vinna við aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunnar, segja að umræddir verkamenn séu ekki, og hafi aldrei verið starfsmenn fyrirtækisins.

Miklar umferðartafir á Miklubraut

Umferðarslys varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir skömmu sem hefur valdið miklum töfum við gatnamótin. Engin slys urðu á fólki en olía lak á götuna.

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fundar um helgina

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna mun hittast um helgina til að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við sameingunu REI við Geysir Green Energy. Samkvæmt heimildum Vísis eru allir borgarfulltrúar flokksins ósáttir við störf borgarstjóra innan stjórnar OR.

Sverðtígur með veikt bit

Þótt sverðtígurinn hafi óneitanlega verið vel tenntur hafa rannsóknir leitt í ljós að bit hans var veikt. Krafturinn í biti sverðtígursins var ekki nema þriðjungur þess sem ljón hefur. Notast var við nýjustu tölvuteiknitækni til að áætla kraftinn í biti sverðtígursins.

Geimkapphlaup milli þriggja Asíuþjóða

Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn.

Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið

„Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

Bætur vegna vinnuslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtækið Stjörnuna, sem rekur Subway, til þess að greiða starfsmanni fyrirtækisins rúma eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna vinnuslyss.

Peter Greenway kemur til Íslands

Leikstjórinn og listamaðurinn Peter Greenaway hlýtur heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmyndaleikstjórnar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Af tilefni verðlaunaafhendingarinnar mun Greenaway halda fyrirlestur og svara spurningum laugardaginn 6. október kl. 17:30 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis.

Hátt hlutfall kvikasilfurs í stórurriða í Þingvallavatni

Umhverfisstofnun tók nýlega þátt í norrænu verkefni þar sem mælt var magn kvikasilfurs í urriða til að kanna áhrif umhverfis á upptöku þess í fiski. Sýni voru tekin af urriða í Elliðavatni, Mývatni, Stóra-Fossvatni og Þingvallavatni. Magn kvikasilfurs var yfirleitt lágt ef undan er skilinn stórurriði í Þingvallavatni.

Tugir manna láta lífið í bátaslysi í Nígeríu

Að minnsta kosti 33 drukknuðu og átta slösuðust alvarlega þegar tveir bátar rákust saman á Dole-Kaina fljóti í norðvestur hluta Nígeríu í morgun. Annar báturinn var hlaðinn eldfimum vökvum og sprungu bátarnir í loft upp við áreksturinn.

Milljarðamæringar fá að rífa hús á Nesinu

Útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem er aðaleigandi Brims, og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, hafa báðir fengið leyfi til að rífa einbýlishús sem þeir keyptu á Setljarnarnesi og byggja risastórar glæsivillur í þeirra stað.

Samsuða á borð við REI gengur ekki upp

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ekkert hæft í því að sjálfstæðismenn í borginni hyggist í dag ákveða hvernig bregðast skuli við ákvörðun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar varðandi samruna REI og Geysir Green Energy. Fréttavefurinn dv.is greinir frá þessu í dag. „Það er bara tóm vitleysa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi. Hann er hins vegar efins um að borgin eigi að taka þátt í verfefnum á borð við REI.

Goldfinger með skemmtanaleyfi þrátt fyrir lögbrot

Lögreglan hefur ekki gripið til sérstakra aðgerða vegna súlustaðarins Goldfingers í Kópavogi þrátt fyrir að starfsmenn staðarins hafi orðið uppvísir að lögbrotum. Hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar ekki væri búið að afturkalla skemmtanaleyfi staðarins.

Björgunarskólinn þrítugur

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar var stofnaður þann 30. september árið 1977 og varð því þrítugur sl. sunnudag. Til að fagna þessum áfanga hefur formönnum eininga félagsins og öðrum velunnurum skólans verið boðið til veislu í höfðuðstöðvum félagsins í Skógarhlíð 14 í dag og hefst hún kl. 17.00.

Stálu hundruðum áfengisflaskna sem átti að farga

Þrír karlar og ein kona voru Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikinn áfengisþjófnað sem stóð á árunum 2002-2005. Tollvörður sem einnig var ákærður í málinu var hins vegar sýknaður fyrir aðild að því.

Flutningsstyrkur til að flytja frá mömmu

Ítölsk stjórnvöld bjóða nú fullvöxnum karlmönnum þar í landi flutningsstyrki til að þeir geti flutt út frá mæðrum sínum. "Mömmustrákar" eru þekkt félagslegt vandamál á Ítalíu þar sem stór hluti karlmanna eiga það til að búa í heimahúsum langt fram eftir aldri.

Tveir láta lífið í sprengjuárás á Filippseyjum

Að minnsta kosti tveir létu lífið og 26 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili á markaði í bænum Kidapawan í suðurhluta Filippseyja í morgun. Einn maður sem sást flýja frá vettvangi var handtekinn.

Íslandsmet í blóðgjöfum

Í gær, fimmtudaginn 4. október 2007, komu alls 194 blóðgjafar í Blóðbankann á Snorrabraut 60. Blóðbankabíllinn við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fékk 43 blóðgjafa í heimsókn og á starfsstöð okkar á Akureyri komu 19 blóðgjafar. Samtals eru þetta 256 blóðgjafar og í gær var því sett nýtt Íslandsmet í blóðsöfnun á einum degi.

Óttast vaxandi kynþáttafordóma

Yfirvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, óttast nú vaxandi kynþáttafordóma þar í borg. Árásum á minnihlutahópa hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.

Vill markvisst átak fyrir lesblind börn

Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði Reykjavíkurborgar, vill að að fræðsluyfirvöld í Reykjavík fari í markvisst átak til að mæta þörfum lesblindra barna í grunnskólum.

„Við hengjum ykkur bæði“

Aðalmeðferð í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsv æðinu gegn Steingrími Njálssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Steingrími er gefið að sök að hafa hótað Illuga Jökulssyni, fyrrverandi ritstjóra DV lífláti þegar hann talaði inn á talhólf í síma hans. Steingrímur neitar sök í málinu og segist ekki vera maðurinn á upptökunum. „Ég ætla að slátra ykkur,“ og „Við hengjum ykkur bæði,“ var á meðal þess sem hótað var.

Úrhelli víða við það að slá met

Úrhellisrigning suðvestanlands er víða nærri því að slá met og í Bláfjöllum jafngildir úrkoman níu sentímetra djúpu vatni yfir allt.

Vatnsendalóðir með fyrirvara að falla á tíma

Í frétt frá Kópavogsbæ um athugasemdir Skipulagsstofnunnar um úthlutanir á byggingarrétti í Vatnsendahlíð segir að eftirfarandi setning sé í öllum auglýsingum: "Byggingarétti á lóðum verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags." Jafnframt er vakin athygli á að athugasemd Skipulagsstofnunnar komi fáeinum klukkustundum áður en umsóknarfrestur um úthlutun rennur út.

Forsetakosningum ekki frestað í Pakistan

Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að forsetakosningum verði ekki frestað í landinu en þær eiga að fara fram á morgun. Óvissa er hvor er hvort að Pervez Musarraf forseti landsins sé kjörgengur í kosningunum.

Auka útgjöld vegna vettvangsferða

Auka þarf útgjöld til vettvangsferða í skólum Reykjavíkur um tugi milljóna króna svo ferðirnar leggist ekki af. Menntaráð Reykjavíkur hefur falið fræðslustjóra að gera ráð fyrir þessari aukningu í næstu fjárhagsáætlun.

Byggðakvóti félagsleg aðstoð við forríkt fólk

Kristinn Pétursson, fyrrverandi fiskverkandi á Bakkafirði, segir að byggðakvótinn þar hafi verið afhentur þeim sem áttu mikinn kvóta fyrir og þannig verið félagsleg aðstoð við forríkt fólk. Úthlutun byggðakvótans hafi splundrað samfélaginu þar í frumeindir.

Lögmæti stjórnarfundar OR orkar tvímælis

Lögmæti hins afdrifaríka stjórnarfundar í Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudaginn orkar tvímælis segir Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður. Á fundinum var samruni orkuútrásarfyrirtækjanna samþykktur. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórninni, íhugar að kæra fundinn og fá niðurstöðu hans hnekkt.

Sjá næstu 50 fréttir