Fleiri fréttir

Brjóta þjófavarnir af varningi og stela

Svo virðist sem Litháarnir, sem eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um stórfelldan þjófnað í verslunum hér á landi, brjóti í einhverjum tilvikum þjófavörn af varningi og komi honum þannig út úr verslunum.

Keflavíkurflugvöllur undir samgönguráðuneyti fyrir áramót

Varnarmál Íslands eiga heima í utanríkisráðuneytinu að mati utanríkisráðherra sem kynnti verkefni ráðuneytisins í utanríkismálanefnd í gær. Keflavíkurflugvöllur verður færður undan utanríkisráðuneytinu til samgönguráðuneytisins fyrir áramót.

Farþegar og áhöfn létust í flugslysi í Kongó

Nú er ljóst að þeir 17 manns sem voru um borð í rússnesku fragtflugvélinni sem fórst í úthverfi Kinshasha í Kongó í dag eru látnir. Vélin lenti á fjölda kofa í Kingasani hverfi nálægt Ndjili alþjóðaflugvellinum. Óttast er um líf fjölda manns á jörðu niðri. Vélin var af gerðinni Antonov í eigu kongóska flugfélagsins Africa 1.

HS að renna úr greipum Suðurnesjamanna

Hitaveita Suðurnesja er að renna okkur úr greipum, segir Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Hið sameinaða félag Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy á nú tæpan helming í Hitaveitunni og fer með forræði yfir félaginu, segir Guðbrandur.

Réðst á mann á Kaffi Viktor

Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir að ráðast á 38 ára gamlan mann í febrúar síðastliðnum á skemmtistaðnum Kaffi Viktor í Reykjavík.og brjóta á honum hendina. Árásarþolinn handleggsbrotnaði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Brim segir aðstæður á Akureyri illþolanlegar

"Aðstæðurnar sem okkur eru skapaðar á Akureyri í dag eru illþolanlegar fyrir þróttmikla starfsemi hvort sem hún tengist sjávarútvegi eða öðrum atvinnugreinum og veldur slagsíðu sem er óþörf með öllu og einungis til trafala," segir í niðurlagi yfirlýsingar sem Brim hefur sent frá sér vegna "endurtekinna hrópa" um starfsemi fyrirtækisins í bænum.

Dash vélar SAS aftur á loft

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tekið Dash 8 Q400 flugvélar í notkun á ný en félagið kyrrsetti allar vélar af þessari gerð í síðasta mánuði vegna tíðra bilana. Fyrsta flugferðin var farin í morgun frá Kaupmannahöfn til Hamborgar í Þýskalandi og gekk hún áfallalaust fyrir sig.

Bjarni verður ekki skipaður í eftirlitssveitina á Sri Lanka

Bjarni Vestmann, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu var staddur á Sri Lanka til þess að kynna sér starfssemi og vinnuaðstæður norrænu vopnaeftirlitssveitanna í landinu. Til stóð að tilnefna hann í stöðu hjá sveitunum en af því verður ekki vegna þess að hann hitti leiðtoga Tamíltígrana án heimildar frá ráðuneytinu.

Leiðtogar Kóreu semja um frið

Roh Moo-hyun forseti Suður Kóreu og Kim Yong-il leiðtogi Norður Kóreu undirrituðu í dag friðaryfirlýsingu eftir þriggja daga sögulegan fund í Pyongyang í Norður Kóreu. Þeir fóru fram á alþjóðlegar viðræður um milliríkjasamning sem koma á í stað vopnahlésins, sem batt enda á Kóreustríðið árið 1953.

Ráðherra boðar afnám stimpilgjalda

Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum verða afnumin á yfirstandandi kjörtímabili og persónuafsláttur hækkaður. Þetta kom fram í máli Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, á Alþingi í morgun. Þá verða skattar á fyrirtæki einnig lækkaðir.

Blóðbankinn þarf meira blóð

Enn er þörf á blóðgjöfum Blóðbankann meðal annars vegna aðgerða, slysa og sjúkdóma. Fram kemur í tilkynningu frá Blóðbankanum að um 200 manns hafi í gær sinnt ákalli bankans um blóðgjöf en vegna mikillar notkunar á blóðhlutum síðustu daga sé enn meiri þörf á blóði.

Vara við hryðjuverkaárásum á evrópskar borgir

Hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbúa nú hryðjuverkaárásir á evrópskar og bandarískar stórborgir samkvæmt bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Eiga árásirnar að eiga sér stað á næstu vikum.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í verslunum og fyrir að nyta matar á tveimur veitingastöðum án þess að greitt fyrir hann.

Gæsluvarðahaldsfangar verða vistaðir á lögreglustöðvum

Allir gæsluvarðhaldsklefar landsins eru uppteknir í kjölfar þess að sjö litháar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Síðar í dag kemur í ljós hvort sjö félagar þeirra til viðbótar verði einnig settir í gæsluvarðhald.

Nærri 750 þúsund farþegar á fyrstu níu mánuðum ársins

Tæplega 750 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt Hagvísum Hagstofunnar. Þetta er rúmlega níu prósentum fleiri farþegar en á sama tímabili í fyrra, en þá voru farþegarnir 686 þúsund.

Skortur á flugmönnum gæti skapað vanda í flugi

Tilfinnanlegur skortur er á flugmönnum og tæknimönnum í Asíu, Afríku, Austur-Evrópu og Rússlandi og ef ekki verður tekið á honum er ljóst að áhætta skapast í flugi. Þetta kom fram í máli Williams R. Voss, framkvæmdastjóra Flight Safety Foundation, á alþjóðlegri flugöryggisráðstefnu sem lýkur í dag.

Bush hafnar heilbrigðistryggingafrumvarpi

George Bush Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp sem myndi bæta heilbrigðistryggingar í Bandaríkjunum yrði samþykkt.

Díana gæti hafa verið með barni

Mörg viðkvæm mál úr lífi Díönu prinsessu verða afhjúpuð í réttarrannsókninni yfir andláti hennar og Dodis Al-Fayed, sem er að hefjast.

Jurtalyf geta verið skaðleg

Það eru engar sannanir fyrir því að jurtalyf geri nokkuð gagn. Þau geta verið skaðleg, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt er í dag.

Forseti Venezuela reynir að fá 45 gísla lausa

Samningafundi sem Hugo Chaves forseti Venezuela hugðist eiga með kólumbískum uppreisnarmönnum úr Farc hópnum þann áttunda október næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Litháar enn í gæsluvarðhaldi

Sjö Litháar eru enn í gæslu lögreglunnar fyrir utan þá sjö landa þeirra, sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á umsvifamiklu búðahnupli. Lögregla ákveður fyrir hádegi hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim líka. Margskonr varningur fanst í fórum mannanna og leikur grunur á að þeir hafi ætlað að flytja þýfið úr landi.-

Bjarga 3000 námumönnum

Björgunarmenn byrjuðu snemma í morgun að bjarga námumönnum sem festust í gullnámu sem er staðsett áttatíu kílómetra vestur af Jóhannesarborg.

Ísland eitt besta rafmagnsbílaland í heimi

Forstjóri eins stærsta orkufyrirtækis landsins telur að Ísland sé eitt besta rafmagnsbílaland í heimi. Olía sé þó ennþá ódýrari kostur. Við höfum sagt frá því að bíll á Akureyri, sem er einn af áttatíu og fjórum í heiminum, notast að mestu við heimilisrafmagn sem orkugjafa.

Ríkið makað krókinn

Ríkið hefur makað krókinn með skattheimtu síðustu 10 árin segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir loforð forsætisráðherra um frekari skattalækkanir verða að skila sér til allra. Starfsgreinasambandið vilji fremur sjá hækkaðar bætur.

Mútumál tengt Norsk Hydro

Stjórnendur orkufyrirtækisins Norsk Hydro eru grunaðir um að hafa borgað jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra króna í mútur vegna verkefna í Líbíu.

Reykingabann veldur ólátum

Veitingamenn í miðborginni segja illa skipulagt reykingabann helstu orsök óláta í miðborginni að undanförnu. Sala á bjór og áfengi til veitingastaða hefur dregist saman um fimmtán prósent frá því bannið tók gildi.

Hagstjórn í molum og spár út í hafsauga

Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar.

Orkurisar sameinast

Nýtt og öflugt félag í orkugeiranum varð til í dag þegar Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy voru sameinuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfesti samkomulagið nú síðdegis eftir átakafund. Fulltrúi minnihlutans gagnrýndi harðlega að þurfa að taka afstöðu til þessa stóra máls á þremur klukkustundum.

Ætti að fjölga en ekki fækka í Írak

Siv Friðleifsdóttir segir utanríkisráðherra hafa sent alröng skilaboð með heimkvaðningu friðargæsluliða í Írak og nær hefði verið að fjölga þar í liði Íslendinga. Um stefnubreytingu sé að ræða í íslenskum utanríkismálum, sem utanríkisráðherra kannast hins vegar ekki við.

200 gáfu blóð í dag

Alls svöruðu 200 manns kalli Blóðbankans í dag og gáfu blóð. Vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum var mikil þörf á blóðhlutum í bankanum og bað Blóðbankinn því í morgun blóðgjafa um að leggja sitt af mörkum.

Alþjóðlegur landgræðsluskóli á Íslandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðar­háskóla Íslands, undirrituðu í dag þriggja ára verksamning um uppbyggingu alþjóðlegs landgræðsluskóla til þjálfunar fólks frá þróunarríkjum í landgræðslu og jarðvegsvernd.

Áætlað virði sameinaðs félags 60-70 milljarðar

Áætlað virði sameinaðs félags Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy verður á bilinu 60- 70 milljarðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur í dag þar sem greint var frá sameiningu félaganna.

Sjö Litháar í gæsluvarðhald vegna þjófnaðar

Sjö af þeim fjórtán Litháum, sem handteknir hafa verið vegna umfangsmikils þjófnaðar á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir voru gripnir í gærkvöld og hafa verið yfirheyrðir vegna málsins í dag.

Svigrúm verði fyrir launahækkanir fyrir leikskólastarfsmenn

Fulltrúar minnihlutans í leikskólaráði borgarinnar beina því til borgarráðs að í launaáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir svigrúmi til að nýta ákvæði gildandi kjarasamninga við bæði leikskólakennara sem og annað starfsfólk leikskólanna.

Vilja að ráðherra víki úr þingsæti

Fjórir þingmenn hafa lagt fram frumvarp til stjórnarskipunarlaga á Alþingi þessa efnis að þingmaður sem skipaður er ráðherra skuli víkja úr þingsæti á meðan á ráðherradómi stendur. Skal varamaður taka sæti ráðherrans á Alþingi samkvæmt frumvarpinu.

Fjórar reknar úr fegurðarsamkeppni vegna nektarmynda

Hvert hneykslið á fætur öðru angrar nú aðstandendur keppninnar "Ungfrú Noregur". Alls hafa fjórar stúlkur nú verið reknar úr keppninni sökum þess að nektarmyndir hafa birst af þeim. Sú síðasta sem rekin var í þessari viku birtist á Evu-klæðunum í Vi Menn fyrr á árinu og það tvisvar sinnum með skömmu millibili.

Sjá næstu 50 fréttir