Fleiri fréttir Fjórtán Litháar í haldi vegna þjófnaða í borginni Fjórtán Litháar sem taldir eru tengjast umfangsmiklum þjófnaði úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu eru nú í haldi lögreglunnar. Sjö þeirra voru handteknir í gærkvöld og hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Hinir sjö voru handteknir í morgun og á eftir að taka ákvörðun um það hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim. 3.10.2007 15:51 Krónan er ekki böl Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðuna um krónuna á villigötum og að krónan sé ekki sérstakt böl á íslenska hagkerfinu. Þetta kom fram í máli ráðherra í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. 3.10.2007 15:40 Salmonella finnst í nagbeini Salmonella greindist í nagbeini úr svínslegg sem var til sölu í gæludýrabúðinni Tokyo í Hafnarfirði. Salmonellan kom í ljós við reglubundið eftirlit Landbúnaðarstofnunar með gæludýrafóðri. Gæludýraeigendur sem gætu hafa keypt bein úr sömu sendingu eru beðnir um að skila þeim eða farga. 3.10.2007 15:33 Gagnrýnir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta ná ekki til sjómanna og hjálpa fiskvinnslufólki og útgerðum lítið. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. Hann efast um að boðaðar aðgerðir dugi til að leysa vandann. 3.10.2007 15:15 Maður á áttræðisaldri tekinn fyrir ölvunarakstur Karlmaður á áttræðisaldri var meðal þeirra fjögurra ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði vegna gruns um ölvunarakstur í gær og nótt. 3.10.2007 15:07 Óskað eftir að selja og kaupa ýmsar eignir Stóðhestastöðin í Gunnarsholti og húsakynni Fangelsismálastofnunar og Vegagerðarinnar í Borgartúni eru meðal eigna ríkisins sem óskað er eftir heimild til að selja í nýju fjárlagafrumvarpi. Þá er óskað eftir heimild til að selja hluta af landsvæðum ríkisins við Litla-Hraun og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á fangelsinu. 3.10.2007 14:45 Þingmenn í flokki Bhutto ætla að segja af sér Þingmenn í flokki Benazir Bhuttto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ætla að segja af sér þingmennsku áður en þingmenn kjósa nýjan forseta landsins. Pervez Musharaf forseti sækist eftir endurkjöri en til þess að af því megi verða þarf hann stuðning þingsins. 3.10.2007 14:37 Varar við gengdarlausum viðskiptahalla Hagstjórnin er í molum og allar hagspár ómarktækar að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í máli hans í utandagskráumræðu um horfur í efnhagsmálum og hagstjórn á Alþingi í dag. Hann varar við gengdarlausum viðskiptahalla. Staða þjóðarbúsins aldrei verið betri segir forsætisráðherra. 3.10.2007 14:30 Björn opinn fyrir einkareknum fangelsum Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þessi orð lét ráðherrann falla í ávarpi sínu á Kvíabryggju í dag er kynnt var þar fjölgun á rýmum úr 14 og í 22. 3.10.2007 14:11 Stærri Lagarfossvirkjun vígð Nýr áfangi Lagarfossvirkjunar verður vígður á laugardaginn kemur. Hornsteinn að virkjuninni verður lagður af fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen. Nýji áfanginn stækkar Lagarfossvirkjun úr 8 MW í rúm 28 MW og orkuframleiðsla RARIK samstæðunnar tvöfaldast, að því er fram kemur í tilkynningu. 3.10.2007 14:08 Ný risaeðla með 800 tennur Vísindamenn hafa kynnt til sögunnar nýjan dínósaur, eða risaeðlu, sem fannst í Utah í Bandaríkjunum. Um er að ræða svokallaða "andarnefju" en þessi hafði um 800 tennur í kjálkunum og var grasbítur. Risaeðlunni hefur verið gefið nafnið Gryposaurus. 3.10.2007 13:46 Framsóknarmenn gagnrýna Ingibjörgu Framsóknarmenn gagnrýndu utanríkisráðherra harðlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Telja þeir að ákvörðun ráðherra um að draga starfsmann friðargæslunnar í Írak til baka sendi röng skilaboð út í alþjóðasamfélagið. Eðlileg ákvörðun segir varaformaður nefndarinnar. 3.10.2007 13:26 Guðni var skemmtilegastur Vísir fékk Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðing til að leggja mat sitt á ræður formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöld. Ræðurnar voru líflegar eins og venja er þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu. Einar Mar hafði þetta að segja um málið. 3.10.2007 13:21 Flestir landeigendur við Jöklu vilja dómsmál Meginþorri eigenda vatnsréttinda við Jökulsá á Dal eða 61 þeirra hefur ákveðið að una ekki úrskurði matsnefndar um verðmæti réttindanna vegna Kárahnjúkavirkjunnar og skjóta ágreiningnum til dómstóla. Frestur til að ákveða slíkt rann út í dag, 3. október. Það verður lögmannstofan Regula á Egilsstöðum sem annast málið fyrir landeigendur. 3.10.2007 13:14 Rifu hús án tilskilinna leyfa Deildarstjóri Mengunarvarna Reykjavíkurborgar rak upp stór augu þegar hann las á Vísi í gær að hafið væri niðurrif á húsinu á Grenimel 46. Þar á bæ kannaðist nefnilega enginn við að hafa veitt tilskilin leyfi fyrir niðurrifinu. Fulltrúar mengunarvarna og vinnueftirlitsins mættu á svæðið í morgun og þar var farið yfir málið. Komust menn þá að þeirri niðurstöðu að réttast væri að halda niðurrifinu áfram þar sem ófært væri að láta húsið standa að svo komnu máli. 3.10.2007 13:09 Undrast umfjöllun norsks fjölmiðils um rítalínnotkun hérlendis Ekkert bendir til þess að rítalín sé ofnotað hér á landi að sögn Matthíasar Halldórssonar, landlæknis. Hann segir umfjöllun norska dagblaðsins Dagsavisen þar sem rítalínnotkun hér á landi er borin saman við neyslu í fátækrahverfum Bandaríkjanna vera einkennilega. 3.10.2007 13:00 Líkt og Kínaforseti væri með innkaupalista yfir samstarfsmál Forseti Íslands segir engu líkara en Kínaforseti hafi verið með innkaupalista Íslendinga yfir samstarfsmál við Kínverja þegar forsetarnir tveir hittust á fundi í Sjanghæ í gær. Málefnin sem hafi borið á góma hafi verið margfalt fleiri nú en í heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. 3.10.2007 12:45 Smákafbátar í rannsóknum milli Íslands og Færeyja Rannsóknir með þremur fjarstýrðum smákafbátum á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja ganga vel að því er fram kemur á heimasíðu færeysku hafrannsóknastofnunarinnar. Öldungadeild bandaríska þingsins lætur sig málið varða þar sem að bandaríski sjóherinn hefur fjármagnað rannsóknirnar að hluta. 3.10.2007 12:41 Ekki hægt að líða hundaárásir Nágrannakona hundamannsins, sem átti árásarhundinn umtalaða á Akranesi, segir að hundurinn hafi ekki ógnað sér. 3.10.2007 12:34 Bætur Tryggingastofnunnar hækka um fjórðung Bætur sem Tryggingastofnun greiðir út hafa í heild aukist um rúmlega fjórðung þegar borinn er saman reikningur árisins 2006 og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins er með öðrum orðum 25,4% hærri samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en þær voru samkvæmt reikningi ársins 2006. 3.10.2007 12:31 Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur. 3.10.2007 12:19 Lækka skatta á fólk og fyrirtæki Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. 3.10.2007 12:15 Þjófagengi lék lausum hala í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti þjófagengi í borginni í gær. Sjö útlendingar voru handteknir vegna gruns um skipulagða þjófnaði úr hinum ýmsu verslunum. 3.10.2007 12:14 Samskiptaerfiðleikar ástæða þess að samningum var sagt upp Miklir samskiptaerfiðleikar urðu til þess að talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur sögðu sig af gildandi samningum við Tryggingastofnun. Það á þó ekki að koma í veg fyrir að foreldrar barna sem eru í þjálfun hjá fyrirtækinu fái styrk frá ríkinu að mati Daggar Pálsdóttur. 3.10.2007 12:06 Rætt um friðargæsluna á fundi utanríkismálanefndar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem málefni íslensku friðargsælunnar voru meðal annars til umræðu að beiðni Sivjar Friðleifsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins, í nefndinni. 3.10.2007 12:02 Umferðartafir eftir að tengivagn valt við Bifröst Umferð um Norðurárdal stöðvaðist um tíma í morgun eftir að tengivagn losnaði aftan úr flutningabíl og valt á hliðina skammt frá Bifröst. 3.10.2007 11:54 Stal baðvigt og öðrum búnaði fyrir samtals sex milljónir króna Tuttugu og fimm ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í Stima hf. í byrjun september. Hann stal baðvigt og öðru þýfi að andvirði samtals sex milljónir króna. 3.10.2007 11:52 Strokufangarnir handteknir í húsi í Vesturbænum Strokufangarnir sem struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni voru handteknir í húsi í miðborginni nú fyrir stundu. Bifreiðin sem þeir stálu í nótt er einnig komin fram. Mennirnir veittu enga mótspyrnu við handtökuna. 3.10.2007 11:20 Breytir ekki skilyrðum vegna samruna á sviði fraktflutninga Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur fyrir því að fella niður skilyrði sem sett voru fyrir samruna Icelandair, Bláfugls og Flugflutninga árið 2005. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Þá rannsakar eftirlitið hvort félögin hafi brotið gegn skilyrðium ákvörðunarinnar. 3.10.2007 11:17 Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við. Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma. 3.10.2007 10:51 Olmert og Abbas funda í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funda í Jerúsalem í dag. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða fyrirhugaða ráðstefnu ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs um málefni Palestínu sem halda á í næsta mánuði. 3.10.2007 10:38 Hörð gagnrýni á Ríkiskaup vegna sölu NATO-eigna Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur sent Ríkiskaupum bréf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á fyrrum eignum NATO í Hvalfirði. Í bréfinu koma m.a. fram alvarlegar athugsemdir við framkvæmd sölunnar þar sem þessar eignir séu ekki til í fasteignamatinu og að svæðið sé ekki til á neinu skipulagi. 3.10.2007 10:30 Nefnd geri tillögur að samstarfi við Færeyinga í heilbrigðismálum Heilbrigðisráðherrar Íslands og Færeyja, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Hans Pauli Ström, hafa skipað nefnd sem á að semja tillögur um samstarf þjóðannna í lyfja- og heilbrigðismálum. 3.10.2007 10:15 Strokufangar á Skoda Fangarnir sem struku frá Litla-Hrauni í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglu hafa borist tilkynningar um innbrot í hesthús á Eyrarbakka og eru vísbendingar um að þar hafi menn dvalið um stund. Þá segir lögregla að Í Tjarnarbyggð á milli Eyrarbakka og Selfoss hafi verið brotist inn í vinnuskúr og þaðan stolið mat en engu öðru. Lögreglan telur víst að fangarnir séu komnir á Höfuðborgarsvæðið. 3.10.2007 10:09 Deildir sameinaðar í Háskólanum á Akureyri Til stendur að sameina kennaradeild og félagsvísinda- og lögfræðideild Háskólans á Akureyri undir nafninu Hug- og félagsvísindadeild frá og með næsta hausti. 3.10.2007 10:00 Kusu leiktæki fyrir róló frekar en utanlandsferð Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að hætt verði við ferð tveggja bæjarfulltrúa til Brussel, með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 3.10.2007 09:58 Jóakim prins aftur í hnapphelduna Jóakim Danaprins hyggst ganga í það heilaga á ný og verður brúðkaup hans og hinnar frönsku Marie Cavallier í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni. 3.10.2007 09:15 Strokufangarnir ófundnir Lögreglan hefur enn ekki fundið fangana sem létu sig hverfa í lok AA fundar á Litla Hrauni, um klukkan níu í gærkvöldi. 3.10.2007 08:55 Geir Haarde syngur I Walk The Line á nýrri plötu Geir H. Haarde forsætisráðherra sýnir á sér nýja hlið nú í haust þar sem hann tekur lagið með hljómsveitinni South River Band á nýrri plötu sveitarinnar sem hlotið hefur nafnið Allar stúlkurnar. Lagið sem Geir valdi að syngja er hið þekkta I Walk The Line eftir Johnny Cash. 3.10.2007 08:32 Árangursrík barátta gegn eiturlyfjum John Walters, yfirmaður Bandaríska lyfjaeftirlitsins, segir að barátta gegn fíkniefnainnflutningi í Bandaríkjunum skili nú meiri árangri en hún hefur gert undanfarin 20 ár. 3.10.2007 08:03 Slösuðust í árekstri við rútubíl Ökumaður og farþegi í jeppa slösuðust þegar jeppinn lenti í árekstri við rútubíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla síðdegis í gær. 3.10.2007 07:20 Slasaðist í bílveltu Einn slasaðist en tveir sluppu ómeiddir þegar bíll valt út af þjóðveginum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp síðdegis í gær. 3.10.2007 07:17 Ísraelar réðust á Sýrland Ísraelar viðurkenndu í gær að bera ábyrgð á árás á herstöðvar Sýrlendinga sem gerð var þann 6. september síðastliðinn. 3.10.2007 07:15 Hillary safnaði 1700 milljónum Hillary Clinton safnaði því sem nemur tæpum 1700 milljónum íslenskra króna í kosningasjóð sinn á þriðja ársfjórðungi. 3.10.2007 07:12 Nýr stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins Lögspekingar frá tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa samið drög að nýjum stjórnarsáttmála sambandsins. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað þeirrar sem franskir og þýskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum. 3.10.2007 07:08 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórtán Litháar í haldi vegna þjófnaða í borginni Fjórtán Litháar sem taldir eru tengjast umfangsmiklum þjófnaði úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu eru nú í haldi lögreglunnar. Sjö þeirra voru handteknir í gærkvöld og hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Hinir sjö voru handteknir í morgun og á eftir að taka ákvörðun um það hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim. 3.10.2007 15:51
Krónan er ekki böl Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðuna um krónuna á villigötum og að krónan sé ekki sérstakt böl á íslenska hagkerfinu. Þetta kom fram í máli ráðherra í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. 3.10.2007 15:40
Salmonella finnst í nagbeini Salmonella greindist í nagbeini úr svínslegg sem var til sölu í gæludýrabúðinni Tokyo í Hafnarfirði. Salmonellan kom í ljós við reglubundið eftirlit Landbúnaðarstofnunar með gæludýrafóðri. Gæludýraeigendur sem gætu hafa keypt bein úr sömu sendingu eru beðnir um að skila þeim eða farga. 3.10.2007 15:33
Gagnrýnir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta ná ekki til sjómanna og hjálpa fiskvinnslufólki og útgerðum lítið. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. Hann efast um að boðaðar aðgerðir dugi til að leysa vandann. 3.10.2007 15:15
Maður á áttræðisaldri tekinn fyrir ölvunarakstur Karlmaður á áttræðisaldri var meðal þeirra fjögurra ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði vegna gruns um ölvunarakstur í gær og nótt. 3.10.2007 15:07
Óskað eftir að selja og kaupa ýmsar eignir Stóðhestastöðin í Gunnarsholti og húsakynni Fangelsismálastofnunar og Vegagerðarinnar í Borgartúni eru meðal eigna ríkisins sem óskað er eftir heimild til að selja í nýju fjárlagafrumvarpi. Þá er óskað eftir heimild til að selja hluta af landsvæðum ríkisins við Litla-Hraun og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á fangelsinu. 3.10.2007 14:45
Þingmenn í flokki Bhutto ætla að segja af sér Þingmenn í flokki Benazir Bhuttto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ætla að segja af sér þingmennsku áður en þingmenn kjósa nýjan forseta landsins. Pervez Musharaf forseti sækist eftir endurkjöri en til þess að af því megi verða þarf hann stuðning þingsins. 3.10.2007 14:37
Varar við gengdarlausum viðskiptahalla Hagstjórnin er í molum og allar hagspár ómarktækar að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í máli hans í utandagskráumræðu um horfur í efnhagsmálum og hagstjórn á Alþingi í dag. Hann varar við gengdarlausum viðskiptahalla. Staða þjóðarbúsins aldrei verið betri segir forsætisráðherra. 3.10.2007 14:30
Björn opinn fyrir einkareknum fangelsum Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þessi orð lét ráðherrann falla í ávarpi sínu á Kvíabryggju í dag er kynnt var þar fjölgun á rýmum úr 14 og í 22. 3.10.2007 14:11
Stærri Lagarfossvirkjun vígð Nýr áfangi Lagarfossvirkjunar verður vígður á laugardaginn kemur. Hornsteinn að virkjuninni verður lagður af fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen. Nýji áfanginn stækkar Lagarfossvirkjun úr 8 MW í rúm 28 MW og orkuframleiðsla RARIK samstæðunnar tvöfaldast, að því er fram kemur í tilkynningu. 3.10.2007 14:08
Ný risaeðla með 800 tennur Vísindamenn hafa kynnt til sögunnar nýjan dínósaur, eða risaeðlu, sem fannst í Utah í Bandaríkjunum. Um er að ræða svokallaða "andarnefju" en þessi hafði um 800 tennur í kjálkunum og var grasbítur. Risaeðlunni hefur verið gefið nafnið Gryposaurus. 3.10.2007 13:46
Framsóknarmenn gagnrýna Ingibjörgu Framsóknarmenn gagnrýndu utanríkisráðherra harðlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Telja þeir að ákvörðun ráðherra um að draga starfsmann friðargæslunnar í Írak til baka sendi röng skilaboð út í alþjóðasamfélagið. Eðlileg ákvörðun segir varaformaður nefndarinnar. 3.10.2007 13:26
Guðni var skemmtilegastur Vísir fékk Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðing til að leggja mat sitt á ræður formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöld. Ræðurnar voru líflegar eins og venja er þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu. Einar Mar hafði þetta að segja um málið. 3.10.2007 13:21
Flestir landeigendur við Jöklu vilja dómsmál Meginþorri eigenda vatnsréttinda við Jökulsá á Dal eða 61 þeirra hefur ákveðið að una ekki úrskurði matsnefndar um verðmæti réttindanna vegna Kárahnjúkavirkjunnar og skjóta ágreiningnum til dómstóla. Frestur til að ákveða slíkt rann út í dag, 3. október. Það verður lögmannstofan Regula á Egilsstöðum sem annast málið fyrir landeigendur. 3.10.2007 13:14
Rifu hús án tilskilinna leyfa Deildarstjóri Mengunarvarna Reykjavíkurborgar rak upp stór augu þegar hann las á Vísi í gær að hafið væri niðurrif á húsinu á Grenimel 46. Þar á bæ kannaðist nefnilega enginn við að hafa veitt tilskilin leyfi fyrir niðurrifinu. Fulltrúar mengunarvarna og vinnueftirlitsins mættu á svæðið í morgun og þar var farið yfir málið. Komust menn þá að þeirri niðurstöðu að réttast væri að halda niðurrifinu áfram þar sem ófært væri að láta húsið standa að svo komnu máli. 3.10.2007 13:09
Undrast umfjöllun norsks fjölmiðils um rítalínnotkun hérlendis Ekkert bendir til þess að rítalín sé ofnotað hér á landi að sögn Matthíasar Halldórssonar, landlæknis. Hann segir umfjöllun norska dagblaðsins Dagsavisen þar sem rítalínnotkun hér á landi er borin saman við neyslu í fátækrahverfum Bandaríkjanna vera einkennilega. 3.10.2007 13:00
Líkt og Kínaforseti væri með innkaupalista yfir samstarfsmál Forseti Íslands segir engu líkara en Kínaforseti hafi verið með innkaupalista Íslendinga yfir samstarfsmál við Kínverja þegar forsetarnir tveir hittust á fundi í Sjanghæ í gær. Málefnin sem hafi borið á góma hafi verið margfalt fleiri nú en í heimsókn til Kína fyrir tveimur árum. 3.10.2007 12:45
Smákafbátar í rannsóknum milli Íslands og Færeyja Rannsóknir með þremur fjarstýrðum smákafbátum á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja ganga vel að því er fram kemur á heimasíðu færeysku hafrannsóknastofnunarinnar. Öldungadeild bandaríska þingsins lætur sig málið varða þar sem að bandaríski sjóherinn hefur fjármagnað rannsóknirnar að hluta. 3.10.2007 12:41
Ekki hægt að líða hundaárásir Nágrannakona hundamannsins, sem átti árásarhundinn umtalaða á Akranesi, segir að hundurinn hafi ekki ógnað sér. 3.10.2007 12:34
Bætur Tryggingastofnunnar hækka um fjórðung Bætur sem Tryggingastofnun greiðir út hafa í heild aukist um rúmlega fjórðung þegar borinn er saman reikningur árisins 2006 og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins er með öðrum orðum 25,4% hærri samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en þær voru samkvæmt reikningi ársins 2006. 3.10.2007 12:31
Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur. 3.10.2007 12:19
Lækka skatta á fólk og fyrirtæki Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. 3.10.2007 12:15
Þjófagengi lék lausum hala í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti þjófagengi í borginni í gær. Sjö útlendingar voru handteknir vegna gruns um skipulagða þjófnaði úr hinum ýmsu verslunum. 3.10.2007 12:14
Samskiptaerfiðleikar ástæða þess að samningum var sagt upp Miklir samskiptaerfiðleikar urðu til þess að talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur sögðu sig af gildandi samningum við Tryggingastofnun. Það á þó ekki að koma í veg fyrir að foreldrar barna sem eru í þjálfun hjá fyrirtækinu fái styrk frá ríkinu að mati Daggar Pálsdóttur. 3.10.2007 12:06
Rætt um friðargæsluna á fundi utanríkismálanefndar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem málefni íslensku friðargsælunnar voru meðal annars til umræðu að beiðni Sivjar Friðleifsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins, í nefndinni. 3.10.2007 12:02
Umferðartafir eftir að tengivagn valt við Bifröst Umferð um Norðurárdal stöðvaðist um tíma í morgun eftir að tengivagn losnaði aftan úr flutningabíl og valt á hliðina skammt frá Bifröst. 3.10.2007 11:54
Stal baðvigt og öðrum búnaði fyrir samtals sex milljónir króna Tuttugu og fimm ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í Stima hf. í byrjun september. Hann stal baðvigt og öðru þýfi að andvirði samtals sex milljónir króna. 3.10.2007 11:52
Strokufangarnir handteknir í húsi í Vesturbænum Strokufangarnir sem struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni voru handteknir í húsi í miðborginni nú fyrir stundu. Bifreiðin sem þeir stálu í nótt er einnig komin fram. Mennirnir veittu enga mótspyrnu við handtökuna. 3.10.2007 11:20
Breytir ekki skilyrðum vegna samruna á sviði fraktflutninga Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur fyrir því að fella niður skilyrði sem sett voru fyrir samruna Icelandair, Bláfugls og Flugflutninga árið 2005. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Þá rannsakar eftirlitið hvort félögin hafi brotið gegn skilyrðium ákvörðunarinnar. 3.10.2007 11:17
Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við. Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma. 3.10.2007 10:51
Olmert og Abbas funda í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funda í Jerúsalem í dag. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða fyrirhugaða ráðstefnu ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs um málefni Palestínu sem halda á í næsta mánuði. 3.10.2007 10:38
Hörð gagnrýni á Ríkiskaup vegna sölu NATO-eigna Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur sent Ríkiskaupum bréf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á fyrrum eignum NATO í Hvalfirði. Í bréfinu koma m.a. fram alvarlegar athugsemdir við framkvæmd sölunnar þar sem þessar eignir séu ekki til í fasteignamatinu og að svæðið sé ekki til á neinu skipulagi. 3.10.2007 10:30
Nefnd geri tillögur að samstarfi við Færeyinga í heilbrigðismálum Heilbrigðisráðherrar Íslands og Færeyja, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Hans Pauli Ström, hafa skipað nefnd sem á að semja tillögur um samstarf þjóðannna í lyfja- og heilbrigðismálum. 3.10.2007 10:15
Strokufangar á Skoda Fangarnir sem struku frá Litla-Hrauni í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglu hafa borist tilkynningar um innbrot í hesthús á Eyrarbakka og eru vísbendingar um að þar hafi menn dvalið um stund. Þá segir lögregla að Í Tjarnarbyggð á milli Eyrarbakka og Selfoss hafi verið brotist inn í vinnuskúr og þaðan stolið mat en engu öðru. Lögreglan telur víst að fangarnir séu komnir á Höfuðborgarsvæðið. 3.10.2007 10:09
Deildir sameinaðar í Háskólanum á Akureyri Til stendur að sameina kennaradeild og félagsvísinda- og lögfræðideild Háskólans á Akureyri undir nafninu Hug- og félagsvísindadeild frá og með næsta hausti. 3.10.2007 10:00
Kusu leiktæki fyrir róló frekar en utanlandsferð Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að hætt verði við ferð tveggja bæjarfulltrúa til Brussel, með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 3.10.2007 09:58
Jóakim prins aftur í hnapphelduna Jóakim Danaprins hyggst ganga í það heilaga á ný og verður brúðkaup hans og hinnar frönsku Marie Cavallier í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni. 3.10.2007 09:15
Strokufangarnir ófundnir Lögreglan hefur enn ekki fundið fangana sem létu sig hverfa í lok AA fundar á Litla Hrauni, um klukkan níu í gærkvöldi. 3.10.2007 08:55
Geir Haarde syngur I Walk The Line á nýrri plötu Geir H. Haarde forsætisráðherra sýnir á sér nýja hlið nú í haust þar sem hann tekur lagið með hljómsveitinni South River Band á nýrri plötu sveitarinnar sem hlotið hefur nafnið Allar stúlkurnar. Lagið sem Geir valdi að syngja er hið þekkta I Walk The Line eftir Johnny Cash. 3.10.2007 08:32
Árangursrík barátta gegn eiturlyfjum John Walters, yfirmaður Bandaríska lyfjaeftirlitsins, segir að barátta gegn fíkniefnainnflutningi í Bandaríkjunum skili nú meiri árangri en hún hefur gert undanfarin 20 ár. 3.10.2007 08:03
Slösuðust í árekstri við rútubíl Ökumaður og farþegi í jeppa slösuðust þegar jeppinn lenti í árekstri við rútubíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla síðdegis í gær. 3.10.2007 07:20
Slasaðist í bílveltu Einn slasaðist en tveir sluppu ómeiddir þegar bíll valt út af þjóðveginum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp síðdegis í gær. 3.10.2007 07:17
Ísraelar réðust á Sýrland Ísraelar viðurkenndu í gær að bera ábyrgð á árás á herstöðvar Sýrlendinga sem gerð var þann 6. september síðastliðinn. 3.10.2007 07:15
Hillary safnaði 1700 milljónum Hillary Clinton safnaði því sem nemur tæpum 1700 milljónum íslenskra króna í kosningasjóð sinn á þriðja ársfjórðungi. 3.10.2007 07:12
Nýr stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins Lögspekingar frá tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa samið drög að nýjum stjórnarsáttmála sambandsins. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað þeirrar sem franskir og þýskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum. 3.10.2007 07:08