Fleiri fréttir Árekstur við Kaplakrika í dag Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut við Kaplakrika rétt fyrir tvö í dag. Slökkvilið þurfti að beita klippum til þess að ná hinum slösuðu úr bílum sínum. 26.9.2007 19:25 Samkomulag um Hatton Rockall nauðsynlegt Ómögulegt verður að nýta mögulegar auðlindir á Hatton Rockall svæðinu nema samkomulag takist milli ríkjanna fögurra sem gera tilkall til þess. Þetta segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu sem fer fyrir íslensku samninganefndinni. 26.9.2007 19:21 Heimilin flýja háa innlenda vexti og taka erlend lán Íslensk heimili flýja háa innlenda vexti og hafa erlend lán þeirra tvöfaldast á einu ári. Um leið dregur úr áhrifavaldi Seðlabankans til að hemja eyðslugleði landans. 26.9.2007 19:00 Kortleggja ferðir skútunnar Bjarni Hrafnkelsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skútusmyglsins er talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis. Lögreglumenn sem nú eru staddir í Færeyjum í tenglsum við málið munu síðar halda til Danmerkur og þaðan þræða þá leið sem skútan fór áður en hún hélt til Íslands. 26.9.2007 19:00 Fyrsta olíuhreinsistöðin á Íslandi sett upp í Bolungarvík Bolvíkingar ætla að setja upp fyrstu olíuhreinsistöðina á Íslandi í miðjum kaupstaðnum en rannsóknir standa nú yfir á hagkvæmni olíuvinnslu í Bolungarvík. Ekki er um að ræða hefðbundna olíuhreinsistöð heldur á að vinna eldsneyti úr fiskúrgangi. 26.9.2007 18:45 Einhver mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum í uppsiglingu Einhver mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum er í uppsiglingu. Þetta er mat Skógræktar ríkisins á byggingaráformum Reykjavíkurborgar í útjöðrum borgarlandsins. 26.9.2007 18:45 Pólitískar ástæður að baki hótun Útlendingastofnunar Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna og lögmaður segist ekki sjá annað en að pólitískar ástæður liggi að baki hótun Útlendingastofnunar um brottvísun breskrar stúlku úr landi en hún hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. 26.9.2007 18:30 Ólafur Ragnar flutti vitnisburð í Öldungadeildinni Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun í boði orkunefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings ítarlegan vitnisburð um nýtingu jarðhita, reynslu Íslendinga og tækifæri á þessu sviði í framtíðarorkubúskap Bandaríkjanna. 26.9.2007 17:29 Torfærukapparnir reyndust allir edrú Hin árlega torfærukeppni var haldin á Hellu um helgina og tókst hún vel að sögn mótshaldara. Á sunnudagsmorgun voru allir keppendur látnir blása í öndunarmæli hjá lögreglunni og reyndust þeir allir vera í góðu lagi. Þetta samstarf lögreglunnar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu hefur varað í nokkur ár og mun vara áfram. 26.9.2007 17:18 Norðmenn veita 60 milljarða í þróunaraðstoð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lofaði í dag einum milljarði dollara, jafnvirði um 60 milljarða króna, í stuðning til mæðra og barna í þróunarlöndunum á næsta áratug. 26.9.2007 17:00 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26.9.2007 16:47 Jarðskjálfti upp á 6,5 skók Súmötru Sterkur jarðskjálfti um 6.5 á Richter varð við strendur indónesísku eyjunnar Sumötru í dag. Veðurstofa Indónesíu greindi fré þessu. Upptök skjálftans voru á 70 kílómetra dýpi um 149 kílómetra suðvestur af Painan á Vestur-Súmötru. 26.9.2007 16:20 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26.9.2007 16:14 Réttlætinu verður aldrei fullnægt Faðir einnar stúlkunnar sem lenti í klóm Róberts Árna Hreiðarssonar segir það mikinn létti að dómur hafi verið kveðinn upp í máli Róberts gegn dóttur hans og þremur öðrum stúlkum. Hann segir þó að dómurinn eða miskabætur geti aldrei bætt upp fyrir þau ör sem dóttir hans mun bera á sálinni til æviloka. 26.9.2007 15:50 Miðlægt umferðarljósastýrikerfi tekið í notkun Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun miðlægt stýrikerfi fyrir fjölförnustu gatnamótin í borginni. Nýja kerfið aðlagar umferðarljósin að umferðinni á hverjum tíma, lengir tíma ljósa þegar álagið er mest og lágmarkar biðtíma vegfarenda í gatnaerfinu. 26.9.2007 15:35 Héraðsdómarar gengu of langt Einar Gauti Steingrímsson, verjandi Róberts Árna Hreiðarssonar sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, var harðorður í garð dómara Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að dómur féll í dag. 26.9.2007 15:26 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26.9.2007 15:23 70% framkvæmda ríkisins fara yfir áætlun Af 70 opinberum framkvæmdum á vegum ríkisins síðustu ár hafa 70 prósent þeirra farið fram úr fjárhagsáætlunum. Einungis fimm prósent haldast á áætlun, en heildarkostnaður 25 prósent verkefna er undir áætlun. Orsakanna er yfirleitt að leita í undirbúningi verkefnanna, en þar gæti jafnan óraunsærrar bjartsýni. 26.9.2007 15:16 Myndin er ekki af Maddý Ljósmyndin sem farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina er ekki af Madeleine McCann eins og sumir hafa haldið fram. Fréttastofa Sky sjónvarpsstöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að stúlkan á myndinni sé frá Marokkó. 26.9.2007 14:58 Sátu föst í jeppa við Upptyppinga í þrjá daga Lögreglan á Húsavík fann í dag tékkneskt par nærri Upptyppingum en farið var að svipast um í fyrradag eftir að það skilaði sér ekki til vinnu. 26.9.2007 14:56 SOS þorpin í suðurhluta Gana hafa sloppið við flóð Börn í Gana sem búa í SOS barnaþorpum þar í landi og eiga íslenska styrktarforeldra eru óhult þrátt fyrir geysileg flóð í landinu. Flóðin í Afríku hafa haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og er Gana á meðal þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti. 26.9.2007 14:27 Yfir 1200 útlendingar nema íslensku Ætla má að um 1200 útlendingar hið minnsta leggi nú stund á íslenskunám reglulega, annaðhvort í skólum hér á landi eða á Netinu. 26.9.2007 14:13 Ingibjörg fundar með starfssystkinum á allsherjarþingi SÞ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti gær sex tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum annarra landa auk óformlegra funda með ýmsu forystufólki sem sækir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem sett var í gær. 26.9.2007 13:59 Rafmagnlaust í Hálsahverfi í Árbæ Rafmangslaust er í Hálsahverfi í Árbæ vegna rekstrartruflunar eins og Orkuveita Reykjavíkur orðar það. Verið er að vinna að því að koma rafmagni á að nýju sem verður vonandi fljótlega. 26.9.2007 13:53 Enn ekki yfirheyrt meintan höfuðpaur Lögreglan hefur enn ekki hafið yfirheyrslur á Bjarna Hrafnkelssyni, sem grunaður er um að vera annar af höfuðpaurunum í Fáskrúðsfjarðarmálinu. 26.9.2007 13:38 Fá 30 þúsund aukalega á mánuði vegna álags Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða öllum starfandi lögreglumönnum sérstakt tímabundið álag upp á 30 þúsund krónur á mánuði samkvæmt samkomulagi sem Landssamband lögreglumanna hefur gert við stjórnvöld. Þetta kemur fram á vef landssambandsins. 26.9.2007 13:22 118 sektaðir fyrir hraðakstur í Hafnarfirði 118 ökumenn eiga von á sektum vegna hraðaksturs en brot þeirra voru mynduð í Hafnarfirði í gær. 26.9.2007 13:15 Vilja fá að skjóta ref á Ströndum Skotveiðifélag Íslands ætlar að beita sér fyrir því með heimamönnum að friðun á ref á Ströndum verði aflétt. Hún sé vanhugsuð náttúruvernd. 26.9.2007 13:00 Ráðist inn í sorg sjötugrar ekkju Ekkja sem missti mann sinn fyrir þremur mánuðum fékk í vikunni senda könnun þar sem hún er meðal annars beðin um að svara spurningum um kynlíf sitt og áfengis- og lyfjanotkun eftir missinn. Ekkjan, sem er á sjötugsaldri, er enn í sárum eftir fráfall manns síns og segir dóttir hennar að könnunin beri vitni um fullkomið dómgreindarleysi af hálfu þeirra sem að henni standa. Könnunin er liður í lokaverkefni sálfræðinema en ábyrgðarmaður er sálfræðingur á öldrunarsviði Landspítalans. 26.9.2007 12:52 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26.9.2007 12:45 Var vanhæfur til að fjalla um ráðningu aðstoðarskólastjóra Fulltrúi Samfylkingar í skólanefnd Kópavogs var vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu á ráðningu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla. Að þessu kemst bæjarlögmaður Kópavogs sem kynnti niðurstöður sínar á bæjarstjórnarfundi í gær. 26.9.2007 12:30 Mál Vilhelms Þorsteinssonar fyrir rétt í Noregi Norska strandgæslan sleppti fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA úr haldi í Norður-Noregi í gærkvöldi gegn tryggingu. Útgerðin hafnaði dómssátt og fer málið fyrir rétt í Noregi. 26.9.2007 12:25 Ræðir við öldungadeild Bandaríkjaþings um orkumál Forseti Íslands kemur í dag á fund fastanefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings til að ræða hvernig nýta megi jarðvarma og miðla reynslu Íslendinga. Ætla má að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur forseti kemur fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum eða annars staðar. 26.9.2007 12:16 Ekki samstíga um hvort taka eigi upp flatan skatt Formaður Samfylkingarinnar og viðskiptaráðherra eru ekki samstíga í því hvort taka beri upp flatan skatt. Viðskiptaráðherra vill slíkan skatt og sér fylgismenn í Sjálfstæðisflokknum og hjá Viðskiptaráði. 26.9.2007 12:04 Ekki ekið á manninn í Hraunbergi Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í svokölluðu Hraunbergsmáli hefur leitt í ljós að ekki var ekið á manninn í umræddu máli. Grunur beindist strax að ákveðnum bíl og var ökumaðurinn yfirheyrður. Við rannsókn málsins kom ekkert það fram sem bendir til að hann hafi átt hlut að máli. Sama á við um farþega sem voru í bílnum en umrætt ökutæki var rannsakað ítarlega. Það er jafnframt álit sérfróðra aðila að áverkar á hinum slasaða séu ekki tilkomnir vegna umferðarslyss. Málavextir voru á þá leið að lögreglan var kölluð að Hraunbergi í Breiðholti föstudagskvöldið 4. ágúst sl. Þar lá karl á sjötugsaldri illa á sig kominn en grunur lék á að ekið hefði verið á hann. 26.9.2007 11:41 Vara við ferðum á Snæfellsnesi Lögreglan hafði rétt í þessu samband við Vísi til þess að vara fólk við að vera að óþörfu á ferðinni á norðanverðu Snæfellsnesi í dag vegna hvassviðris. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 tekur undir þessu varnaðarorð. "Já það má búast við vindhraða á bilinu 20-30 m/s á norðanverðu nesinu í dag og að hviður geti slegið í um eða yfir 40 m/s," segir Sigurður" 26.9.2007 11:18 Einn lést í skotárás hersins í Burma Einn lést og fimm slösuðust þegar herinn í Myanmar skaut byssuskotum að stórum hópi mótmælenda í Yangon í dag. Vitni segja blóðugan líkama munks hafa verið borinn í burtu en ekki er ljóst hvort hann var lífs eða liðinn. Búddamunkar hafa leitt mótmælin í Myanmar sem hófust fyrir mánuði síðan þegar olíuverð hækkaði skyndilega. Þau hafa breiðst út og eru orðin mestu mótmli í landinu í 20 ár. 26.9.2007 11:13 Þjónusta skert á fjórum leikskólum Þjónusta hefur verið skert á fjórum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu vegna manneklu. Í morgun fengu foreldrar barna í Brekkuborg bréf þar sem þeim er tilkynnt að þau þurfi að hafa börnin sín heima í tvo daga í byrjun október. Leikstjóraskóli vonar að um tímabundið ástand sé að ræða. 26.9.2007 10:57 Fjáröflun Guilianis sögð ógeðsleg Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, sem sækist eftir forsetaembætti Bandaríkjanna hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að misnota ímynd hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana til fjáröflunar. Stuðningsmaður hans býður almenningi að styðja Giuliani fyrir 9,11 dollara á mann. 26.9.2007 10:41 Konur afklæðast í kosningabaráttu Konur í nýjum stjórnmálaflokki í Póllandi komu fram naktar í umdeildri auglýsingaherferð fyrir þingkosningar í landinu 21. október. Sjö konur skýla sér á bakvið auglýsingaskilti sem á stendur; „Stjórnmálaflokkur kvenna, Pólland er kona.“ Herferðin hefur vakið mikla athygli í landinu sem er að miklum meirihluta kaþólskt og stjórnað af Kaczynski tvíburunum sem eru afar íhaldssamir. 26.9.2007 10:01 Fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Suðurnesjum Einn var fluttur á sjúkrahús í Reykjanesbæ eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Sandgerðisvegar og Miðnesheiðarvegar um klukkan hálftíu í gærkvöld. 26.9.2007 09:31 Tvö hundruð handteknir í Búrma Að minnsta kosti tvö hundruð búddamunkar voru handteknir í Rangún, höfuðborg Búrma, í morgun. Hermenn beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum sem höfðu safnast saman í miðborginni og þá skutu þeir einnig viðvörunarskotum yfir höfði mótmælenda. 26.9.2007 08:47 Hætta við að leyfa hjónaband samkynhneigðra Yfirmenn ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum féllu í gær frá þeirri hugmynd að leyfa vígslu samkynhneigðra presta. Fjölmargir meðlimir kirkjunnar höfðu sett sig á móti hugmyndinni og var óttast að kirkjan kynni að klofna í kjölfarið. 26.9.2007 08:05 Sænskur ríkisborgari ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi Sænskur ríkisborgari af líbönskum ættum var í gær framseldur frá Tékklandi til Bandaríkjanna þar sem hann ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi. 26.9.2007 08:01 Handtökur og átök í Búrma Lögreglan í Búrma beitti í morgun kylfum til að leysa upp mótmæli þar í landi. Tveir leiðtogar andófsmanna voru handteknir í morgun. 26.9.2007 07:21 Sjá næstu 50 fréttir
Árekstur við Kaplakrika í dag Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut við Kaplakrika rétt fyrir tvö í dag. Slökkvilið þurfti að beita klippum til þess að ná hinum slösuðu úr bílum sínum. 26.9.2007 19:25
Samkomulag um Hatton Rockall nauðsynlegt Ómögulegt verður að nýta mögulegar auðlindir á Hatton Rockall svæðinu nema samkomulag takist milli ríkjanna fögurra sem gera tilkall til þess. Þetta segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu sem fer fyrir íslensku samninganefndinni. 26.9.2007 19:21
Heimilin flýja háa innlenda vexti og taka erlend lán Íslensk heimili flýja háa innlenda vexti og hafa erlend lán þeirra tvöfaldast á einu ári. Um leið dregur úr áhrifavaldi Seðlabankans til að hemja eyðslugleði landans. 26.9.2007 19:00
Kortleggja ferðir skútunnar Bjarni Hrafnkelsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skútusmyglsins er talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis. Lögreglumenn sem nú eru staddir í Færeyjum í tenglsum við málið munu síðar halda til Danmerkur og þaðan þræða þá leið sem skútan fór áður en hún hélt til Íslands. 26.9.2007 19:00
Fyrsta olíuhreinsistöðin á Íslandi sett upp í Bolungarvík Bolvíkingar ætla að setja upp fyrstu olíuhreinsistöðina á Íslandi í miðjum kaupstaðnum en rannsóknir standa nú yfir á hagkvæmni olíuvinnslu í Bolungarvík. Ekki er um að ræða hefðbundna olíuhreinsistöð heldur á að vinna eldsneyti úr fiskúrgangi. 26.9.2007 18:45
Einhver mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum í uppsiglingu Einhver mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum er í uppsiglingu. Þetta er mat Skógræktar ríkisins á byggingaráformum Reykjavíkurborgar í útjöðrum borgarlandsins. 26.9.2007 18:45
Pólitískar ástæður að baki hótun Útlendingastofnunar Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna og lögmaður segist ekki sjá annað en að pólitískar ástæður liggi að baki hótun Útlendingastofnunar um brottvísun breskrar stúlku úr landi en hún hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. 26.9.2007 18:30
Ólafur Ragnar flutti vitnisburð í Öldungadeildinni Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun í boði orkunefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings ítarlegan vitnisburð um nýtingu jarðhita, reynslu Íslendinga og tækifæri á þessu sviði í framtíðarorkubúskap Bandaríkjanna. 26.9.2007 17:29
Torfærukapparnir reyndust allir edrú Hin árlega torfærukeppni var haldin á Hellu um helgina og tókst hún vel að sögn mótshaldara. Á sunnudagsmorgun voru allir keppendur látnir blása í öndunarmæli hjá lögreglunni og reyndust þeir allir vera í góðu lagi. Þetta samstarf lögreglunnar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu hefur varað í nokkur ár og mun vara áfram. 26.9.2007 17:18
Norðmenn veita 60 milljarða í þróunaraðstoð Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lofaði í dag einum milljarði dollara, jafnvirði um 60 milljarða króna, í stuðning til mæðra og barna í þróunarlöndunum á næsta áratug. 26.9.2007 17:00
Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26.9.2007 16:47
Jarðskjálfti upp á 6,5 skók Súmötru Sterkur jarðskjálfti um 6.5 á Richter varð við strendur indónesísku eyjunnar Sumötru í dag. Veðurstofa Indónesíu greindi fré þessu. Upptök skjálftans voru á 70 kílómetra dýpi um 149 kílómetra suðvestur af Painan á Vestur-Súmötru. 26.9.2007 16:20
Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26.9.2007 16:14
Réttlætinu verður aldrei fullnægt Faðir einnar stúlkunnar sem lenti í klóm Róberts Árna Hreiðarssonar segir það mikinn létti að dómur hafi verið kveðinn upp í máli Róberts gegn dóttur hans og þremur öðrum stúlkum. Hann segir þó að dómurinn eða miskabætur geti aldrei bætt upp fyrir þau ör sem dóttir hans mun bera á sálinni til æviloka. 26.9.2007 15:50
Miðlægt umferðarljósastýrikerfi tekið í notkun Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun miðlægt stýrikerfi fyrir fjölförnustu gatnamótin í borginni. Nýja kerfið aðlagar umferðarljósin að umferðinni á hverjum tíma, lengir tíma ljósa þegar álagið er mest og lágmarkar biðtíma vegfarenda í gatnaerfinu. 26.9.2007 15:35
Héraðsdómarar gengu of langt Einar Gauti Steingrímsson, verjandi Róberts Árna Hreiðarssonar sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, var harðorður í garð dómara Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að dómur féll í dag. 26.9.2007 15:26
Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26.9.2007 15:23
70% framkvæmda ríkisins fara yfir áætlun Af 70 opinberum framkvæmdum á vegum ríkisins síðustu ár hafa 70 prósent þeirra farið fram úr fjárhagsáætlunum. Einungis fimm prósent haldast á áætlun, en heildarkostnaður 25 prósent verkefna er undir áætlun. Orsakanna er yfirleitt að leita í undirbúningi verkefnanna, en þar gæti jafnan óraunsærrar bjartsýni. 26.9.2007 15:16
Myndin er ekki af Maddý Ljósmyndin sem farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina er ekki af Madeleine McCann eins og sumir hafa haldið fram. Fréttastofa Sky sjónvarpsstöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að stúlkan á myndinni sé frá Marokkó. 26.9.2007 14:58
Sátu föst í jeppa við Upptyppinga í þrjá daga Lögreglan á Húsavík fann í dag tékkneskt par nærri Upptyppingum en farið var að svipast um í fyrradag eftir að það skilaði sér ekki til vinnu. 26.9.2007 14:56
SOS þorpin í suðurhluta Gana hafa sloppið við flóð Börn í Gana sem búa í SOS barnaþorpum þar í landi og eiga íslenska styrktarforeldra eru óhult þrátt fyrir geysileg flóð í landinu. Flóðin í Afríku hafa haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og er Gana á meðal þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti. 26.9.2007 14:27
Yfir 1200 útlendingar nema íslensku Ætla má að um 1200 útlendingar hið minnsta leggi nú stund á íslenskunám reglulega, annaðhvort í skólum hér á landi eða á Netinu. 26.9.2007 14:13
Ingibjörg fundar með starfssystkinum á allsherjarþingi SÞ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti gær sex tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum annarra landa auk óformlegra funda með ýmsu forystufólki sem sækir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem sett var í gær. 26.9.2007 13:59
Rafmagnlaust í Hálsahverfi í Árbæ Rafmangslaust er í Hálsahverfi í Árbæ vegna rekstrartruflunar eins og Orkuveita Reykjavíkur orðar það. Verið er að vinna að því að koma rafmagni á að nýju sem verður vonandi fljótlega. 26.9.2007 13:53
Enn ekki yfirheyrt meintan höfuðpaur Lögreglan hefur enn ekki hafið yfirheyrslur á Bjarna Hrafnkelssyni, sem grunaður er um að vera annar af höfuðpaurunum í Fáskrúðsfjarðarmálinu. 26.9.2007 13:38
Fá 30 þúsund aukalega á mánuði vegna álags Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða öllum starfandi lögreglumönnum sérstakt tímabundið álag upp á 30 þúsund krónur á mánuði samkvæmt samkomulagi sem Landssamband lögreglumanna hefur gert við stjórnvöld. Þetta kemur fram á vef landssambandsins. 26.9.2007 13:22
118 sektaðir fyrir hraðakstur í Hafnarfirði 118 ökumenn eiga von á sektum vegna hraðaksturs en brot þeirra voru mynduð í Hafnarfirði í gær. 26.9.2007 13:15
Vilja fá að skjóta ref á Ströndum Skotveiðifélag Íslands ætlar að beita sér fyrir því með heimamönnum að friðun á ref á Ströndum verði aflétt. Hún sé vanhugsuð náttúruvernd. 26.9.2007 13:00
Ráðist inn í sorg sjötugrar ekkju Ekkja sem missti mann sinn fyrir þremur mánuðum fékk í vikunni senda könnun þar sem hún er meðal annars beðin um að svara spurningum um kynlíf sitt og áfengis- og lyfjanotkun eftir missinn. Ekkjan, sem er á sjötugsaldri, er enn í sárum eftir fráfall manns síns og segir dóttir hennar að könnunin beri vitni um fullkomið dómgreindarleysi af hálfu þeirra sem að henni standa. Könnunin er liður í lokaverkefni sálfræðinema en ábyrgðarmaður er sálfræðingur á öldrunarsviði Landspítalans. 26.9.2007 12:52
Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26.9.2007 12:45
Var vanhæfur til að fjalla um ráðningu aðstoðarskólastjóra Fulltrúi Samfylkingar í skólanefnd Kópavogs var vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu á ráðningu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla. Að þessu kemst bæjarlögmaður Kópavogs sem kynnti niðurstöður sínar á bæjarstjórnarfundi í gær. 26.9.2007 12:30
Mál Vilhelms Þorsteinssonar fyrir rétt í Noregi Norska strandgæslan sleppti fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA úr haldi í Norður-Noregi í gærkvöldi gegn tryggingu. Útgerðin hafnaði dómssátt og fer málið fyrir rétt í Noregi. 26.9.2007 12:25
Ræðir við öldungadeild Bandaríkjaþings um orkumál Forseti Íslands kemur í dag á fund fastanefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings til að ræða hvernig nýta megi jarðvarma og miðla reynslu Íslendinga. Ætla má að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur forseti kemur fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum eða annars staðar. 26.9.2007 12:16
Ekki samstíga um hvort taka eigi upp flatan skatt Formaður Samfylkingarinnar og viðskiptaráðherra eru ekki samstíga í því hvort taka beri upp flatan skatt. Viðskiptaráðherra vill slíkan skatt og sér fylgismenn í Sjálfstæðisflokknum og hjá Viðskiptaráði. 26.9.2007 12:04
Ekki ekið á manninn í Hraunbergi Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í svokölluðu Hraunbergsmáli hefur leitt í ljós að ekki var ekið á manninn í umræddu máli. Grunur beindist strax að ákveðnum bíl og var ökumaðurinn yfirheyrður. Við rannsókn málsins kom ekkert það fram sem bendir til að hann hafi átt hlut að máli. Sama á við um farþega sem voru í bílnum en umrætt ökutæki var rannsakað ítarlega. Það er jafnframt álit sérfróðra aðila að áverkar á hinum slasaða séu ekki tilkomnir vegna umferðarslyss. Málavextir voru á þá leið að lögreglan var kölluð að Hraunbergi í Breiðholti föstudagskvöldið 4. ágúst sl. Þar lá karl á sjötugsaldri illa á sig kominn en grunur lék á að ekið hefði verið á hann. 26.9.2007 11:41
Vara við ferðum á Snæfellsnesi Lögreglan hafði rétt í þessu samband við Vísi til þess að vara fólk við að vera að óþörfu á ferðinni á norðanverðu Snæfellsnesi í dag vegna hvassviðris. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 tekur undir þessu varnaðarorð. "Já það má búast við vindhraða á bilinu 20-30 m/s á norðanverðu nesinu í dag og að hviður geti slegið í um eða yfir 40 m/s," segir Sigurður" 26.9.2007 11:18
Einn lést í skotárás hersins í Burma Einn lést og fimm slösuðust þegar herinn í Myanmar skaut byssuskotum að stórum hópi mótmælenda í Yangon í dag. Vitni segja blóðugan líkama munks hafa verið borinn í burtu en ekki er ljóst hvort hann var lífs eða liðinn. Búddamunkar hafa leitt mótmælin í Myanmar sem hófust fyrir mánuði síðan þegar olíuverð hækkaði skyndilega. Þau hafa breiðst út og eru orðin mestu mótmli í landinu í 20 ár. 26.9.2007 11:13
Þjónusta skert á fjórum leikskólum Þjónusta hefur verið skert á fjórum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu vegna manneklu. Í morgun fengu foreldrar barna í Brekkuborg bréf þar sem þeim er tilkynnt að þau þurfi að hafa börnin sín heima í tvo daga í byrjun október. Leikstjóraskóli vonar að um tímabundið ástand sé að ræða. 26.9.2007 10:57
Fjáröflun Guilianis sögð ógeðsleg Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, sem sækist eftir forsetaembætti Bandaríkjanna hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að misnota ímynd hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana til fjáröflunar. Stuðningsmaður hans býður almenningi að styðja Giuliani fyrir 9,11 dollara á mann. 26.9.2007 10:41
Konur afklæðast í kosningabaráttu Konur í nýjum stjórnmálaflokki í Póllandi komu fram naktar í umdeildri auglýsingaherferð fyrir þingkosningar í landinu 21. október. Sjö konur skýla sér á bakvið auglýsingaskilti sem á stendur; „Stjórnmálaflokkur kvenna, Pólland er kona.“ Herferðin hefur vakið mikla athygli í landinu sem er að miklum meirihluta kaþólskt og stjórnað af Kaczynski tvíburunum sem eru afar íhaldssamir. 26.9.2007 10:01
Fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Suðurnesjum Einn var fluttur á sjúkrahús í Reykjanesbæ eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Sandgerðisvegar og Miðnesheiðarvegar um klukkan hálftíu í gærkvöld. 26.9.2007 09:31
Tvö hundruð handteknir í Búrma Að minnsta kosti tvö hundruð búddamunkar voru handteknir í Rangún, höfuðborg Búrma, í morgun. Hermenn beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum sem höfðu safnast saman í miðborginni og þá skutu þeir einnig viðvörunarskotum yfir höfði mótmælenda. 26.9.2007 08:47
Hætta við að leyfa hjónaband samkynhneigðra Yfirmenn ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum féllu í gær frá þeirri hugmynd að leyfa vígslu samkynhneigðra presta. Fjölmargir meðlimir kirkjunnar höfðu sett sig á móti hugmyndinni og var óttast að kirkjan kynni að klofna í kjölfarið. 26.9.2007 08:05
Sænskur ríkisborgari ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi Sænskur ríkisborgari af líbönskum ættum var í gær framseldur frá Tékklandi til Bandaríkjanna þar sem hann ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi. 26.9.2007 08:01
Handtökur og átök í Búrma Lögreglan í Búrma beitti í morgun kylfum til að leysa upp mótmæli þar í landi. Tveir leiðtogar andófsmanna voru handteknir í morgun. 26.9.2007 07:21