Fleiri fréttir

Ekki kúvending segir ráðherra

Félagsmálaráðherra lækkaði í gær lánshlutfall íbúðalána Íbúðalánasjóðs en hún gagnrýndi harðlega á síðasta ári samskonar aðgerð ríkisstjórnarinnar. Þetta virðist kúvending en Jóhanna segir margt ólíkt með aðgerðunum því nú verði félagslegur þáttur húsnæðislánakerfisins efldur.

Alþingi vill að þingmenn noti þjónustu Símans

Alþingi hefur beint þeim tilmælum til þingmanna sem eru í viðskiptum við önnur símafyrirtæki en Símann að þeir færi viðskipti sín til Símans. Forsvarsmenn Vodafone eru ekki par sáttir við tilmælin.

Fimmtán ára Reykjavíkurmær heldur sína fyrstu tískusýningu

Fimmtán ára Reykjavíkurmær segist ekkert smeyk við að halda sína fyrstu tískusýningu. Hún sýnir á næstunni rúmlega tuttugu samkvæmiskjóla, hettupeysur og pils sem hún hefur saumað undanfarna mánuði. Hún hvetur alla til að láta drauma sína rætast.

Aukin vatnsneysla Reykvíkinga jafnast á við neyslu allra í Kópavogi

Aukin vatnsnotkun Reykjavíkinga í þurrkunum að undanförnu samsvarar allri vatnsnotkun Kópavogsbúa. Hiti og þurrkur á landinu hafa verið langt yfir meðallagi í júní. Fádæma þurrt hefur verið norðaustanlands og hefur aldrei mælst jafnlítil úrkoma í júní á Akureyri og nú. Í Reykjavík samsvaraði úrkoman helmingi meðalúrkomu. Þessir þurrkar hafa kallað á mikla vatnsnotkun í Reykjavík sem náði hámarki í lok júní þegar rennslið frá vatnstökusvæðum borgarinnar fór í 1,100 lítra á sekúndu.

Miklu meira um frjóofnæmi nú en í fyrra

Margfalt fleiri ofnæmistilvik hafa komið upp í sumar en á meðalsumri vegna hlýinda og langvarandi þurrka. Grasfrjókorn eru upp í mánuði fyrr á ferðinni en venjulega.

Sex kanadískir hermenn létust

Sex kanadískir liðsmenn hersveita NATO létust þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Mennirnir sex og afganskur túlkur létust þegar bifreið þeirra keyrði á sprengjuna um 20 kílómetrum suðvestur af Kadnahar. Þetta er mannskæðasta árás sem kanadískar sveitir verða fyrir í Afganistan síðan í apríl síðastliðnum.

Morgunblaðið sakað um að lána stjórnanda fé

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, sakar Morgunblaðið um tvískinnung í blaðinu í dag en hann segir að blaðið haldi því fram að Baugur hafi lánað fé til stjórnenda félagsins á sama tíma og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins hafi lánað einum stjórnenda sinna umtalsverðar fjárhæðir.

Evrópusambandið slær í gegn á YouTube

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þess heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum bíómyndum.

Heimili fyrir heimilislausa opnað á Njálsgötu

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað formlega í dag að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa á Njálsgötu í Reykjavík. Ákveðið var að koma til móts við gagnrýnisraddir íbúa á Njálsgötu með því að hafa heimilismenn 8 en ekki 10

Sannreynt af hverjum múmía er

Ráðist verður DNA próf til sannreyna hvort múmía sem fannst sé af egypska faraónum Tuthmosis fyrsta, eins og talið hefur verið. Efasemdaraddir segja nú að múmían sé af öðrum óþekktum manni.

Landsmót UMFÍ sett á morgun

Risalandsmót UMFÍ verður sett á Kópavogsvelli á morgun, fimmtudaginn 5. júlí klukkan 20. Mótið er haldið í Kópavogi og stendur yfir dagana 5. - 8. júlí.

Íslendingar og Indverjar í samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna

Íslensk og indversk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði jarðskjálftamælinga. Von er á tveimur indverskum vísindamönnum hingað til lands til að kynna sér tækni á Íslandi á sviði jarðskjálftamælinga. Fyrsti áfangi samkomulagsins var undirritaður í dag milli utanríkisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands sem mun sjá um framkvæmd samstarfsins.

Myndbandsupptökur af gíslum birtar

Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa birt myndbandsupptökur af sjö gíslum sem sumir hafa verið í haldi í nærri áratug. Í upptökunum biðja gíslarnir ríkisstjórn Kólumbíu um að ræða við gíslatökumennina en vara við því að hernaðaraðgerðum verði beitt við björgun.

Utanríkisráðherra fundar með ráðherrum Afríkuríkja

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók þátt í setningu 9. leiðtogafundar Afríkusambandsins í Accra, höfuðborg Gana, um síðustu helgi. Áður hafði ráðherra sótt framkvæmdaráðsfund sambandsins dagana þar á undan. Ráðherra fundaði meðal annars með utanríkisráðherrum Eritreu, Eþíópíu, og Búrúndí.

Veiddu fjóra hákarla í einni ferð

Góð hákarlaveiði hefur verið á Vopnafirði undanfarið og í nótt veiddust fjórir hákarlar í einni og sömu ferðinni. Feðgarnir Hreinn Björgvinsson og Björgvin Hreinsson á Eddunni veiddu hákarlana fjóra við norðanverðan fjörðinn á 8 króka línu.

Dökkt súkkulaði gegn háum blóðþrýstingi

Enn ein rannsókn sem hvetur til súkkulaðineyslu hefur litið dagsins ljós. Vísindamenn við háskólasjúkrahús í Köln halda því fram að munnfylli af dökku súkkulaði á dag lækki blóðþrýsting og dragi úr hættu á hjartaáfalli.

Bitnar verst á landsbyggðinni

Lækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs bitnar nær eingöngu á landsbyggðinni að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir einboðið að lækkun sjóðsins hafi hverfandi áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Kristinn til þess að landsbyggðarfólk nýti sér mun oftar hámarkslán sjóðsins en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Þá efast Kristinn um að lækkunin komi til með að stuðla að lækkun verðbólgu.

Færir Landspítalanum 30 milljónir króna að gjöf

Bent Scheving Thorsteinsson hefur fært Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi 30 milljónir króna að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni. Markmið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir og ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjarta- og lungnalækninga.

Brown vill aukið eftirlit með nýráðningum lækna

Gordon Brown lofaði í fyrsta fyrirspurnartíma sínum í þinginu í dag að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í ljósi sprengjutilræðanna sem urðu einungis tveimur dögum eftir að hann tók við embætti.

Fíkniefnahundar fundu vel falin fíkniefni

Fíkniefnahundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni í fjórum bifreiðum um helgina. Að sögn lögreglunnar voru efnin afar vel falin og hefðu ekki fundist eftir hefðbundna leit lögreglumanna.

Ráðgáta um hvarf jökullóns í Chile leyst

Komist hefur verið að orsökum dularfulls hvarfs jökullóns í Chile í maí síðastliðnum. Niðurstaða sérfræðinga sem flugu yfir svæðið er sú að jökulveggur við lónið hafi sprungið undan sívaxandi þunga þess og þannig myndast farvegur með fyrrgreindum afleiðingum. Leið vatnsins lá svo inní nærliggjandi fjörð og þaðan til sjávar. Hið upprunalega lón er tekið að fyllast á ný.

Eðlilegt að gert sé áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar

Niðurstaða Flóahrepps um að fresta ákvarðanatöku um aðalskipulag í tengslum við Urriðafossvirkjun kemur formanni samtakanna Sól í Flóa ekki á óvart. Hann segir ljóst að miðað við umfang fyrirhugaðra virkjunaframkvæmda sé eðlilegt að gert sé áhættumat líkt sveitarstjórnin hefur nú ákveðið.

Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum

Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný.

Breska lögreglan finnur sjálfsmorðsbréf

Breska lögreglan hefur fundið sjálfsmorðsbréf í tengslum handtöku tveggja manna sem lögðu sprengjuhlöðnum bíl við flugvöllinn í Glasgow síðastliðinn laugardag, að því er CNN fréttastofan greinir frá.

Mikil uppbygging fyrirhuguð í Hveragerðisbæ

Samningur Hveragerðisbæjar og verktakafyrirtækisins Kambalands ehf um uppbyggingu íbúðabyggðar vestan við núverandi byggð verður undirritaður á morgun. Kambaland keypti svæðið af bænum á 55 milljónir en þar verða byggðar íbúðir fyrir allt að 680 manns. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir áætlanir gera ráð fyrir að íbúafjöldi bæjarins muni aukast um allt að þriðjung á kjörtímabilinu.

Geysir Green Energy leitar réttar síns

Geysir Green Energy ætlar að leita réttar síns vegna samnings sem fyrirtækið telur að hafi verið komin á um kaup á 10% hlut Grindavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Í bréfi sem fyrirtækið sendi einkavæðingarnefnd í gær er vakin athygli á þessu en Grindvíkingar tilkynntu nefndinni að sveitarfélagið hyggðist nýta sér forkaupsrétt á hlut ríkisins í Hitaveitunni.

Flóahreppur frestar ákvarðanatöku um Urriðafossvirkjun

Ákvarðanatöku um aðalskipulag Flóahrepps hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Oddviti hreppsins segir sveitastjórnina vilja afla frekari upplýsinga um áhættumat og leggja mat á mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar.

Mörg fíkniefnamál á borð lögreglunnar

Lögreglumenn þurftu að vakta tvo fíkniefnaneytendur, sem fluttir höfðu verið á slysadeild Landsspítalans vegna ofneyslu í nótt. Ýmiskonar fleiri fíkniefnamál komu til kasta hennar áður en nóttin var öll.

Gjaldskrá Tryggingastofnunar úrelt

Gjaldskrá Tryggingastofnunar er úrelt og ekki í takti við almenna verð- og launaþróun í samfélaginu segir stjórnarmaður Tannlæknafélagsins. Samkvæmt lögum eigi fólk að fá um 70 % af tannlæknakostnaði endurgreiddan en það sé í orði en ekki á borði.

Yfir fimm hundruð stúdentar hafa gefist upp

Meira en fimm hundruð róttækir múslímskir stúdentar hafa gefist upp eftir átök við Rauðu moskuna (Lal Masjid) í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem hófust í gær. Á milli 2.000 - 5.000 stúdentar eru þó enn inni í moskunni sem umkringd er af hersveitum og lögreglu í Pakistan.

Varað við töfum á umferð á Þingvallavegi

Reiknað er með töfum á umferð á Þingvallavegi frá Skálafelli að Gljúfrasteini í dag og næstu daga vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Jóhanna skipar nefnd um félagslega þáttinn

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að skipa nefnd til að vinna að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins. Þetta á að gera í kjölfar lækkunar lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% sem tekur gildi í dag.

Von á 30 flóttamönnum frá Kólumbíu

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að bjóða 30 flóttamönnum frá Kólumbíu hæli hér á landi en reiknað er með að hópurinn komi hingað til lands í septembermánuði. Um er ræða 10 konur og 20 börn og mun Reykjavíkurborg taka á móti hópnum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Fjölmenn sendinefnd fylgir borgarstjóra til Moskvu

Opinber heimsókn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóri, til Moskvuborgar hefst í dag. Þar verður meðal annars skrifað undir samstarfssamning borganna. Hátt í 30 manna sendinefnd er í för með borgarstjóra þar á meðal fulltrúar íslenskra fyrirtækja og háskóla. Sjaldan hefur jafn fjölmenn sendinefnd farið í opinbera heimsókn til erlends ríkis samkvæmt vef Reykjavíkurborgar.

Fyrsti samráðsfundur um aðgerðir á sviði efnhagsmála

Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins fer fram á morgun en þar verður fjallað um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Forsætisráðherra mun stýra fundinum en vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Vantar 0.8 sekúndur upp á Ólympíulágmarkið

Hinn 20 ára gamli Oscar Pistorius sem er fljótasti aflimaði maður heims er staddur hér á landi. Oskar sem er frá Suður Afríku á best 46.56 sekúndur í 400 metra hlaupi sem er hans grein. Hann vantar 0.8 sekúndur til að ná lágmarkinu í þeirri grein fyrir Ólympíuleikana. Pistorius er heimsmethafi í 100, 200 og 400 metra hlaupi í flokki aflimaðra og besti tími hans í 100 metrum er 10.91 sekúnda.

Aukin vatnsnotkun í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu

Veðurblíðan undanfarna daga hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt rennslistölum kalda vatnsins hefur vatnsnotkun aukist um allt að 25 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi verið ansi duglegir að vökva garða sína

12% aukning farþega um Keflavíkurflugvöll

Alls komu 37 þúsund fleiri farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar.

Sjá næstu 50 fréttir