Innlent

Jóhanna skipar nefnd um félagslega þáttinn

Jóahanna tekur við lyklum félagsmálaráðuneytisins af forvera sínum Magnúsi Stefánssyni
Jóahanna tekur við lyklum félagsmálaráðuneytisins af forvera sínum Magnúsi Stefánssyni

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að skipa nefnd sem falið verður að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins. Frumvarp um það verður lagt fram á komandi þingi.

Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðherra segir að ákveðið hafi verið að vinna að því að efla hinn félagslega þáttinn um leið og lánshlutfall Íbúðalánasjóðs er lækkað í dag úr 90% í 80%.

Þetta á að gera með því að efla leigumarkaðinn og með lánveitingum til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum, samhliða því að skýrar verði skilið á milli almennra og félagslegra lánveitinga, að því er segir í tilkynningunni.

Ástæðan fyrir lækkun lánshlutfallsins er sögð sú, að fasteignaverð hafi farið hækkandi á nýjan leik. Þetta hafi stuðlað að meiri verðbólgu og hærra vaxtastigi en ella sem mikilvægt sé að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×