Innlent

Aukin vatnsnotkun í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu

Veðurblíðan undanfarna daga hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt rennslistölum kalda vatnsins hefur vatnsnotkun aukist um allt að 25 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi verið ansi duglegir að vökva garða sína

Samkvæmt tölum Orkuveitu Reykjavíkur fór rennslið frá vatnstökusvæðum borgarinnar upp í liðlega 1.100 lítrar á sekúndu á föstudaginn í síðustu viku. Mesta rennsli vikuna áður þegar einnig var nokkuð þurrkasamt nam rúmlega þúsund lítrum á sekúndu. Algengasta rennsli vikuna þar á undan var um 900 lítrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×