Innlent

Flóahreppur frestar ákvarðanatöku um Urriðafossvirkjun

Ákvarðanatöku um aðalskipulag Flóahrepps hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Oddviti hreppsins segir sveitastjórnina vilja afla frekari upplýsinga um áhættumat og leggja mat á mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar.

Tvær tillögur að aðalskipulagi voru kynntar fyrir íbúum hreppsins fyrir skömmu og var önnur þeirra með virkjun en hin án virkjunar.

Sól í Flóa, samtök áhugafólks um verndun Þjórsárvera hafa barist gegn Urriðafossvirkjun og mættu hátt á annað hundrað manns á mótmælafund við Urriðafoss síðastliðinn sunnudag. Stefnt er að því að kynna tillögu að aðalskipulagi fyrir lok sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×