Innlent

Bitnar verst á landsbyggðinni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. MYND/GVA

Lækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs bitnar nær eingöngu á landsbyggðinni að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir einboðið að lækkun sjóðsins hafi hverfandi áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Kristinn til þess að landsbyggðarfólk nýti sér mun oftar hámarkslán sjóðsins en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Þá efast Kristinn um að lækkunin komi til með að stuðla að lækkun verðbólgu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kristni H. Gunnarssyni. Þar segir hann ennfremur að lækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs muni ekki draga úr lánveitingum bankanna heldur miklu fremur bæta svigrúm þeirra til aukinna lána. Að hans mati verður að minnka getu bankanna til útlána til að draga verulega úr þenslu og telur hann í því samhengi eðlilegt að auka bindiskyldu viðskiptabankanna gagnvart Seðlabankanum á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×