Innlent

Von á 30 flóttamönnum frá Kólumbíu

Stjórnvöld í Ekvador geta ekki lengur tryggt öryggi hópsins.
Stjórnvöld í Ekvador geta ekki lengur tryggt öryggi hópsins. MYND/Pjetur

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að bjóða 30 flóttamönnum frá Kólumbíu hæli hér á landi en reiknað er með að hópurinn komi hingað til lands í septembermánuði. Um er ræða 10 konur og 20 börn og mun Reykjavíkurborg taka á móti hópnum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að sami háttur verði á móttökunni nú og árið 2005 þegar 24 einstaklingar komu hingað til lands frá Kólumbíu.

Þá segir ennfremur að hópurinn hafi undanfarið dvalið í Ekvador en þarlend stjórnvöld geti hins vegar ekki lengur tryggt öryggi hans til frambúðar. Félagsmálaráðuneytið hefur samið við Rauða kross Íslands um ýmsa aðstoð fyrir fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×