Innlent

Gjaldskrá Tryggingastofnunar úrelt

Gjaldskrá Tryggingastofnunar er úrelt og ekki í takti við almenna verð- og launaþróun í samfélaginu segir stjórnarmaður Tannlæknafélagsins. Samkvæmt lögum eigi fólk að fá um 70 % af tannlæknakostnaði endurgreiddan en það sé í orði en ekki á borði.

Endurgreiðsla Tryggingastofnunar miðast við opinbera gjaldskrá heilbrigðisráðherra en gjaldskrá starfandi tannlækna er frjáls. Einstaklingar greiða þann mismun sem getur verið á gjaldskrá tannlæknis og gjaldskrá Tryggingastofnunar. Ísland í dag fjallaði í gær um mál föður sem þurfti að borga tæplega þrjátíu þúsund krónur fyrir tannviðgerð á tveimur tönnum í barni sínu en fékk ekki nema rétt rúmar 10.000 krónur endurgreiddar frá Tryggingastofnun. Kristín Gígja Einarsdóttir tannlæknir í stjórn Tannlæknafélagsins segir verðlag hjá tannlæknum geta verið mjög breytilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×