Fleiri fréttir Litla Danaprinsessan heitir Ísabella Dóttir Friðriks Danaprins og Maríu Elísabetar konu hans hefur fengið nafnið Ísabella Henrietta Ingiríður Margrét. Prinsessan fæddist í lok aprílmánaðar og var það í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæddist í dönsku konungsfjölskyldunni. Nafnið Isabella er komið úr spænsku og portúgölsku. Það er í 21. sæti á lista yfir vinsælustu nöfn í Danmörku en talið er að vinsældir nafnsins muni aukast til muna nú þegar að litla prinsessan er farin að bera það. 1.7.2007 11:44 Fjölmenni á Höfn í Hornafirði Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn. 1.7.2007 11:08 Pútín heimsækir Bush Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, er væntanlegur í heimsókn til Bandaríkjanna í dag. Þar mun hann heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, á sumardvalarstað Bush fjölskyldunnar í Kennebunkport í Maine-ríki. 1.7.2007 11:06 Fjörutíu og fimm óbreyttir borgarar létust í Afganistan Lögreglan í Helmand héraðinu í Afganistan fullyrðir að 45 óbreyttir borgarar og 62 hermenn hafi látist í loftárásum á svæðið um helgina. Talsmenn öryggissveita NATO hafa viðurkennt mannfall óbreyttra borgara en segja það vera mun minna en afganska lögreglan fullyrðir. 1.7.2007 10:43 Kínverjar krefjast lýðræðis Mörg þúsund mótmælendur gengu um götur Hong Kong í morgun og kröfðust lýðræðis. Tilefni göngunnar er að í dag eru tíu ár liðin frá því að Bretar færðu þáverandi nýlendu sína Kínverjum. 1.7.2007 10:32 Vinsæl mús lamin til bana Palestínsk sjónvarpsstöð hefur murkað lífið úr þekktri barnaþáttafígúru sem var sláandi lík Mikka mús. Þátturinn um músina Farfur vakti mikið umtal og deilur víða um heim fyrr á þessu ári. 1.7.2007 10:23 Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín. 1.7.2007 10:14 Fjórir í haldi í Glasgow Fjórir menn eru í haldi lögreglu í Skotlandi eftir að logandi jeppabifreið var ekið inn í aðal flugstöðina í Glasgow í gær. Tveir þeirra handteknu voru í bílnum sem ekið var á flugstöðina og liggur annar illa brunninn á sjúkrahúsi. 1.7.2007 10:09 Reykingabann tekur gildi á Englandi Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. 30.6.2007 19:32 Ódýrara að hringja Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. 30.6.2007 19:12 Áform Iceland Express ýti á borgaryfirvöld að finna flugvellinum nýjan stað Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir fyrirætlanir Iceland Express um að hefja innanlands- og millilandaflug frá Reykjavík ýta á borgaryfirvöld um að finna flugvellinum nýjan stað. 30.6.2007 18:56 Flóttafólkið komið til Möltu Yfirvöld á Möltu hafa tekið við tuttugu flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi. 30.6.2007 18:56 Samskipti sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnámi Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina hafa komið samskiptum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnám vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðing orkufyrirtækja leiði einungis til hækkunar raforkuverðs sem bitni alfarið á heimilunum. 30.6.2007 18:55 Átök um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja Átök eru um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja á milli tveggja blokka, annars vegar Reykjanesbæjar og fjárfestingafélagins Geysis Green Energy og hins vegar Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Geysis efast um að markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Hitaveitunnar nái fram að ganga þar sem sveitarfélög berjist um bitann. 30.6.2007 18:52 Flugvöllurinn á Ibiza rýmdur Flugvöllurinn á Ibiza á Spáni var rýmdur í dag vegna sprengjuhótunar. Óttinn við sprengjutilræði þar í landi er ekki síðri en í Bretlandi þessa dagana í ljósi þess að Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, batt enda á rúmlega árs vopnahlé fyrr í mánuðinum. Flugferðum til og frá vellinum var frestað um tíma á meðan sprengjusérfræðingar eyddu grunsamlegum pakka sem fannst. 30.6.2007 18:41 Lögregla í þyrlu grípur fjölda ökumanna fyrir hraðakstur Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. 30.6.2007 18:37 Sólskin og sumar á 75 ára afmæli Verkó Verkóbúar slógu upp mikilli veislu í dag vegna sjötíu og fimm ára afmælis fyrstu verkamannabústaðanna í Reykjavík. 30.6.2007 18:30 Aldrei stærra skemmtiferðaskip í Reykjavík Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn í morgun. Skemmtiferðaskipið Grand Princess er engin smásmíð, skipið er alls um 109 þúsund brúttólestir og var um tíma stærsta skemmtiferðaskip heims. Það er núna það tuttugasta og þriðja í röðinni yfir slík skemmtiskip. 30.6.2007 18:30 Sólböð tryggja ekki D-vítamín Sú títtnefnda kenning að sólböð tryggi nægilegt magn D-vítamíns í mannslíkamanum hefur verið vefengd eftir rannsókn á vegum Háskólans í Wisconsin. Hingað til hefur sólleysi borið ofarlega á blað yfir meinta sökudólga D-vítamínskorts. 30.6.2007 18:02 Flugvellinum í Blackpool lokað - spítali rýmdur Vopnaðir lögreglumenn hafa lokað flugvellinum í Blackpool á Englandi. Frá þessu er greint á Sky sjónvarpsstöðinni og vísa þeir í heimildarmenn sína en engar frekari upplýsingar hafa borist um málið að svo stöddu. Þá hefur konunglegi Alexandra spítalinn í Paisley verið rýmdur. 30.6.2007 17:51 Umferðarslys á Biskupstungnabraut Tveir eru hugsanlega slasaðir eftir umferðarslys á Biskupstungnabraut. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og hefur veginum verið lokað ofan við Þrastalund. Umferðin á svæðinu er töluvert þung og viðbúið er að óhappið valdi enn frekari töfum. 30.6.2007 17:15 Freonleki í Sláturfélaginu á Fosshálsi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna reyks hjá Sláturfélagi Suðurlands á Fosshálsi. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að ekki reyndist kviknað í heldur var um freonleka að ræða. Slökkvilið hefur komist fyrir lekann og er að ganga frá á vettvangi. 30.6.2007 16:15 Mikilvægar leifar af dúdúfuglinum fundnar Nýfundnar leifar af hinum útdauða dúdúfugli gætu varpað nýju og óvæntu ljósi á þessa lítið þekktu fugla. Leifarnar fundust í helli á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fyrr í þessum mánuði. Leifarnar eru afar heilar og þær bestu sem vísindamenn hafa komist í hingað til. Fundurinn þótti svo þýðingarmikill að honum var haldið leyndum í fyrstu og fjórir verðir gættu svæðisins þangað til starfi vísindamanna lauk. Frá þessu er greint á vef Reuters. 30.6.2007 15:58 Tveir handteknir - litið á atvikið sem hryðjuverk Nú hefur fengist staðfest að tveir hafi verið handteknir í Glasgow grunaðir um að hafa reynt að aka bíl með einhverskonar sprengiefni inn í flugstöð Glasgow flugvallar. Heimildir herma að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var sagt að fjórir hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan þrír, en nú hefur lögregla staðfest að tveir séu í haldi. 30.6.2007 15:03 Hagfræðingur LÍÚ gagnrýnir Sturlu Böðvarsson Hagfræðingur LÍÚ, Sveinn Hjartarson, skýtur föstum skotum á Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis í pistli sem hann ritar í nýjasta tölublað Fiskifrétta. Hann gagnrýnir harðlega hátíðarræðu Sturlu á þjóðhátíðardaginn og segir þá sem best til þekkja í sjávarútvegsmálum vera orðlausa yfir ræðunni. 30.6.2007 14:56 Hjólamótmælum ekki sérstaklega beint gegn stóriðju Hjólamótmælin í miðborginni í gær sem greint var frá á Vísi og Stöð 2 voru ekki runnin undan rifjum Saving Iceland samtakanna eins og haldið var fram. Um var að ræða viðburð sem kallaður er „Keðjuverkun“ eða „Critical Mass“ og snýst um að hjólreiðafólk geri sig sýnilegt á götum úti, meðal annars til að stuðla að bættri umferðarmenningu. 30.6.2007 14:38 Skrúðganga við verkamannabústaðina við Hringbraut Hátíðahöld í tilefni 75 ára afmælis verkamannabústaðanna við Hringbraut í Reykjavík hefjast hefjast kl 14:30 í dag með skrúðgöngu frá horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu undir blæstri Lúðrasveitar verkalýðsins. Gengið verður umhverfis bústaðina með viðkomu hjá styttu Héðins Valdimarssonar. 30.6.2007 14:02 Ætlar að halda Hitaveitunni á Suðurnesjum Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja, segir að bærinn ætli sér að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að halda Hitaveitu Suðurnesja á Suðurnesjum. Hann segir að æskilegast hefði verið að fá fyrirtækið Geysi Green Energy inn í Hitaveituna. Hann er ósáttur við framgöngu Orkuveitunnar í málinu. 30.6.2007 14:01 Elsta tönn Evrópu Tönn af manni sem talin er vera yfir milljón ára gömul fannst á Spáni í vikunni. Ef satt reynist um aldurinn er tönnin elstu leifar af frummanni sem fundist hafa í Vestur-Evrópu. 30.6.2007 13:53 Risastórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn núna í morgun. Jón Örn Guðbjartsson skoðaði skipið. 30.6.2007 12:59 Íbúum í Smáranum mun fjölga um helming Íbúar í Smáranum í Kópavogi eru afar ósáttir við þétta byggð og háhýsi á svæði sem nú er merkt grænt á aðalskipulagi. Íbúum mun fjölga um tæplega helming á svæðinu. Á fundi í Smáraskóla var tillaga að nýju deiliskipulagi kynnt. Í því er gert ráð fyrir byggingu tveggja átta hæða turna í stað bensínstöðvar við Arnarsmára. 30.6.2007 12:55 Lokuðu umferðargötum í mótmælaskyni Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Hópurinn vakti allnokkra athygli í borginni í gær og urðu nokkrar tafir á umferð vegna þessara aðgerða Saving Iceland hópsins. 30.6.2007 12:52 Sprengja sprengd á flugvellinum á Ibiza Spænskir lögreglumenn sprengdu sprengju á flugvellinum á Ibiza fyrir hádegi í dag. Flugvöllurinn hafði verið rýmdur skömmu áður en sprengjan sprakk en sprengjuhótun var send til spænsks dagblaðs í nafni ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska. Sprengjusveit lögreglunnar fann sprenguna og sprengdu hana á staðnum án þess að tjón hlytist af. Lögregla á Spáni hefur verið á varðbergi allt frá því að ETA tikynnti um að vopnahlé sem þeir settu sjálfir væri úr sögunni. Flugvöllurinn á Ibiza er fjölfarinn, enda er eyjan vinsæll ferðamannastaður. 30.6.2007 12:23 Þriggja manna leitað Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. 30.6.2007 12:21 Kapphlaup um kaup á Hitaveitu Suðurnesja Kapphlaup er hafið um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hyggjast að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Vegna ákvörðunar sveitarfélaganna tveggja virðist ekki ætla að verða að kaupum Geysis Green Energy á hlut sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi. 30.6.2007 12:17 Páfinn gagnrýnir Kínverja Benedikt páfi gerði Kína að umræðuefni sínu í ræðu sem hann hélt í morgun. Hann gagnrýndi þarlend stjórnvöld harðlega fyrir hömlur sem þar eru settar á trúfrelsi. Hann sagðist þó vongóður um að Vatikanið og Kína næðu einhverskonar samkomulagi á næstu misserum. Engin samskipti hafa verið á milli Kína og Vatikansins frá árinu 1951 en talið er allt að 12 milljónir Kínverja séu kaþólskir. 30.6.2007 11:55 Á annað þúsund gesta á Humarhátíð Góð stemmning var á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði í gær en hátíðin var sett í gær. Á annað þúsund gesta hafa lagt leið sína til bæjarins í tilefni hátíðarinnar. Lögregla segir hátíðina hafa farið mjög vel fram en þó hafi nokkuð borið á ölvun þegar líða tók á nóttina. Ein líkamsárás hefur verið kærð. 30.6.2007 11:09 Mikið mannfall í loftárásum í Afganistan Íbúar í Helmand-héraði í Afganistan telja að á bilinu fimmtíu til áttatíu almennir borgarar hafi týnt lífi í loftárás herliðs Atlantshafsbandalagsins í nótt. Talið er að mörg börn séu meðal fallinna. Talsmaður NATO staðfesti að loftárás hefði verið gerð en sagði ekki staðfest að almennir borgarar hefðu fallið. Vitni segja sprengjum hafa rignt yfir svæðið í tvær til þrjár klukkustundir. 30.6.2007 10:25 Hættir að leita að gjöreyðingarvopnum í Írak Frá og með deginum í gær var allri leit af gjöreyðingarvopnum í Írak hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að hætta formlegri leit sem hófst árið 1999. Bandaríkjamenn notuðu meinta gjöreyðingarvopnaeign Íraka sem rök fyrir innrás í landið. 30.6.2007 10:22 Fíkniefnasali handtekinn í fyrsta skipti á Hólmavík Fíkniefnasali var handtekinn af lögreglunni á Hólmavík í nótt en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla á staðnum handtekur meintan fíkniefnasala við iðju sína í bænum. Málið er nú í rannsókn sem og þau efni sem maðurinn hafði í fórum sínum. 30.6.2007 10:17 Þriggja leitað í tengslum við bílsprengjur í Lundúnum Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá þessu og segir að lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. 30.6.2007 10:08 Skotárás í Danmörku Tuttugu og átta ára gamall maður særðist alvarlega eftir skotárás í Lekkende Mark, sunnan af Præstø, í Danmörku. Hann var fluttur á danska ríkisspítalann með þrjú skotsár á líkamanum. 29.6.2007 22:41 Á 140 kílómetra hraða undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær ökumann sem keyrði á ríflega 140 kílómetra hraða í Álftafirði. Um þremur tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað við umferðareftirlit. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. 29.6.2007 22:07 Umferð gengur vel Enn er töluverð umferð út úr bænum og virðist hún aukast eftir því sem líður á kvöldið. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel og aðeins örfá óhöpp verið tilkynnt. Þau hafa öll verið minniháttar. 29.6.2007 21:08 Á annan tug tilkynninga vegna vanrækslu og slæmrar meðferðar á dýrum Á annan tug tilkynninga berast Bændasamtökunum á ári hverju vegna verulegrar vanrækslu á húsdýrum hér á landi. Dæmi eru um að dýrin séu vannærð svo dögum skipti og séu hýst í lélegum og illa þrifnum húsum. Flestar tilkynningar berast vegna vanrækslu á hrossum og sauðfé. 29.6.2007 19:22 Sjá næstu 50 fréttir
Litla Danaprinsessan heitir Ísabella Dóttir Friðriks Danaprins og Maríu Elísabetar konu hans hefur fengið nafnið Ísabella Henrietta Ingiríður Margrét. Prinsessan fæddist í lok aprílmánaðar og var það í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæddist í dönsku konungsfjölskyldunni. Nafnið Isabella er komið úr spænsku og portúgölsku. Það er í 21. sæti á lista yfir vinsælustu nöfn í Danmörku en talið er að vinsældir nafnsins muni aukast til muna nú þegar að litla prinsessan er farin að bera það. 1.7.2007 11:44
Fjölmenni á Höfn í Hornafirði Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn. 1.7.2007 11:08
Pútín heimsækir Bush Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, er væntanlegur í heimsókn til Bandaríkjanna í dag. Þar mun hann heimsækja George Bush, Bandaríkjaforseta, á sumardvalarstað Bush fjölskyldunnar í Kennebunkport í Maine-ríki. 1.7.2007 11:06
Fjörutíu og fimm óbreyttir borgarar létust í Afganistan Lögreglan í Helmand héraðinu í Afganistan fullyrðir að 45 óbreyttir borgarar og 62 hermenn hafi látist í loftárásum á svæðið um helgina. Talsmenn öryggissveita NATO hafa viðurkennt mannfall óbreyttra borgara en segja það vera mun minna en afganska lögreglan fullyrðir. 1.7.2007 10:43
Kínverjar krefjast lýðræðis Mörg þúsund mótmælendur gengu um götur Hong Kong í morgun og kröfðust lýðræðis. Tilefni göngunnar er að í dag eru tíu ár liðin frá því að Bretar færðu þáverandi nýlendu sína Kínverjum. 1.7.2007 10:32
Vinsæl mús lamin til bana Palestínsk sjónvarpsstöð hefur murkað lífið úr þekktri barnaþáttafígúru sem var sláandi lík Mikka mús. Þátturinn um músina Farfur vakti mikið umtal og deilur víða um heim fyrr á þessu ári. 1.7.2007 10:23
Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín. 1.7.2007 10:14
Fjórir í haldi í Glasgow Fjórir menn eru í haldi lögreglu í Skotlandi eftir að logandi jeppabifreið var ekið inn í aðal flugstöðina í Glasgow í gær. Tveir þeirra handteknu voru í bílnum sem ekið var á flugstöðina og liggur annar illa brunninn á sjúkrahúsi. 1.7.2007 10:09
Reykingabann tekur gildi á Englandi Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. 30.6.2007 19:32
Ódýrara að hringja Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. 30.6.2007 19:12
Áform Iceland Express ýti á borgaryfirvöld að finna flugvellinum nýjan stað Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir fyrirætlanir Iceland Express um að hefja innanlands- og millilandaflug frá Reykjavík ýta á borgaryfirvöld um að finna flugvellinum nýjan stað. 30.6.2007 18:56
Flóttafólkið komið til Möltu Yfirvöld á Möltu hafa tekið við tuttugu flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi. 30.6.2007 18:56
Samskipti sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnámi Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina hafa komið samskiptum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnám vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðing orkufyrirtækja leiði einungis til hækkunar raforkuverðs sem bitni alfarið á heimilunum. 30.6.2007 18:55
Átök um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja Átök eru um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja á milli tveggja blokka, annars vegar Reykjanesbæjar og fjárfestingafélagins Geysis Green Energy og hins vegar Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Geysis efast um að markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Hitaveitunnar nái fram að ganga þar sem sveitarfélög berjist um bitann. 30.6.2007 18:52
Flugvöllurinn á Ibiza rýmdur Flugvöllurinn á Ibiza á Spáni var rýmdur í dag vegna sprengjuhótunar. Óttinn við sprengjutilræði þar í landi er ekki síðri en í Bretlandi þessa dagana í ljósi þess að Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, batt enda á rúmlega árs vopnahlé fyrr í mánuðinum. Flugferðum til og frá vellinum var frestað um tíma á meðan sprengjusérfræðingar eyddu grunsamlegum pakka sem fannst. 30.6.2007 18:41
Lögregla í þyrlu grípur fjölda ökumanna fyrir hraðakstur Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. 30.6.2007 18:37
Sólskin og sumar á 75 ára afmæli Verkó Verkóbúar slógu upp mikilli veislu í dag vegna sjötíu og fimm ára afmælis fyrstu verkamannabústaðanna í Reykjavík. 30.6.2007 18:30
Aldrei stærra skemmtiferðaskip í Reykjavík Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn í morgun. Skemmtiferðaskipið Grand Princess er engin smásmíð, skipið er alls um 109 þúsund brúttólestir og var um tíma stærsta skemmtiferðaskip heims. Það er núna það tuttugasta og þriðja í röðinni yfir slík skemmtiskip. 30.6.2007 18:30
Sólböð tryggja ekki D-vítamín Sú títtnefnda kenning að sólböð tryggi nægilegt magn D-vítamíns í mannslíkamanum hefur verið vefengd eftir rannsókn á vegum Háskólans í Wisconsin. Hingað til hefur sólleysi borið ofarlega á blað yfir meinta sökudólga D-vítamínskorts. 30.6.2007 18:02
Flugvellinum í Blackpool lokað - spítali rýmdur Vopnaðir lögreglumenn hafa lokað flugvellinum í Blackpool á Englandi. Frá þessu er greint á Sky sjónvarpsstöðinni og vísa þeir í heimildarmenn sína en engar frekari upplýsingar hafa borist um málið að svo stöddu. Þá hefur konunglegi Alexandra spítalinn í Paisley verið rýmdur. 30.6.2007 17:51
Umferðarslys á Biskupstungnabraut Tveir eru hugsanlega slasaðir eftir umferðarslys á Biskupstungnabraut. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og hefur veginum verið lokað ofan við Þrastalund. Umferðin á svæðinu er töluvert þung og viðbúið er að óhappið valdi enn frekari töfum. 30.6.2007 17:15
Freonleki í Sláturfélaginu á Fosshálsi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna reyks hjá Sláturfélagi Suðurlands á Fosshálsi. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að ekki reyndist kviknað í heldur var um freonleka að ræða. Slökkvilið hefur komist fyrir lekann og er að ganga frá á vettvangi. 30.6.2007 16:15
Mikilvægar leifar af dúdúfuglinum fundnar Nýfundnar leifar af hinum útdauða dúdúfugli gætu varpað nýju og óvæntu ljósi á þessa lítið þekktu fugla. Leifarnar fundust í helli á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fyrr í þessum mánuði. Leifarnar eru afar heilar og þær bestu sem vísindamenn hafa komist í hingað til. Fundurinn þótti svo þýðingarmikill að honum var haldið leyndum í fyrstu og fjórir verðir gættu svæðisins þangað til starfi vísindamanna lauk. Frá þessu er greint á vef Reuters. 30.6.2007 15:58
Tveir handteknir - litið á atvikið sem hryðjuverk Nú hefur fengist staðfest að tveir hafi verið handteknir í Glasgow grunaðir um að hafa reynt að aka bíl með einhverskonar sprengiefni inn í flugstöð Glasgow flugvallar. Heimildir herma að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var sagt að fjórir hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan þrír, en nú hefur lögregla staðfest að tveir séu í haldi. 30.6.2007 15:03
Hagfræðingur LÍÚ gagnrýnir Sturlu Böðvarsson Hagfræðingur LÍÚ, Sveinn Hjartarson, skýtur föstum skotum á Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis í pistli sem hann ritar í nýjasta tölublað Fiskifrétta. Hann gagnrýnir harðlega hátíðarræðu Sturlu á þjóðhátíðardaginn og segir þá sem best til þekkja í sjávarútvegsmálum vera orðlausa yfir ræðunni. 30.6.2007 14:56
Hjólamótmælum ekki sérstaklega beint gegn stóriðju Hjólamótmælin í miðborginni í gær sem greint var frá á Vísi og Stöð 2 voru ekki runnin undan rifjum Saving Iceland samtakanna eins og haldið var fram. Um var að ræða viðburð sem kallaður er „Keðjuverkun“ eða „Critical Mass“ og snýst um að hjólreiðafólk geri sig sýnilegt á götum úti, meðal annars til að stuðla að bættri umferðarmenningu. 30.6.2007 14:38
Skrúðganga við verkamannabústaðina við Hringbraut Hátíðahöld í tilefni 75 ára afmælis verkamannabústaðanna við Hringbraut í Reykjavík hefjast hefjast kl 14:30 í dag með skrúðgöngu frá horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu undir blæstri Lúðrasveitar verkalýðsins. Gengið verður umhverfis bústaðina með viðkomu hjá styttu Héðins Valdimarssonar. 30.6.2007 14:02
Ætlar að halda Hitaveitunni á Suðurnesjum Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja, segir að bærinn ætli sér að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að halda Hitaveitu Suðurnesja á Suðurnesjum. Hann segir að æskilegast hefði verið að fá fyrirtækið Geysi Green Energy inn í Hitaveituna. Hann er ósáttur við framgöngu Orkuveitunnar í málinu. 30.6.2007 14:01
Elsta tönn Evrópu Tönn af manni sem talin er vera yfir milljón ára gömul fannst á Spáni í vikunni. Ef satt reynist um aldurinn er tönnin elstu leifar af frummanni sem fundist hafa í Vestur-Evrópu. 30.6.2007 13:53
Risastórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn núna í morgun. Jón Örn Guðbjartsson skoðaði skipið. 30.6.2007 12:59
Íbúum í Smáranum mun fjölga um helming Íbúar í Smáranum í Kópavogi eru afar ósáttir við þétta byggð og háhýsi á svæði sem nú er merkt grænt á aðalskipulagi. Íbúum mun fjölga um tæplega helming á svæðinu. Á fundi í Smáraskóla var tillaga að nýju deiliskipulagi kynnt. Í því er gert ráð fyrir byggingu tveggja átta hæða turna í stað bensínstöðvar við Arnarsmára. 30.6.2007 12:55
Lokuðu umferðargötum í mótmælaskyni Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Hópurinn vakti allnokkra athygli í borginni í gær og urðu nokkrar tafir á umferð vegna þessara aðgerða Saving Iceland hópsins. 30.6.2007 12:52
Sprengja sprengd á flugvellinum á Ibiza Spænskir lögreglumenn sprengdu sprengju á flugvellinum á Ibiza fyrir hádegi í dag. Flugvöllurinn hafði verið rýmdur skömmu áður en sprengjan sprakk en sprengjuhótun var send til spænsks dagblaðs í nafni ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska. Sprengjusveit lögreglunnar fann sprenguna og sprengdu hana á staðnum án þess að tjón hlytist af. Lögregla á Spáni hefur verið á varðbergi allt frá því að ETA tikynnti um að vopnahlé sem þeir settu sjálfir væri úr sögunni. Flugvöllurinn á Ibiza er fjölfarinn, enda er eyjan vinsæll ferðamannastaður. 30.6.2007 12:23
Þriggja manna leitað Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. 30.6.2007 12:21
Kapphlaup um kaup á Hitaveitu Suðurnesja Kapphlaup er hafið um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hyggjast að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Vegna ákvörðunar sveitarfélaganna tveggja virðist ekki ætla að verða að kaupum Geysis Green Energy á hlut sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi. 30.6.2007 12:17
Páfinn gagnrýnir Kínverja Benedikt páfi gerði Kína að umræðuefni sínu í ræðu sem hann hélt í morgun. Hann gagnrýndi þarlend stjórnvöld harðlega fyrir hömlur sem þar eru settar á trúfrelsi. Hann sagðist þó vongóður um að Vatikanið og Kína næðu einhverskonar samkomulagi á næstu misserum. Engin samskipti hafa verið á milli Kína og Vatikansins frá árinu 1951 en talið er allt að 12 milljónir Kínverja séu kaþólskir. 30.6.2007 11:55
Á annað þúsund gesta á Humarhátíð Góð stemmning var á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði í gær en hátíðin var sett í gær. Á annað þúsund gesta hafa lagt leið sína til bæjarins í tilefni hátíðarinnar. Lögregla segir hátíðina hafa farið mjög vel fram en þó hafi nokkuð borið á ölvun þegar líða tók á nóttina. Ein líkamsárás hefur verið kærð. 30.6.2007 11:09
Mikið mannfall í loftárásum í Afganistan Íbúar í Helmand-héraði í Afganistan telja að á bilinu fimmtíu til áttatíu almennir borgarar hafi týnt lífi í loftárás herliðs Atlantshafsbandalagsins í nótt. Talið er að mörg börn séu meðal fallinna. Talsmaður NATO staðfesti að loftárás hefði verið gerð en sagði ekki staðfest að almennir borgarar hefðu fallið. Vitni segja sprengjum hafa rignt yfir svæðið í tvær til þrjár klukkustundir. 30.6.2007 10:25
Hættir að leita að gjöreyðingarvopnum í Írak Frá og með deginum í gær var allri leit af gjöreyðingarvopnum í Írak hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að hætta formlegri leit sem hófst árið 1999. Bandaríkjamenn notuðu meinta gjöreyðingarvopnaeign Íraka sem rök fyrir innrás í landið. 30.6.2007 10:22
Fíkniefnasali handtekinn í fyrsta skipti á Hólmavík Fíkniefnasali var handtekinn af lögreglunni á Hólmavík í nótt en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla á staðnum handtekur meintan fíkniefnasala við iðju sína í bænum. Málið er nú í rannsókn sem og þau efni sem maðurinn hafði í fórum sínum. 30.6.2007 10:17
Þriggja leitað í tengslum við bílsprengjur í Lundúnum Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá þessu og segir að lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. 30.6.2007 10:08
Skotárás í Danmörku Tuttugu og átta ára gamall maður særðist alvarlega eftir skotárás í Lekkende Mark, sunnan af Præstø, í Danmörku. Hann var fluttur á danska ríkisspítalann með þrjú skotsár á líkamanum. 29.6.2007 22:41
Á 140 kílómetra hraða undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær ökumann sem keyrði á ríflega 140 kílómetra hraða í Álftafirði. Um þremur tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað við umferðareftirlit. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. 29.6.2007 22:07
Umferð gengur vel Enn er töluverð umferð út úr bænum og virðist hún aukast eftir því sem líður á kvöldið. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel og aðeins örfá óhöpp verið tilkynnt. Þau hafa öll verið minniháttar. 29.6.2007 21:08
Á annan tug tilkynninga vegna vanrækslu og slæmrar meðferðar á dýrum Á annan tug tilkynninga berast Bændasamtökunum á ári hverju vegna verulegrar vanrækslu á húsdýrum hér á landi. Dæmi eru um að dýrin séu vannærð svo dögum skipti og séu hýst í lélegum og illa þrifnum húsum. Flestar tilkynningar berast vegna vanrækslu á hrossum og sauðfé. 29.6.2007 19:22