Fleiri fréttir

Eitrað fyrir lúpínum

Búið er að eitra innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, með fram veginum við Ásbyrgi, þó ekki fyrir skordýrum eða öðrum meindýrum heldur á eitrið að eyða plöntutegund einni sem mörgum þykir mikill skaðvaldur.

Sósíalistar hvattir til að kjósa

Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til.

Hljóðupptökur frá yfirheyrslum í Guantanamo opinberaðar

Ráðamenn í Pentagon opinberuðu í dag hljóðupptökur af yfirheyrslum í Guantanamo flóa af tveimur varðhaldsföngum. Annar þeirra yfirheyrðu var Hambali, leiðtogi í öfgahópnum Jemaah Islamiya, sem varð 187 manns að bana í sprengjuárás á næturklúbb í Balí árið 2002.

Hátt í 300 manns komu að leitinni

Leitin að kajakræðurunum var gríðarlega umfangsmikil. Á þriðja hundrað manns úr tuttugu björgunarsveitum, skip og bátar frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar auk lögreglu á Vesturlandi tóku þátt í leitinni.

Víða rignir mikið

Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar.

Skotið á skrifstofu Haniyehs

Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Haniyeh sakaði ekki. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna.

Dómstóll í Georgíu náðar ungan mann

Dómstóll í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að 21 árs karlmanni verði umsvifalaust sleppt úr fangelsi. Íþróttahetjan og heiðursnemandinn, Genarlow Wilson, hafði fengið 10 ára dóm fyrir að hafa þegið munnmök frá 15 ára stelpu þegar hann sjálfur var 17 ára.

Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin

Lögreglan á Vestfjörðum vísar því á bug að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kvöldi föstudagsins síðasta, muni verða ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan segir að málið sé enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem muni taka ákvörðun um ákæru. Maðurinn skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld. Hann hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag.

Meintum Al-Qaida liða sleppt

Yfirréttur í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að ríkisstjórninni í Bandaríkjunum sé óheimilt að halda bandarískum ríkisborgara, Ali al-Marri, sem grunaður er um aðild að Al-Qaida, án þess að kæra hann. Hann skyldi því látinn laus. Í dómsorðum sagði að með því að beita slíku valdi gegn borgurum væri verið að stefna stjórnarskránni og bandarísku þjóðinni í hættu. Ali al-Marri er um þessar stundir eini bandaríski ríkisborgarinn sem er í haldi þar í landi vegna tengsla við al-Qaida.

Aurskriða verður 79 manns að bana

Að minnsta kosti 79 manns hafa látið lífið í bænum Chittagong í Bangladesh eftir að aurskriða féll á bæinn. Margra er enn saknað og björgunarsveitarmenn hafa unnið dag og nótt í von um að finna fólk á lífi.

Það skjóta bara allir á alla

Vopnahlé sem Palestínumenn sömdu um sín á milli í mogun er runnið út í sandinn. Átta manns hafa fallið í skotbardögum milli byssumanna Hamas og Fatah samtakanna. Meðal annars börðust liðsmenn fylkinganna á sjúkrahúsi þar sem einn var drepinn og nítján særðir. "Það skjóta bara allir á alla," sagði læknir við sjúkrahúsið.

Tveir starfsmenn Rauða krossins féllu í Líbanon

Tveir starfsmenn Rauða krossins voru skotnir til bana í dag við flóttamannabúðir Palestínumanna í Líbanon. Starfsmennirnir, sem voru líbanskir, voru að flytja slasaða borgara af átakasvæðinu þegar þeir féllu, en líbanskir hermenn hafa barist við íslamska vígamenn í búðunum undanfarið.

Lyf fundið sem gæti hægt á Parkinson´s

Vísindamenn við háskóla í Chicago hafa fundið lyf sem getur hægt á og jafnvel læknað Parkinson´s sjúkdóminn. Vísindamennirnir benda þó á að rannsóknir eru á byrjunarstigi og að alltof snemmt sé að fullyrða um hvort lyfið sé tilvalið fyrir meðferð á Parkinson´s.

Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar.

Formaður Sniglanna harmar bifhjólaslys

Almenningur ætti að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði bifhjólamannanna tveggja í nótt að sögn Valdísar Steinarsdóttur, formanns Sniglanna. Hún harmar atburðinn og segir að hugur allra félagsmanna í Sniglunum dvelji hjá þeim sem að málinu koma.

Kyrkti ástfangna dóttur sína

Kúrdiskur maður var sakfelldur í Lundúnum í dag fyrir að kyrkja tvítuga dóttur sína. Hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og síðar orðið ástfangin af öðrum manni. Faðirinn myrti hana fyrir að óvirða heiður fjölskyldunnar. Líki hennar var troðið í ferðatösku og flutt til Birmingham þar sem það var grafið í bakgarði.

429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi

429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund.

Vill Norrænt tæknisetur utan Evrópu

Norðurlöndin ættu að íhuga það að setja á stofn sameiginleg tæknisetur utan Evrópu. Esko Aho fyrrum forsætisráðherra Finnlands segir þetta í grein sem hann skrifar í dagblaðið Helsingin Sanomat.

Íhuga málsókn en hafa engu hótað

Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana.

Berklar breiðast út meðal fíla

Í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal hafa nokkrir Asíufílar greinst með berkla. Fulltrúar garðsins fullyrða að sjúkdómurinn hafi breiðst út í um 10 prósent fíla í landinu á undanförnum tveimur árum.

Norðurlöndin þurfa að svara "kínversku ógninni"

Norðurlöndin ættu að styrka samstarf sitt og takast á við áskoranir hnattvæðingar. Þetta segir Lars Oxelheim, prófessor við viðskiptaskóla Háskólans í Lundi í Svíþjóð, í grein sem hann skrifar í Svenska Dagbladet í dag. Oxelheim er einnig formaður sænska tengslanetsins um Evrópurannsóknir.

Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum

Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar.

Sjóræningjar heimta lausnargjald

Sómölsku sjóræningjarnir sem rændu danska flutningaskipinu Danica White hafa sett fram kröfur um lausnargjald fyrir fimm manna danska áhöfn skipsins og skipið sjálft. Útgerðin vill ekki upplýsa hver upphæðin er, en atvinnu-samningamaður hefur verið fenginn til þess að semja við ræningjana.

Drekkti fósturdóttur fyrir tryggingafé

Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að drekkja þriggja ára gamalli fósturdóttur sinni. Þrem mánuðum áður hafði hann tryggt hana fyrir 200 þúsund dollara. Lögreglan í Seattle er sannfærð um að Joel Selmer hafi drekkt Ashley McLellan í sundlaug við hús þeirra síðastliðinn vetur.

Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós

Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram.

Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum.

Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf

Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn.

Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni

Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu.

Hér fundust kajakræðararnir

Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við.

Þrjár konur brenndar lifandi

Þrjár konur voru brenndar til bana í flóttamannabúðum í Úganda í síðustu viku. Þær höfðu verið sakaðar um galdra. Lögreglustjórinn í Kitgum héraði í Afríkuríkinu segir að mótorhjólaeigandi hafi orðið veikur af óþekktum sjúkdómi sem dró hann til dauða. Öldungaráð flóttamannabúðanna úrskurðaði að hann hefði verið drepinn með göldrum.

Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann

Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum.

Skotið á forsætisráðuneyti Palestínu

Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna.

Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun

Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag.

Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta

Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt.

Reyndu að kaupa samning Beckhams af LA Galaxy

LA Galaxy og fulltrúar Davids Beckham höfnuðu í dag tilboði Real Madrid um að kaupa upp samning Beckham við LA Galaxy. Real hafði samband í gærkvöldi en var síðan sagt í dag „kurteislega en ákveðið“ að það væri enginn möguleiki á því Beckham myndi snúast hugur.

Stórslasaður eftir ofsaakstur

Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki.

Stórsigur Sarkozys

Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær.

Flóð í Hollandi og Þýskalandi

Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga á svæðinu í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar.

Ætluðu hringinn

Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því.

Stjórnin féll

Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær. Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð.

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna væntanlegur

R. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og náinn samstarfsmaður Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Ísland þann 14. júní í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra.

Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku

Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals.

Áformað að byggja tíu hæða háhýsi í Vatnsmýrinni

Tíu hæða stórhýsi í Vatnsmýrinni er á teikniborðinu sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist ekki óttast að Norræna Húsið falli í skuggann af turninum. Áætlað er að kynna áformin formlega á næstunni.

Sjá næstu 50 fréttir