Fleiri fréttir Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. 4.6.2007 14:17 Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja 4.6.2007 14:02 Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum. 4.6.2007 13:51 Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum á Sri Lanka Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins á Sri Lanka þann 3. júní. Skorað hefur verið á þarlend yfirvöld að hefja tafarlaust rannsókn á morðunum en ekki er vitað hverjir voru að verki. 4.6.2007 13:37 Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 4.6.2007 13:32 Þörf á tæknibyltingu í iðnaði á næstu árum Þörf er á tæknibyltingu í iðnaði í heiminum á næstu 10-15 árum til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum og styðja við sjálfbæra þróun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins í Essen í Þýskalandi um helgina en þann fund sótti Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra. 4.6.2007 13:20 Kanna möguleikann á því að nýta risaborinn áfram Verið er að kanna möguleikann á því að risaborinn sem nú borar göng að Kárahnjúkum verði notaður til þess að bora veggöng hér á landi. Þetta kom fram hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2. 4.6.2007 13:14 Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. 4.6.2007 13:12 Íranir eru ósigrandi Íranar minnast þess nú að um þessar mundir eru 18 ár liðin frá dauða Ayatollah Kohmeini, stofnanda íranska lýðveldisins. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad sagði í ræðu í gær fyrir utan grafhýsi leiðtogans fyrrverandi að Íranir ætluðu sér ekki hætta við áform sín um að kjarnorkuvæða landið og sagði hann íranska lýðveldið vera „ósigrandi“. 4.6.2007 12:50 Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar. 4.6.2007 12:45 Vaxandi ásókn í laxveiðileyfi Ásókn í laxveiðileyfi fer vaxandi ár frá ári þrátt fyrir hækkandi verð og er þegar uppselt í nokkrar ár áður en veiðitíminn hefst í fyrarmálið. 4.6.2007 12:30 Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu. 4.6.2007 12:21 Fæst málin koma til kasta lögreglunnar Fæst af þeim bóta- og tryggingarsvikamálum upp kemst um, koma til kasta lögreglunnar. Áætla má að hundruð milljóna króna séu svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju. 4.6.2007 12:09 Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. 4.6.2007 12:05 Enn á gjörgæsludeild eftir harðan árekstur Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi fyrir helgina er enn á gjörgæsludeild. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. 4.6.2007 12:02 Fótboltabullan fær tugmilljóna króna sektarkröfur 4.6.2007 11:49 Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar. 4.6.2007 11:45 Bush leggur af stað til Evrópu Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina. 4.6.2007 11:39 Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg á Akureyri Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Að sögn Þorbjörns Haraldsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handbrögð og náði að skrúfa fyrir klórgasið. 4.6.2007 11:34 Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. 4.6.2007 11:19 Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað. 4.6.2007 11:06 Einhverf vélmenni Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl. 4.6.2007 11:00 Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu. 4.6.2007 10:29 Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons. 4.6.2007 10:07 Taylor segist ekki ætla að taka þátt í leiksýningu Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, segist hafa misst trúnna á dómstólnum sem rétta á í máli hans en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Réttarhöldin hófust í hollensku borginni Haag í morgun en Taylor mætti ekki fyrir réttinn. Verjandi hans las upp yfirlýsingu þar sem sagði að forsetinn fyrrverandi ætlaði ekki að taka þátt í því sem hann kallaði leiksýningu. 4.6.2007 10:07 Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2007 10:02 Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. 3.6.2007 20:21 Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu. 3.6.2007 19:45 Sniglarnir vilja víravegriðin niður Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna. 3.6.2007 19:30 Flensborgarskóli 125 ára í dag Í dag var haldið upp á 125 ára afmæli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með hátíðartónleikum kórs skólans. Eyjólfur Eyjólfsson söng einsöng við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, sem bæði stunduðu nám við skólann og sungu með kórnum. 3.6.2007 19:27 Hundruð milljóna svik á ári hverju Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur 3.6.2007 19:16 Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng ganga vel Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng ganga vel og er útlit fyrir að verkið standist áætlun og að vinnu við göngin verði lokið í desember 2009. 3.6.2007 19:08 Sjómenn heiðraðir í tilefni dagsins Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Sjómenn voru heiðraðir og sjómannaguðsþjónustur fóru fram. 3.6.2007 18:50 Vilja fara í mál á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. 3.6.2007 18:45 Fimm Danir í haldi sjóræningja Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu. 3.6.2007 18:30 Egill segist hafa verið laus allra mála Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér. 3.6.2007 18:28 Kennir al-Kaída um árásina Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi. 3.6.2007 17:58 Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. 3.6.2007 17:15 Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu. 3.6.2007 16:59 Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birtir innan skamms úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og mismunandi veiðihlutfalli á þorski. Útflutningstekjur af þorski eru fjörtíu prósent af heildarútflutningstekjum í sjávarútvegi. Formaður LÍÚ segir að sársaukafullt verði að draga úr veiðunum. 3.6.2007 16:30 Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum. 3.6.2007 16:20 Hustler leitar fanga hjá þingmönnum Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið. 3.6.2007 16:06 300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína 300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði . 3.6.2007 15:47 Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna. 3.6.2007 15:02 Harry æfir fyrir Afganistan Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu. 3.6.2007 14:38 Sjá næstu 50 fréttir
Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. 4.6.2007 14:17
Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja 4.6.2007 14:02
Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum. 4.6.2007 13:51
Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum á Sri Lanka Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins á Sri Lanka þann 3. júní. Skorað hefur verið á þarlend yfirvöld að hefja tafarlaust rannsókn á morðunum en ekki er vitað hverjir voru að verki. 4.6.2007 13:37
Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 4.6.2007 13:32
Þörf á tæknibyltingu í iðnaði á næstu árum Þörf er á tæknibyltingu í iðnaði í heiminum á næstu 10-15 árum til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum og styðja við sjálfbæra þróun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins í Essen í Þýskalandi um helgina en þann fund sótti Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra. 4.6.2007 13:20
Kanna möguleikann á því að nýta risaborinn áfram Verið er að kanna möguleikann á því að risaborinn sem nú borar göng að Kárahnjúkum verði notaður til þess að bora veggöng hér á landi. Þetta kom fram hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2. 4.6.2007 13:14
Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. 4.6.2007 13:12
Íranir eru ósigrandi Íranar minnast þess nú að um þessar mundir eru 18 ár liðin frá dauða Ayatollah Kohmeini, stofnanda íranska lýðveldisins. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad sagði í ræðu í gær fyrir utan grafhýsi leiðtogans fyrrverandi að Íranir ætluðu sér ekki hætta við áform sín um að kjarnorkuvæða landið og sagði hann íranska lýðveldið vera „ósigrandi“. 4.6.2007 12:50
Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar. 4.6.2007 12:45
Vaxandi ásókn í laxveiðileyfi Ásókn í laxveiðileyfi fer vaxandi ár frá ári þrátt fyrir hækkandi verð og er þegar uppselt í nokkrar ár áður en veiðitíminn hefst í fyrarmálið. 4.6.2007 12:30
Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu. 4.6.2007 12:21
Fæst málin koma til kasta lögreglunnar Fæst af þeim bóta- og tryggingarsvikamálum upp kemst um, koma til kasta lögreglunnar. Áætla má að hundruð milljóna króna séu svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju. 4.6.2007 12:09
Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. 4.6.2007 12:05
Enn á gjörgæsludeild eftir harðan árekstur Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi fyrir helgina er enn á gjörgæsludeild. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. 4.6.2007 12:02
Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar. 4.6.2007 11:45
Bush leggur af stað til Evrópu Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina. 4.6.2007 11:39
Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg á Akureyri Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Að sögn Þorbjörns Haraldsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handbrögð og náði að skrúfa fyrir klórgasið. 4.6.2007 11:34
Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. 4.6.2007 11:19
Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað. 4.6.2007 11:06
Einhverf vélmenni Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl. 4.6.2007 11:00
Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu. 4.6.2007 10:29
Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons. 4.6.2007 10:07
Taylor segist ekki ætla að taka þátt í leiksýningu Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, segist hafa misst trúnna á dómstólnum sem rétta á í máli hans en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Réttarhöldin hófust í hollensku borginni Haag í morgun en Taylor mætti ekki fyrir réttinn. Verjandi hans las upp yfirlýsingu þar sem sagði að forsetinn fyrrverandi ætlaði ekki að taka þátt í því sem hann kallaði leiksýningu. 4.6.2007 10:07
Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2007 10:02
Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. 3.6.2007 20:21
Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu. 3.6.2007 19:45
Sniglarnir vilja víravegriðin niður Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna. 3.6.2007 19:30
Flensborgarskóli 125 ára í dag Í dag var haldið upp á 125 ára afmæli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með hátíðartónleikum kórs skólans. Eyjólfur Eyjólfsson söng einsöng við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, sem bæði stunduðu nám við skólann og sungu með kórnum. 3.6.2007 19:27
Hundruð milljóna svik á ári hverju Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur 3.6.2007 19:16
Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng ganga vel Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng ganga vel og er útlit fyrir að verkið standist áætlun og að vinnu við göngin verði lokið í desember 2009. 3.6.2007 19:08
Sjómenn heiðraðir í tilefni dagsins Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Sjómenn voru heiðraðir og sjómannaguðsþjónustur fóru fram. 3.6.2007 18:50
Vilja fara í mál á Íslandi Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. 3.6.2007 18:45
Fimm Danir í haldi sjóræningja Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu. 3.6.2007 18:30
Egill segist hafa verið laus allra mála Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér. 3.6.2007 18:28
Kennir al-Kaída um árásina Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi. 3.6.2007 17:58
Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum. 3.6.2007 17:15
Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu. 3.6.2007 16:59
Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birtir innan skamms úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og mismunandi veiðihlutfalli á þorski. Útflutningstekjur af þorski eru fjörtíu prósent af heildarútflutningstekjum í sjávarútvegi. Formaður LÍÚ segir að sársaukafullt verði að draga úr veiðunum. 3.6.2007 16:30
Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum. 3.6.2007 16:20
Hustler leitar fanga hjá þingmönnum Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið. 3.6.2007 16:06
300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína 300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði . 3.6.2007 15:47
Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna. 3.6.2007 15:02
Harry æfir fyrir Afganistan Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu. 3.6.2007 14:38