Fleiri fréttir Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. 6.3.2007 20:28 Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. 6.3.2007 20:15 Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. 6.3.2007 20:00 Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. 6.3.2007 19:35 Kaþólskum lýst vel á sameiningu Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum. 6.3.2007 19:15 Ópíumframleiðslan eykst stöðugt Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um. 6.3.2007 19:00 Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. 6.3.2007 18:56 Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. 6.3.2007 18:45 Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum. 6.3.2007 18:45 Á annað hundrað pílagrímar látnir Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki. 6.3.2007 18:30 Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. 6.3.2007 18:30 Kennarar í Karphúsinu Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund. 6.3.2007 18:13 Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit. 6.3.2007 17:59 Kínverjar auka umsvif sín í geimnum Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar. 6.3.2007 17:49 Libby sekur Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla. 6.3.2007 17:00 Latur þjófur Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum. 6.3.2007 16:52 Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. 6.3.2007 16:33 Fróaði sér yfir farþega Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið. 6.3.2007 16:27 FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál. 6.3.2007 16:20 Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. 6.3.2007 15:59 Veður og færð að versna á Vestfjörðum Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum. 6.3.2007 15:52 Flaug á hús tengdamóður Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki. 6.3.2007 15:41 Hátt í sjö hundruð handteknir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið 675 manns í tengslum við óeirðirnar vegna niðurrifs Æskulýðshússins á Norðurbrú í borginni. Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu að nítján manns hafi verið handteknir í gærkvöld og nótt og þá voru sex handteknir í morgun fyrir að kveikja í bíl. 6.3.2007 15:38 Fjöldamorð á pílagrímum 6.3.2007 15:26 Elgur stangaði þyrlu til jarðar Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana. 6.3.2007 15:16 Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi. 6.3.2007 15:11 Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar. 6.3.2007 15:00 Kennarar og launanefnd funda hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa frá því klukkan eitt setið á fundi hjá ríkissáttasemjara þar sem farið hefur verið yfir kjaradeilu sem staðið hefur frá því í fyrrasumar. Kennarar vilja að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá fjölmörgum öðrum launastéttum. 6.3.2007 14:48 Segja Putin reka morðsveitir Vestrænir fjölmiðlar velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli þess að vinur rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko var særður í skotárás og að rússneskur blaðamaður lést eftir að hafa dottið út um glugga á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Moskvu. Íbúð blaðamannsins var á annarri hæð í húsinu. 6.3.2007 14:37 Fimm kynningarfundir vegna stækkunar álvers Alcan Hafnarfjarðarbær stendur á fimmtudaginn fyrir fyrsta kynningarfundinum af fimm í tengslum við atkvæðagreiðslu um stækkun álvers Alcan í Straumsvík. 6.3.2007 14:17 Jóakim sá brúðkaupið í sjónvarpi Jóakim Danaprins viðurkenndi fyrir fréttamönnum að hann hefði séð brúðkaup Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu sinnar, í sjónvarpi. Prinsinn var staddur í Álaborg þar sem hann var að veita ungum vísindamönnum verðlaun fyrir uppgötvanir. Blaðamenn vildu hins vegar ekkert um verðlaunin vita en spurðu prinsinn látlaust um brúðkaupið. 6.3.2007 14:14 150 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur í tvígang Það léttist væntanlega pyngjan hjá sautján ára pilti sem tekinn var fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær. Þetta var í annað sinn á tíu dögum sem hann var tekinn fyrir slíkt háttalag og þarf hann að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt. 6.3.2007 14:10 Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. 6.3.2007 13:57 Áttundi hver Íraki á flótta Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró. 6.3.2007 13:54 Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög. 6.3.2007 13:51 Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. 6.3.2007 13:33 Ykkar öskutunnur 6.3.2007 13:15 Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. 6.3.2007 13:15 Mótmælin breiðast út Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu. 6.3.2007 13:00 Krefst betri þjónstu fyrir Byrgis- og Breiðavíkurfólk Geðhjálp krefst þess að stjórnvöld veiti því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík aukna þjónustu og gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að því að koma þeim til aðstoðar. 6.3.2007 12:56 Fundu 250 grömm af hassi við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í gær en í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að talið sé að þetta séu 250 grömm af hassi og neyslumagn af kókaíni. 6.3.2007 12:54 Kringlusvæði eflist og stækkar með stokkum Kringlusvæðið mun stækka og eflast til muna þegar kaflar Kringlumýrar- og Miklubrautar hafa verið lagðar í stokka neðanjarðar, eins og borgaryfirvöld stefna nú að. 6.3.2007 12:45 Lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum vegna ofbeldisbrota Íslenska lögreglan hefur lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum hjá Interpol og eru nöfn og myndir af þeim birtar á vef samtakanna. Þeir eru eftirlýstir vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 6.3.2007 12:32 Markaðir að rétta sig við Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það. 6.3.2007 12:30 Hart barist í Mogadishu Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli. 6.3.2007 12:22 Sjá næstu 50 fréttir
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. 6.3.2007 20:28
Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. 6.3.2007 20:15
Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. 6.3.2007 20:00
Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. 6.3.2007 19:35
Kaþólskum lýst vel á sameiningu Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum. 6.3.2007 19:15
Ópíumframleiðslan eykst stöðugt Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um. 6.3.2007 19:00
Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. 6.3.2007 18:56
Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. 6.3.2007 18:45
Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum. 6.3.2007 18:45
Á annað hundrað pílagrímar látnir Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki. 6.3.2007 18:30
Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. 6.3.2007 18:30
Kennarar í Karphúsinu Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund. 6.3.2007 18:13
Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit. 6.3.2007 17:59
Kínverjar auka umsvif sín í geimnum Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar. 6.3.2007 17:49
Libby sekur Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla. 6.3.2007 17:00
Latur þjófur Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum. 6.3.2007 16:52
Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. 6.3.2007 16:33
Fróaði sér yfir farþega Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið. 6.3.2007 16:27
FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál. 6.3.2007 16:20
Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. 6.3.2007 15:59
Veður og færð að versna á Vestfjörðum Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum. 6.3.2007 15:52
Flaug á hús tengdamóður Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki. 6.3.2007 15:41
Hátt í sjö hundruð handteknir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið 675 manns í tengslum við óeirðirnar vegna niðurrifs Æskulýðshússins á Norðurbrú í borginni. Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu að nítján manns hafi verið handteknir í gærkvöld og nótt og þá voru sex handteknir í morgun fyrir að kveikja í bíl. 6.3.2007 15:38
Elgur stangaði þyrlu til jarðar Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana. 6.3.2007 15:16
Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi. 6.3.2007 15:11
Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar. 6.3.2007 15:00
Kennarar og launanefnd funda hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa frá því klukkan eitt setið á fundi hjá ríkissáttasemjara þar sem farið hefur verið yfir kjaradeilu sem staðið hefur frá því í fyrrasumar. Kennarar vilja að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við verðbólgu og launabreytingar hjá fjölmörgum öðrum launastéttum. 6.3.2007 14:48
Segja Putin reka morðsveitir Vestrænir fjölmiðlar velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli þess að vinur rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko var særður í skotárás og að rússneskur blaðamaður lést eftir að hafa dottið út um glugga á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Moskvu. Íbúð blaðamannsins var á annarri hæð í húsinu. 6.3.2007 14:37
Fimm kynningarfundir vegna stækkunar álvers Alcan Hafnarfjarðarbær stendur á fimmtudaginn fyrir fyrsta kynningarfundinum af fimm í tengslum við atkvæðagreiðslu um stækkun álvers Alcan í Straumsvík. 6.3.2007 14:17
Jóakim sá brúðkaupið í sjónvarpi Jóakim Danaprins viðurkenndi fyrir fréttamönnum að hann hefði séð brúðkaup Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu sinnar, í sjónvarpi. Prinsinn var staddur í Álaborg þar sem hann var að veita ungum vísindamönnum verðlaun fyrir uppgötvanir. Blaðamenn vildu hins vegar ekkert um verðlaunin vita en spurðu prinsinn látlaust um brúðkaupið. 6.3.2007 14:14
150 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur í tvígang Það léttist væntanlega pyngjan hjá sautján ára pilti sem tekinn var fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær. Þetta var í annað sinn á tíu dögum sem hann var tekinn fyrir slíkt háttalag og þarf hann að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt. 6.3.2007 14:10
Vill stuðla að notkun vistvænna ökutækja Ríkisstjórnin ræddi í morgun og samþykkti frumvarp sem miðar að því að hvetja fólk til þess að nota vistvæn ökutæki. Í minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram á fundinum er kemur fram að vörugjöld á bifreiðar sem eru með metangas- eða rafnmagsvélar séu 240 þúsund króum lægri en ella og að ökutæki sem nýti rafmagn eða vetni séu undanþegin gjaldskyldu til ársins 2008. 6.3.2007 13:57
Áttundi hver Íraki á flótta Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró. 6.3.2007 13:54
Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög. 6.3.2007 13:51
Atorka og Straumborg kaupa 3X Technology Atorka Group og Straumborg hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu 3X Technology ehf. á Ísafirði sem áður hét 3X Stál. 6.3.2007 13:33
Fjölmargir skólar bjóða upp á ókeypis hafragraut Fjöldi grunnskóla er farinn að bjóða nemendum upp á ókeypis hafragraut í morgunmat. Eftir að fréttastofa Stöðvar 2 flutti frétt í gærkvöldi af Brekkuskóla á Akureyri komu ábendingar víða að um fleiri skóla sem hefðu tekið upp þennan sið. 6.3.2007 13:15
Mótmælin breiðast út Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu. 6.3.2007 13:00
Krefst betri þjónstu fyrir Byrgis- og Breiðavíkurfólk Geðhjálp krefst þess að stjórnvöld veiti því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík aukna þjónustu og gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að því að koma þeim til aðstoðar. 6.3.2007 12:56
Fundu 250 grömm af hassi við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í gær en í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að talið sé að þetta séu 250 grömm af hassi og neyslumagn af kókaíni. 6.3.2007 12:54
Kringlusvæði eflist og stækkar með stokkum Kringlusvæðið mun stækka og eflast til muna þegar kaflar Kringlumýrar- og Miklubrautar hafa verið lagðar í stokka neðanjarðar, eins og borgaryfirvöld stefna nú að. 6.3.2007 12:45
Lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum vegna ofbeldisbrota Íslenska lögreglan hefur lýst eftir tveimur erlendum ríkisborgurum hjá Interpol og eru nöfn og myndir af þeim birtar á vef samtakanna. Þeir eru eftirlýstir vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 6.3.2007 12:32
Markaðir að rétta sig við Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það. 6.3.2007 12:30
Hart barist í Mogadishu Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli. 6.3.2007 12:22