Fleiri fréttir

Þrír Íslandsvinir hrepptu verðlaun

Þrír Íslandsvinir hrepptu samtals fjórar styttur þegar Golden Globe verðlaunin voru afhent í Hollywood í gærnótt. Helen Mirren hlaut tvenn verðlaun fyrir leik sinn í tveimur myndum um Englandsdrottningar, Forest Whitaker ein fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin, og Clint Eastwood fyrir erlenda mynd. Það eru erlendir gagnrýnendur og blaðamenn í Hollywood sem veita Gullhnettina á hverju ári og eru þessi verðlaun sögð vísbending um hverjir hafa betur í baráttunni um Óskarsstytturnar í næsta mánuði. Í nótt var breska leikkonan Helen Mirren verðlaunuð fyrir að túlka tvær Elísabetur, það er Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu í sjónvarpsþáttaröð um hana og Elísabetu aðra í myndinni "Drottningin" sem fjallar um dauða Díönu prinsessu af Wales og eftirmála hans. Whitaker mun að mati gagnrýnenda hafa unnið leiksigur með túlkun sinni á Idi Amin í myndinni Síðasti konungur Skotlands. Amin stjórnaði Austur-Afríkuríkinu Úganda með harðri hendi á áttunda áratug síðustu aldar. Besta drama-myndin var valin Babel með þeim Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum. Á Golden Globe verðlaunahátíðinni eru gaman- eða söngvamyndir verðlaunaðar sérstaklega. Besta mynd úr þeim hópi var valin söngvamyndin um Draumastúlkunar. Grínarinn Eddie Murphy er þar í aukahlutverki og var verðlaunaður fyrir. Sacha Baron Cohen var valinn besti aðalleikari í gamanmynd fyrir túlkun sína á kasakska fréttamanninum Borat í samnefndri mynd. Í ræðu sinni þakkaði Cohen öllum þeim Bandaríkjamönnum sem hefðu ekki lögsótt hann vegna myndarinnar. Meryl Streep hreppti hnossið sem aðalleikona í gamanmynd fyrir myndina Djöfullinn klæðist Prada. Martin Scorsese var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Departed og besta erlenda myndin var Letters from Iwo Jima eftir Clint Eastwood. Besti dramaþátturinn var Læknalíf, eða Greys Anatomy, og besti gamanþátturinn Ljóta Bettý.

SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag.

Meint fangaflugvél lenti hér á landi

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir frekari upplýsingum um ferðir bandarískrar flugvélar, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, um íslenska lofthelgi á undanförnum árum. Grunur leikur á að bandaríska leyniþjónustan hafi notað hana til fangaflutninga.

Taldi ríkisendurskoðun fylgjast með fjármálum Byrgisins

Ríkisendurskoðun átti að hafa eftirlit með fjármálum Byrgisins að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir að þrátt fyrir svarta skýrslu um fjármál Byrgisins árið 2002 hafi hann talið að eftirlit með félagasamtökunum yrði tryggt með því að gera Byrgið að sjálfseignarstofnun.

Draga þarf lærdóm af könnuninni

Læra þarf af könnun sem sýnir að þriðjungur heyrnarlausra hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, að mati talskonu Stígamóta. Hún segir einnig þurfa að athuga með og ná til þeirra sem eru líkamlega og andlega fatlaðir.

Í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrota gegn stúlkum

Maður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag, grunaður um að hafa áreitt fjórar stúlkur kynferðislega, sitt í hvoru lagi, í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkurnar eru á aldrinum 5-12 ára. Tilkynningar bárust um brotin um miðjan dag í gær og var maðurinn handtekinn síðdegis í gær.

Á þriðja þúsund undirskriftir

Forsvarsmenn íbúasamtaka Breiðholts afhentu borgarstjóra á þriðja þúsund undirskriftir fólks sem er á móti því að gullnáma með spilakössum verði opnuð í Mjóddinni.

Samhjálp vill aðstöðu og fjármuni

Forstöðumaður Samhjálpar segir að meðferðarheimili þeirra geti ekki tekið við þeim hópi sem leitað hefur til Byrgisins, jafnvel þótt stjórnvöld leggi fé til með fólkinu, bætt aðstaða verði líka að koma til.

Linnulausar maraþonræður um RÚV-frumvarpið

Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.

Tveir á slysadeild eftir árekstur á Garðsvegi

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Garðsvegi um þrjúleytið í dag en meiðsl beggja reyndust minniháttar. Bílarnir voru allir dregnir af slysstað með kranabíl, þar af var einn þeirra mikið skemmdur. Talsverð hálka var á slysstað að sögn lögreglu.

Fjögur vinnuslys í Reykjavík í gær

Fjögur vinnuslys voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Snemma í gærmorgun féll hleri á tvítugan pilt sem var við vinnu sína um borð í togara við Holtabakka. Undir hádegi skarst þrítugur karlmaður á höfði en hann var að vinna á lyftara í Grafarvogi.

Prodi samþykkir herstöðvarstækkun

Ítalir eru samþykkir því að Bandaríkjamenn stækki eina stærstu herstöð sína í Evrópu, sem er í Vicenza á Ítalíu. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti þetta í dag. Skiptar skoðanir hafa verið innan samsteypustjórnar vinstri- og miðjumanna um áætlanir Bandaríkjamanna.

Gæsluvarðhald yfir síbrotamanni staðfest

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni. Maðurinn var í desember dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot svo sem nytjastuld, skjalafals og þjófnaði.

Bið á að Blair hverfi frá

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að minnsta kosti að sitja í embætti fram yfir leiðtogafund Evrópusambandsins í júní. Blair hyggst hann láta af embætti forsætisráðherra á þessu ári en hefur ekki viljað segja neitt um hvenær hann yfirgefur Downingstræti.

Blökkumaður í forsetastól í Hvíta húsinu?

Barack Obama, öldungadeildarþingmaður demókrata í Illinois, tók í dag fyrstu skrefin að hugsanlegu framboði til forseta Bandaríkjanna þegar hann greindi frá því að hefði myndað sérstaka könnunarnefnd sem gerir honum kleift að safna fé og ráða til sín starfsfólk vegna framboðsins.

Kuldamet vetrarins fallið - frostið 27,4 stig í Bárðardal

Hörku frost er nú víða á norðanverðulandinu og milli klukkan 14 og 15 fór frostið niður í 27,4 gráður í Svartárkoti í Bárðardal og 22,2 gráður á Torfum í Eyjafjarðarsveit. Í dag hefur verið harðnandi frost á Akureyri og mældist frostið 14,2 gráður klukkan þrjú í dag.

Hátt í hundrað látnir í árásum í Bagdad

Að minnsta kosti 85 eru látnir eftir fjölda árása í Bagdad í Írak í dag. Um 60 manns eru sagðir hafa látist í sjálfsmorðsárás tveggja manna við háskóla í austurhluta borgarinnar og þar særðust yfir hundrað manns.

Varnarviðræður við Breta í dag

Íslenskir embættismenn funduðu í dag í Lundúnum með breskum embættismönnum um samstarf þjóðanna í öryggismálum í Norður-Atlantshafi. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að rætt hafi verið um sameiginlega hagsmuni og hvernig hugsanlegt sé að auka samstarf Íslands og Bretlands.

Tímamótum kvenna í borgarstjórn fagnað

Á næsta ári eru eitt hundrað ár liðin frá því konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Á fundi borgarstjórnar í dag var tillaga Samfylkingarinnar þess efnis að tímamótanna verði sérstaklega minnst samþykkt.

Stálu tómum gosdrykkjaumbúðum

Áfengi, greiðslukort og tómar gosdrykkjaumbúðir voru meðal þess stolið var á ýmsum stöðum í borginni í gær. Áfengi var stolið úr samkomuhúsi í miðborginni og þar skammt frá hvarf hjól úr bílageymslu.

Dvaldi mánuðum saman á hóteli án þess að greiða fyrir það

Karlmaður í Danmörku þarf væntanlega að sætta sig við ögn minni munað eftir að hann var dæmdur í 13 daga fangelsi fyrir fjársvik, en hann var ákærður fyrir að dvelja á tveimur hótelum í langan tíma án þess að greiða fyrir það.

Einn af talsmönnum Múllah Omars handtekinn

Afgönsk yfirvöld greindu frá því í dag að afganskar sveitir hefðu handtekið Mohammad Hanif, talsmann Múllah Mohammads Omars, leiðtoga talibana í landinu.

Merkingum matvæla ábótavant

Umhverfisstofnun telur að bæta þurfi merkingar matvæla en könnun stofnunarinnar hefur leitt í ljós nokkrar brotalamir í þeim efnum. Stofnunin kannaði merkingar á ýmsum tilbúnum réttum, alls 67 vörum, og kom í ljós að magnmerkingar voru ekki réttar í þriðjungi tilfella.

Þrettán talibanar felldir í Suður-Afganistan

Þrettán uppreisnarmenn úr röðum talibana eru sagðir hafa fallið í átökum við hermenn NATO og afgönsku stjórnarinnar í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans síðustu daga. Þá hafa tveir breskir hermenn fallið í átökunum.

Ný fréttastöð í Noregi

Norðmenn eignuðust sjónvarpsstöð helgaða fréttaflutningi í gær þegar Nyhetskanalen fór í loftið. Stöðin er á vegum TV 2 sjónvarpsstöðvarinnar og sendir út dagskrá allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Undirbúningur hófst fyrir fjórum mánuðum og stöðin fór svo í loftið á hádegi í gær.

Gripinn við vélsleðaakstur innanbæjar án réttinda

Vélsleðamaður á Akranesi reyndi á sunnudag að stinga lögreglu af eftir að kvartað hafði verið undan akstri hans í bænum. Lögregla hafði svipast um eftir sleðamanninum eftir kvörtunina og fann hann loks eftir nokkra leit.

Snorri Sturluson með stirt netsamband og lélegt sjónvarp

Reykholt í Borgarfirði og þar með Snorrastofa búa við hægfara, stirt og brothætt net-samband um svokallað Emax eða eldra kerfi Símans og sjónvarssendingum um örbylgju eða þráð er útilokað að ná þar á bæ. Samt liggur ljósleiðari um bæjarhlaðið. Reykhiltingar skora á þingmenn að krefjast efnda af hálfu stjórnvalda.

Pattstaða í síldarviðræðum

Illa gengur að ná samkomulagi um skiptingu kvótans úr norsk-íslenska síldarstofninum á fjölþjóðlegum samningafundi um síldina í Osló. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir fiskveiðiþjóðum ekki sæmandi að veiða stjórnlaust úr stofninum.

Íslendingar þrettánda mesta fiskveiðiþjóð heims

Íslendingar eru þrettánda mesta fiskveiðiþjóð heims eftir því sem fram kemur í riti frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt tölunum nam heimsaflinn um 95 milljónum tonna árið 2004 og jókst um 4,8 milljónir frá árinu 2003.

Batahorfur ekki sagðar vera góðar

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, er veikari en nokkru sinni fyrr eftir þrjár misheppnaðar skurðaðgerðir. Spænskt dagblað fullyrðir þetta í dag.

Þriðja umræða um RÚV-frumvarpið heldur áfram

Þriðja umræða um Ríkisúvarpið ohf. hófst aftur nú laust fyrir hádegi eftir töluverðar deilur um tilhögun þinghalds á næstunni. Umræðan um frumvarpið hófst í gær og stóð til miðnættis og laust fyrir hádegi voru níu þingmenn á mælendaskrá varðandi frumvarpið.

Rússar selja Írönum loftvarnarkerfi

Rússar hafa afhent Írönum loftvarnarkerfi en samkomulag um sölu þess náðist á síðasta ári. Kerfið heitir TOR-M1 og er færanlegt. Það samanstendur af þremur tegundum af færanlegum eldflaugapöllum. Þeir geta fylgst með tveimur skotmörkum í einu og geta unnið sjálfstætt við nær allar aðstæður.

Fleiri hópar í hættu vegna kynferðisofbeldis

Talskona Stígamóta segir að læra þurfi af könnun um ofbeldi gegn heyrnarlausum og að beina þurfi sjónum að hópum sem eru í meiri hættu en aðrir að verða fyrir slíku ofbeldi.

Þjóðhagsspá: Atvinnuleysi eykst og verðbólga 3,8% árið 2007

Í nýrri endurskoðaðri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi á árinu 2007 verði 3,3% en það var 1,3% á árinu 2006. Áætlað er að viðskiptahallinn á síðasta ári hafi verið 22,4% af landsframleiðslu. Verulega á þó að draga úr honum í ár samkvæmt spánni og verður hann 14,5% af landsframleiðslu.

Útvarpsstjóri segir ummæli Ögmundar ómerkileg

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir rangt að hann hafi gerst tvísaga um réttindi starfsfólks Ríkisútvarpsins. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, hélt því fram í þingsal í dag að Páll hefði sagt eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra, eftir að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið gengur í gegn, en annað við þingmenn.

51% kvenna í USA utan hjónabands

Fleiri bandarískar konur búa nú án eiginmanns en með eiginmanni. Sérfræðingar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem svo sé. Árið 1950 var talan 35% og árið 2000 49% en árið 2005 var talan komin upp í 51%. Þetta kom fram í skýrslu New York Times um bandaríska manntalið sem var tekið árið 2005.

Útvarpsstjóri sakaður um að vera missaga

Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn

30 látnir í vetrarveðri í Bandaríkjunum

Kuldi og ísregn hafa orðið 30 manns að bana í miðríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í Oklahoma og þjóðvarðliðar hafa verið kvaddir til Missouri, þar sem 200 þúsund heimili eru rafmagnslaus.

Sjá næstu 50 fréttir