Linnulausar maraþonræður um RÚV-frumvarpið 16. janúar 2007 18:27 Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.Þingsalurinn er nánast galtómur meðan löngu ræðurnar eru fluttar. Mörður Árnason talaði í þrjár klukkustundir í gær og sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í gærkvöldi og í dag talað í eina til eina og hálfa klukkustund hver.Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, neitar því að þetta sé málþóf en segir að það sem fyrir þeim vaki sé að koma sjónarmiðum sínum vel og tryggilega á framfæri og að fá skýr svör við nýjum upplýsingum sem bendi til þess að samþykkt frumvarpsins geti haft afdrifarík áhrif á fjárhag Ríkisútvarpsins. Þau svör hafi ekki fengist. Mörður Árnason líkti því í morgun við hernaðarástand að öðrum þingstörfum hefði verið vikið til hliðar. Eins konar herlög hefðu verið á sett á Alþingi til að keyra Ríkisútvarpsfrumvarpið í gegn. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að því hafi verið lýst yfir þegar þingi var slitið fyrir jól að það yrði bara eitt þingmál á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið, og þessvegna sé það eina málið á dagskrá.Spurður hve lengi stjórnarandstaðan ætli að tala í málinu segir Össur að það verði gert þangað til sjónarmiðum hennar hafi verið komið vel og tryggilega á framfæri. Össur segir þetta málefnanleg átök. Það sé mjög lítil sannfæring af hálfu ríkisstjórnarliðsins. Fyrst og fremst einn ráðherra hangi á þessu máli. Um málið yrði auðvelt að ná sátt en stjórnarliðið vilji ekki einu sinni tala við stjórnarandstöðuna þó svo að hún hafi boðið upp á það.Sólveig Pétursdóttir segir stefnt að kvöld- og morgunfundum næstu daga og ekki verði hætt fyrr en umræðu sé lokið. Fyrr sé ekki hægt að fara í atkvæðagreiðslu. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.Þingsalurinn er nánast galtómur meðan löngu ræðurnar eru fluttar. Mörður Árnason talaði í þrjár klukkustundir í gær og sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í gærkvöldi og í dag talað í eina til eina og hálfa klukkustund hver.Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, neitar því að þetta sé málþóf en segir að það sem fyrir þeim vaki sé að koma sjónarmiðum sínum vel og tryggilega á framfæri og að fá skýr svör við nýjum upplýsingum sem bendi til þess að samþykkt frumvarpsins geti haft afdrifarík áhrif á fjárhag Ríkisútvarpsins. Þau svör hafi ekki fengist. Mörður Árnason líkti því í morgun við hernaðarástand að öðrum þingstörfum hefði verið vikið til hliðar. Eins konar herlög hefðu verið á sett á Alþingi til að keyra Ríkisútvarpsfrumvarpið í gegn. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að því hafi verið lýst yfir þegar þingi var slitið fyrir jól að það yrði bara eitt þingmál á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið, og þessvegna sé það eina málið á dagskrá.Spurður hve lengi stjórnarandstaðan ætli að tala í málinu segir Össur að það verði gert þangað til sjónarmiðum hennar hafi verið komið vel og tryggilega á framfæri. Össur segir þetta málefnanleg átök. Það sé mjög lítil sannfæring af hálfu ríkisstjórnarliðsins. Fyrst og fremst einn ráðherra hangi á þessu máli. Um málið yrði auðvelt að ná sátt en stjórnarliðið vilji ekki einu sinni tala við stjórnarandstöðuna þó svo að hún hafi boðið upp á það.Sólveig Pétursdóttir segir stefnt að kvöld- og morgunfundum næstu daga og ekki verði hætt fyrr en umræðu sé lokið. Fyrr sé ekki hægt að fara í atkvæðagreiðslu.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira