Fleiri fréttir

Málþóf í Rúv-umræðu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í meirihluta á mælendaskrá í þriðju umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið og tala margir lengi. Þannig talaði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í rúma þrjá tíma fyrr í kvöld og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, talaði samtals í um það bil tvo og hálfan tíma.

Hlýir vetur ógna hreindýrum í Lapplandi

Óvenju hlýr vetur hefur haft slæm áhrif á hreindýrahjarðir Sama í Norður-Svíþjóð þar sem blautur og þungur snjór og tíðar hitasveiflur gera hreindýrunum erfitt fyrir að krafsa snjóinn ofan af hreindýramosanum sem þau byggja afkomu sína á.

Eftirlit með fjárveitingum eflt

Félagsmálaráðherra segir innra eftirlit með fjárveitingum verða eflt í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um Byrgið. Úttektin nær einungis til áranna 2005 og 2006, en opinberar fjárveitingar til Byrgisins hófust hins vegar árið 1999 og hljóða upp á tæpar 200 milljónir króna. Ætla má að einnig kannað verði hvað varð um þá fjármuni.

Önnur kæran lögð fram gegn Guðmundi í Byrginu

Þrítug kona lagði í dag fram kæru gegn Guðmundi Jónssyni forstöðumanni Byrgisins, fyrir kynferðislega misbeitingu um nokkurra ára skeið þegar hún var skjólstæðingur Byrgisins. Þetta er önnur konan sem leggur fram kæru á hendur Guðmundi.

Kortleggja fiskdauða í Grundarfirði

Hafrannsóknar-stofnunin vinnur enn að rannsóknum í Grundarfirði eftir fiskdauða í þorskeldi þar. Grunur leikur á að mikið magn af síld í firðinum hafi orsakað súrefnisþurrð en verið er að kortleggja yfir hversu stórt svæði fiskdauðinn náði.

Jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti að styrkleika 5,7 á Richter-skalanum skók miðhluta Japans klukkan 18:18 í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín skammt suður af höfuðborginni Tokyo. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki. Flestir hafa væntanlega verið sofandi í rúmum sínum enda mið nótt í Japan.

Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn

Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt.

Gen tengt Alzheimers

Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt.

Leynigöng á Gaza fóðruð með sprengiefnum

Palestínskar öryggissveitir greindu frá því í dag að þær hefðu fundið yfirgripsmikil jarðgangakerfi á Gaza. Fatah-hreyfingin sagði að göngin hefði mátt nota til að nota til að myrða æðstu leiðtoga hreyfingarinnar, þeirra á meðal forseta Palestínu, Mahmoud Abbas. Hamas-hreyfingin vildi ekki segja hvort liðsmenn hennar hefðu grafið göngin.

Ráðherrar sakaðir um að leyna Alþingi gögnum um RÚV

Stjórnarandstaðan sakaði menntamálaráðherra og fjármálaráðherra í dag um að hafa vísvitandi leynt Alþingi mikilsverðum gögnum um Ríkisútvarpið og krafðist þess að afgreiðslu lagafrumvarpsins yrði frestað fram yfir kosningar. Stjórnarflokkarnir stefna að kvöld- og morgunfundum í þinginu svo unnt verði að ljúka málinu á næstu sólarhringum.

Árekstur við Þingborg í dag

Fólksbíll og vöruflutningabíll rákust saman á Suðurlandsvegi á móts við Þingborg á þriðja tímanum í dag. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild í Reykjavík en reyndist einungis hafa hlotið minniháttar meiðsl. Bílarnir voru báðir fluttir af vettvangi óökufærir.

Engin ákvörðun um greiðslu dvalargjalds til Samhjálpar

Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar hvort dvalargjald verður greitt til Samhjálpar fyrir þá skjólstæðinga borgarinnar sem verið hafa í Byrginu, segir Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Auðgunarferlið í Íran byrjar innan skamms

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að aðstaða til að auðga úran í Natanz kjarnorkuverinu yrði stækkuð smátt og smátt og að það ferli byrjaði mjög fljótlega. Fyrr í dag sögðu stjórnvöld í Teheran að 3000 kjarnakljúfum yrði bætt við kjarnorkuverið í Natanz.

Zapatero of bjartsýnn

Forsætisráðherra Spánar viðurkenndi í dag að hann hafi gert "greinileg mistök" með því að vera of bjartsýnn á niðurstöður sáttaumleitana við basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA. José Luis Zapatero, sagði þann 29. desember að viðræðurnar væru að taka við sér, degi seinna sprengdi ETA bílsprengju á flugvellingum í Madríd.

Samhjálp falið að taka við verkefnum Byrgisins

Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram hjá Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra á fréttamannafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins.

Byrginu lokað

Ákveðið hefur verið að loka Byrginu en Guðmundur Jónsson, stjórnarformaður Byrgisins, tilkynnti þetta í viðtali við fréttastofu Útvarps í dag. Guðmundur sagði stjórnina hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess a að félagsmálaráðuneytið ætlaði að stöðva greiðslur þangað.

Fyrirtaka í máli olíufélaga á hendur ríkinu á morgun

Fyrirtaka verður í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli stóru olíufélaganna á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu vegna sektar sem olíufélögin fengu fyrir ólöglegt samráð sitt á níunda áratug síðustu aldar.

Krónan heldur áfram að styrkjast

Krónan hélt áfram að styrkjast í viðskiptum dagsins og hefur styrkst um tæp 4% á síðustu þremur viðskiptadögum. Í hálf fimm fréttum Kaupþings segir að styrkinguna í síðustu viku megi líklega rekja til fjörtíu milljarða króna útgáfu krónubréfa á föstudaginn en hún er sú langstærsta til þessa.

Félagsmálaráðherra boðar til blaðamannafundar vegna Byrgisins

Félagsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar um málefni Byrgisins í félagsmálaráðuneytinu klukkan fimm. Þar verður væntanlega til umræðu kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál sjálfseignarstofnunarinnar en eins og fram hefur komið leggur Ríkisendurskoðun til að greiðslum til stofnunarinnar verði hætt og málinu vísað til Ríkissaksóknara.

Þriðja umræða um RÚV-frumvarpið í fullum gangi

Stjórnarandstæðingum á Alþingi varð ekki að ósk sinni um að þriðju umræðu um frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. yrði frestað vegna upplýsinga um samskipti stjórnvalda og Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.

Maóistar taka sæti á nepalska þinginu

Þingmenn á nepalska þinginu samþykktu í dag bráðabirgðastjórnarskrá sem gerði það að verkum að fulltrúar maósta tóku sæti á þinginu.

Seldi fíkniefni á bílastæði við verslun á Akureyri

Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Maðurinn var handtekinn í mars á síðasta ári á bílastæði við verslun á Akureyri. Í bílnum fundust fíkniefni.

MND-félagið sendir hjálpartæki til Mongólíu

MND-félagið, félag fólks með hreyfitaugahömlun, ætlar að senda hjálpartæki fyrir MND-sjúklinga til Mongólíu. Í tilkynningu frá félaginu segir að þörfin fyrir hjálpartæki þar sé afar brýn en MND-félagið á Íslandi hefur staðið fyrir söfnun hjálpartækjanna.

Ákvað að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins

Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa gengið frá framboðslista sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Kosið var í tíu efstu sæti listans á aukakjördæmisþingi um helgina. Ein breyting var gerð á listanum en Vigdís M. Sveinsbjörnsdóttir sem bauð sig fram í þriðja til fjórða sæti en lenti í því sjötta ákvað að taka ekki sæti á listanum.

Kolsvört skýrsla um Byrgið - Ríkisendurskoðun vill senda málið til saksóknara

Vanhöld í fjármálaumsýslu og bókhaldi Byrgisins eru veruleg og nema tugmilljónum króna að mati Ríksendurskoðunar sem skilað hefur skýrslu sinni sem unnin var að beiðni félagsmálaráðuneytisins. Lagt er til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og að málinu verði vísað til Ríkissaksóknara.

Fjarskiptasamband komið í lag

Síma-, net- og farsímasamband Vodafone í Grafarvogi, Grafarholti, Borgarholti og Mosfellsbæ er komið í lag en bilun varð í símstöð í morgun.

Ráðherrar sakaðir um að leyna gögnum

Deilt var á menntamálaráðherra og fjármálaráðherra og þeir sakaðir um að fela gögn tengd frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. við upphaf fyrsta þingfundar nú eftir áramót. Farið var fram á það að málinu yrði frestað.

Myndir sýndar af aftökunum í Írak í nótt

Stjórnvöld í Írak hafa sýnt fjölmiðlum myndir af aftökum sem fram fóru í Bagdad í nótt. Þá voru hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins hengdir.

Dæmdir fyrir brandara um íslam

Dómstóll í Casablanca í Marokkó hefur dæmt tvo blaðamenn í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi og sektað þá um hátt í 600 þúsund krónur fyrir að hæðast að íslam og draga úr siðferði almennings í vikuriti sínu.

Fyrstu skrefin að tvöföldun Hvalfjarðarganga

Fulltrúar Spalar og Vegagerðarinnar hafa undirritað samkomulag sem kallað er á heimasíðu Spalar fyrsta formlega skrefið að því marki að tvöfalda þjóðveginn um Kjalarnes og gera ný göng undir Hvalfjörð.

Innflutningsbann stendur enn

Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins.

Hátt í 100 ungmenn rekin út af Sjónarhóli í Kaupmannahöfn

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í morgun nærri 100 manns eftir að hafa rekið fólkið út úr yfirgefinni verksmiðjubyggingu sem það hafði lagt undir sig. Ungmenninn lögðu undir sig bygginguna á laugardag og neituðu að hreyfa sig en með þessu vildu þau mótmæla lokun hins svokallað Ungdómshúss í borginni.

Engar myndir birtar af aftökum í nótt

Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn.

Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak

Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak.

Málflutningur í Baugsmáli hafinn í Hæstarétti

Málflutningur vegna sex ákæruliða í fyrra Baugsmálinu stendur nú yfir í Hæstarétti. Er þetta í fyrsta skipti sem ákæruliðirnir fá efnislega meðferð í Hæstarétti en síðast var þeim vísað aftur heim í hérað.

Abbas, Olmert og Rice funda

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins.

Svört skýrsla um Byrgið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins verður birt nú eftir hádegi. Búast má við svartri skýrslu ef miðað er við að Ríkisendurskoðandi þótti ástæða til að stöðva greiðslur til Byrgisins áður en rannsókn lauk.

Bush játar að hafa gert ástandið verra

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi.

Bilun í símstöð veldur fjarskiptatruflunum

Bilun er í símstöð sem veldur truflunum á síma, neti og farsímaþjónustu hjá Vodafone í Grafarholti, Grafarvogi, Borgarholti og Mosfellsbæ. Unnið er að viðgerð.

Kútter Sigurfari verður sjófær á ný

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 60 milljónum króna á næstu 5 árum til endurgerðar og varðveislu kútters Sigurfara, sem staðið hefur við Byggðasafn Akraness undanfarin ríflega 30 ár, með það fyrir augum að gera skipið sjófært á ný.

ESB harmar loftárásir

Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt.

Stutt kosningaþing hefst í dag

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir fimm vikna jólahlé. Búast má við snarpri törn næstu tvo mánuði en gert er ráð fyrir að þinginu verði slitið óvenju snemma í ár, eða 15. mars, vegna alþingiskosninganna í vor.

Ökumaður og farþegar undir áhrifum kókaíns

Ökumaður bifreiðar sem ók utan í vegrið í Svínahraun á laugardagsmorgun er grunaður um að hafa verið undir áhrifum kókaíns. Tveir aðrir karlmenn voru í bílnum og er einnig talið að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir eru á þrítugsaldri.

Sjá næstu 50 fréttir