Fleiri fréttir

Fyrsta barn ársins á Ísafirði fæddist í dag

Fyrsta barn ársins á Ísafirði fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á ellefta tímanum í dag. Fréttavefur Bæjarins besta segir það hafa verið stóra og myndarlega stúlku en hún var sautján og hálf mörk og fimmtíu og einn sentimetri.

Varað við ferðalögum til Bangladesh

Breska utanríkisráðuneytið hefur varað Breta við ferðalögum til Bangladesh. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að talsvert sé um hryðjuverkaárásir í landinu og að Vesturlandabúar gætu átt á hættu að vera rænt af öfgamönnum og mótmælendum.

Starfsmaður S.þ. myrtur í Súdan

Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna var myrtur í fyrirsát í suðurhluta Súdans í dag. Maðurinn vann fyrir Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Hann var farþegi í bíl sem setið var fyrir þrátt fyrir að bílnum fylgdu hermenn frá suður-súdanska hernum.

Þrír árekstrar á Hellisheiði í dag

Lögreglan á Selfossi hefur í dag aðstoðað fasta ökumenn á Hellisheiði rétt ofan við Hveradalina. Leiðinlegt skyggni er á heiðinni og hafa ökumenn verið að festa sig. Þrír árekstra hafa orðið á Hellisheiði í dag og má rekja þá alla til slæmrar færðar.

Rússar fordæma árás á íranska ræðisskrifstofu

Rússar fordæmdu í dag árás Bandaríkjamanna á ræðisskrifstofu Írana í gærmorgun. Yfirlýsingin sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér var harðorð, þar sem árás Bandaríkjamanna í gær var meðal annars kölluð "algjörlega óásættanleg" og "brot á alþjóðalögum".

Hilary heldur til Íraks

Hillary Clinton, öldungardeildarþingmaður Demókrata, er á leiðinni til Íraks um helgina. Hilary fer ásamt tveimur öðrum þingmönnum til að kynna sér ástandið í landinu eftir mjög umdeilda ákvörðun George Bush að auka herstyrk Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns.

Stefnt að því að opna í Bláfjöllum á sunnudaginn

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á sunnudaginn, enn vantar þó aðeins upp á snjó og ekki verður ljóst fyrr en á morgun hvort það takist að opna. Í dag hefur verið vestan skafrenningur og ofankoma á svæðinu.

Krossey hefur veitt um fjögur hundruð tonn af síld

Síldveiðiskipið Krossey hefur nú veitt um fjögur hundruð tonn af síld en skipið er á veiðum við Grundafjörð. Ógrynni síldar hefur verið á Grundarfirði að undanförnu og segir Sigurður Bjarnason, skipstjóri á Krosseynni, það óvenjulegt enda hafi hann aldrei komið þangað áður á síld.

Norsk börn smíðuðu gálga í "Saddams-leik"

Árvakur kennari í Follo í Noregi náði að grípa í taumana í tæka tíð þar sem hópur skólabarna í þriðja bekk voru úti á skólalóðinni í Saddams-leik. Leikurinn gekk út á að taka einhvern af hinum börnunum til fanga og þegar kennarinn kom að stóð einn "fanginn" með snöru um hálsinn.

Sýfilistilfellum fjölgar ört í Kína

Ný skýrsla sem birtist í virtu læknatímariti leiðir í ljós að Kínverjar glíma nú við ört hækkandi tíðni kynsjúkdómsins syphilis. Sjúkdómnum var nánast útrýmt í Kína á sjöunda og áttunda áratugnum en nú þarf að bregðast við vaxandi útbreiðslu á ný. Sérstaklega vekur ugg að leiða má líkur að því að nýsmit annarra kynsjúkdóma haldist í hendur við vaxandi tíðni sýfilis.

Óku réttindalausir og brutust inn í skóla

Lögreglan á Selfossi hefur handtekið tvo fimmtán og sextán ára pilta vegna innbrota í tvo skóla. Brotist var inn í Gaulverjabæjarskóla í Flóa og Þjórsárskóla í Brautarholti á Skeiðum aðfaranótt miðvikudagsins.

Fjögur eldsútköll á sólarhring

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór að meðaltali í fjögur eldsútköll á hverjum sólarhring á síðasta ári. Alls voru útköllin 1.440 en þau hafa ekki verið fleiri frá sameiningu slökkviliðanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2000. Flest útköllin voru í maí eða tæplega tvö hundruð en það má að hluta til rekja til mikilla sinuelda í þeim mánuði.

Stríðsherrar skila vopnunum

Nokkrir stríðsherranna sem barist hafa í Sómalíu síðustu 16 árin hafa samþykkt að leggja niður vopn eftir að bardagar í morgun urðu að minnsta kosti 5 manns að bana. Stríðsherrarnir funduðu með forsetanum Abdullahi Yusuf í höfuðborginni Mogadishu í dag þar sem þetta varð niðurstaðan.

Lagt til að Hafnarfjarðarbær styrki Sól í straumi

Lagt var til á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær að bæjarstjórnin veiti samtökunum Sól í straumi átta milljón króna styrk vegna framtaks þeirra í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík. Samtökin, sem eru þverpólitísk, eru á móti stækkun álversins.

Átök eftir föstudagsbænir í Bagdad

Hópur vígamanna sem grunað er að hafi verið sjíamúslimar réðust til atlögu á súnnímosku þegar föstudagsbænum var að ljúka í Bagdad í dag. Tveir verðir sem vörnuðu þeim inngöngu særðust í árásinni en enginn særðist alvarlega. Mennirnir virtu að vettugi vikulegt bílabann í kringum föstudagsbænir á götum Bagdad.

Al-Kaída-menn sagðir í Pakistan

Leiðtogar al-Kaída hryðjuverkanetsins hafast við í Pakistan og þaðan vinna þeir að því að styrkja samtökin um allan heim. Þetta er mat Johns Negroponte, yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og verðandi aðstoðarutanríkisráðherra.

Flugskeyti skotið að bandarísku sendiráði

Talið er að öfgasinnaðir vinstrimenn hafi verið að verki þegar flugskeyti var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Aþenu í Grikklandi í morgun. Enginn særðist í árásinni.

Lofar reiðum hermönnum bættum aðstæðum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði í dag að bæta aðstæður hermanna í Bretlandi um leið og hann sagði hermönnum að þeir yrðu að halda áfram að berjast til þess að Bretar töpuðu ekki áhrifum sínum á alþjóðavísu. Þetta var í fyrsta skipti sem forsætisráðherrann viðurkennir reiði hermanna og lofar að bregðast við.

Bensínverð lækkar í kjölfar lækkunar á heimsmarkaðsverði

Olíuverð hélt áfram á lækka á heimsmarkaði í gær og í morgun lækkaði ESSO bensínlítrann hér á landi, fyrst olíufélaganna. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið. FÍB segir að olíufélögin hafi hækkað álagningu um rösk átta prósent í fyrra.

Neyðarrennibraut losnaði úr hólfi vélar Icelandair

Verið er að rannsaka hvað olli því að neyðarrennibraut fyrir farþega losnaði úr hólfi við neyðarútgang yfir væng á flugvél Icelandair skömmu fyrir lendingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn síðdegis í gær.

Jafet gefur kost á sér til formanns KSÍ

Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður þann 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Geir segir umræðu um evruna á villigötum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðu um evru og stöðu krónunnar á villigötum og í raun fjarstæðukennda. Nefnd ríkisstjórnarinnar undir forystu dómsmálaráðherra um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu skilar skýrslu á næstu vikum.

Óttast að sprengja nótina vegna mikillar síldar

Síldveiðiskipið Krossey er komið til Grundarfjarðar til að kasta á síldina þar en hún er svo þétt að skipstjórinn óttast að sprengja nótina. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar eru komnir á staðinn til að rannsaka þetta náttúrufyrirbrigði.

Mikilvægt að fylgjast með verðþróun á matvörumarkaði

Alþýðusamband Íslands segir mikla hækkun á matar- og drykkjarvörum á milli desember og janúar valda nokkrum áhyggjum og ýta enn undir mikilvægi þess að fylgjast vel með þróun á þeim markaði á næstu mánuðum í aðdraganda aðgerða til lækkunar á matvöruverði.

Karlmenn 30 milljónum fleiri en konurnar

Fullorðnir kínverskir karlmenn verða 30 milljónum fleiri en konur á sama aldri innan 15 ára. Þetta orsakast af strangri stefnu stjórnvalda til að ná tökum á fólksfjölgun í Kína, með því að takmarka barneignir við eitt barn á hvert par. Kynbundnar fóstureyðingar hafa verið stundaðar markvisst síðan þá.

Farsímasamband á öllum Hringveginum eftir ár

Farsímasamband verður á öllum Hringveginum eftir eitt ár. Fjarskiptasjóður og Síminn skrifuðu í dag undir samkomulag um að Síminn taki að sér verkefni við uppbyggingu GSM-farsímakerfisins.

Ríflega 18 milljónir lítra af áfengi seldar í fyrra

18,4 milljónir lítra af áfengi seldust í vínbúðunum ÁTVR í fyrra og jókst salan um rúm sjö prósent á milli ára. Fram kemur á vef ÁTVR að langmestur hluti þess hafi verið bjór, eða ríflega 14 milljónir lítra og jókst sala á honum um átta prósent.

Nóbelsverðlaunahafi vill ekki stjórna landinu

Mohammed Yunus, sem deildi friðarverðlaunum Nóbels með smálánabankanum Grameen sem hann stofnaði, hefur afþakkað að taka við leiðtogasæti í bráðabirgðastjórn heimalands síns Bangladesh. Tilboðið barst Yunus eftir að forseti landsins vék úr forsætisráðherraembætti í bráðabirgðastjórn landsins.

Ungir piltar viðurkenndu fjögur innbrot

Fjórir piltar á aldrinum fimmtán til sautján ára hafa viðurkennt að hafa framið fjögur innbrot í söluturna í Hafnarfirði. Innbrotin voru fram á tímabilinu 25. desember til 10. janúar. Piltarnir játuðu líka að haf brotið rúður í Flensborgarskóla.

Hópflótti af Llitla-Hrauni

Sunnlenska fréttablaðið greinir frá því að starfsmannaflótti sé yfirvofandi á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir séu afar óánægðir með kjör sín. Haft er eftir talsmanni fangavarða í blaðinu að erfitt sé að fá fólk til afleysingastarfa á þeim kjörum sem í boði eru og hætta sé á að fangaverðir hverfi til annarra og betur launaðra starfa.

FÍB segir meðalálagningu á bensín hafa hækkað um 8,6 prósent

Olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna 2005 eftir því sem Félag íslenskra bifreiða eigenda greinir frá. FÍB bendir enn fremur á að íslenskir neytendur hafi að meðaltali borgað ríflega tveimur krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni í fyrra en árið 2005 en rúmri krónu meira fyrir dísillítrann.

Bandaríkjamenn handtaka sex Írani

Íraski herinn skýrði frá því í kvöld að alþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjamanna hneppti í dag sex Írana í varðhald eftir að hafa ráðist á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Irbil. Bandaríski herinn sagðist hafa handtekið sex manns á sama svæði en minntist ekkert Írana eða ræðismannsskrifstofu.

Prestur dæmdur til dauða

Hæstiréttur í Nígeríu hefur dæmt prest til dauða fyrir að hafa brennt sex konur en ein af þeim lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Presturinn, sem kallaður er séra Kóngur, var fundinn sekur um fimm morðtilraunir og eitt morð.

Bloggarar metnir til jafns við fjölmiðla

Réttaryfirvöld í Washington í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leyfa bloggurum að fylgjast með réttarhöldunum yfir Lewis Libby, fyrrum aðstoðarmanni Dick Cheney, til jafns við hefðbundna fjölmiðla. Munu þeir fá alls fjögur sæti við réttarhöldin en búist er við því að Cheney eigi eftir að bera vitni við þau.

Samúræji til bjargar!

Lögreglan í bænum South Shields í Bretlandi er að reyna að hafa upp á dularfullum samúræja sem birtist upp úr þurru og hjálpaði tveimur lögreglumönnum að verjast þremur vopnuðum glæpamönnum og handtaka þá. Dularfulli samúræjinn hvarf síðan út í næturmyrkrið, sporlaust.

Klósettfiskabúr?

Þeir sem ætla sér að endurnýja baðherbergið hjá sér á næstunni gætu haft áhuga á því nýjasta í bransanum, klósett sem er líka fiskabúr. Klósettið, sem á frummálinu er kallað „Fish 'n Flush“, er gegnsætt og samanstendur af vatnskassa og fiskabúri.

Átök í Líbanon

Vígamenn múslima og líbanskar hersveitir börðust í dag í suðurhluta Líbanon og þurftu hundruð manna að flýja heimili sín vegna þess. Hefur fólkið meðal annars leitað sér hælis í moskum nálægt heimilum sínum. Samkvæmt heimildum meiddust tveir hermenn þegar á þá var skotið við leit í bíl og varð það upphafið að átökunum.

NATO banar 150 talibönum

Norðuratlantshafsbandalagið (NATO) skýrði frá því í dag að það hefði banað allt að 150 vígamönnum talibana í bardögum í austurhluta Afganistan síðastliðna daga. Herlið frá Pakistan hjálpaði til við undirbúning bardagans.

Bangladesh frestar kosningum

Yfirvöld í Bangladesh hafa frestað umdeildum kosningum sem áttu að fara fram þann 22. janúar næstkomandi þar sem forseti millibilsstjórnar landsins sagði af sér í dag. Ástæðan fyrir afsögn hans er talin vera mikil gagnrýni á hann fyrir að undirbúa kosningarnar ekki nógu vel en talið er að afsögn hans eigi eftir að draga úr óstöðugleika í landinu.

Refsiaðgerðir hafa ekki áhrif á Íran

Yfirmaður leyniþjónustna Bandaríkjanna, John Negroponte, sagði í ræðu í öldungadeild Bandaríska þingsins í kvöld að Íran gæti staðið af sér þær efnhagsþvinganir sem alþjóðasamfélagið hefur sett á landið. Bandaríkjastórn bindur einmitt vonir við hið andstæða, nefnilega að Íran eigi eftir að láta undan þrýstingnum og hætta við kjarnorkuverkefni sín.

Þingið rýmkar lög um stofnfrumurannsóknir

Bandaríska þingið, sem nú er undir stjórn demókrata, greiddi í dag atkvæði með þeirri tillögu að aflétta takmörkunum á fjármögnun stofnfrumurannsókna sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði áður sett.

Sjá næstu 50 fréttir