Innlent

Þrír árekstrar á Hellisheiði í dag

Þrír árekstra hafa orðið á Hellisheiði í dag og má rekja þá alla til slæmrar færðar.
Þrír árekstra hafa orðið á Hellisheiði í dag og má rekja þá alla til slæmrar færðar. MYND/GVA

Lögreglan á Selfossi hefur í dag aðstoðað fasta ökumenn á Hellisheiði rétt ofan við Hveradalina. Leiðinlegt skyggni er á heiðinni og hafa ökumenn verið að festa sig. Þrír árekstra hafa orðið á Hellisheiði í dag og má rekja þá alla til slæmrar færðar.

Lögreglan á Selfossi flutti einnig rúmlega tvítugan ökumann á lögreglustöðina en hann var stöðvaður í Hveragerði og er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×