Innlent

Lagt til að Hafnarfjarðarbær styrki Sól í straumi

Samtökin Sól í straumi eru þverpólitísk.
Samtökin Sól í straumi eru þverpólitísk. MYND/Haraldur

Lagt var til á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær að bæjarstjórnin veiti samtökunum Sól í straumi átta milljón króna styrk vegna framtaks þeirra í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík. Samtökin, sem eru þverpólitísk, eru á móti stækkun álversins.

Áheyrnarfulltrúi Vinstri-grænna á fundinum lagði tillöguna fram en í henni segir að Alcan eyði líklega um áttatíu til eitthundrað milljónum króna í tengslum við kynningu á stækkuninni. Tillögunni var frestað til næsta fundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×