Innlent

Fjögur eldsútköll á sólarhring

Hátt í tvö hundruð eldsútköll voru í maí á síðasta ári.
Hátt í tvö hundruð eldsútköll voru í maí á síðasta ári. MYND/Haraldur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór að meðaltali í fjögur eldsútköll á hverjum sólarhring á síðasta ári. Alls voru útköllin 1.440 en þau hafa ekki verið fleiri frá sameiningu slökkviliðanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2000. Flest útköllin voru í maí eða tæplega tvö hundruð en það má að hluta til rekja til mikilla sinuelda í þeim mánuði.

Sjúkrabílar slökkviliðsins voru kallaðir út tæplega tuttugu og þrjú þúsund sinnum á nýliðnu ári en það nemur um fimmtíu og þremur sjúkraflutningum á sólarhring. Mest var að gera í sjúkraflutningum í janúar og desember sem er meðal annars vegna þess að margir sjúklingar dvelja hjá vinum og ættingjum yfir jól og áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×