Innlent

Stefnt að því að opna í Bláfjöllum á sunnudaginn

Í dag hefur verið vestan skafrenningur og ofankoma á svæðinu.
Í dag hefur verið vestan skafrenningur og ofankoma á svæðinu. MYND/Vilhelm

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á sunnudaginn, enn vantar þó aðeins upp á snjó og ekki verður ljóst fyrr en á morgun hvort það takist að opna. Í dag hefur verið vestan skafrenningur og ofankoma á svæðinu.

Aðeins hefur verið opið einn dag á skíðasvæðinu á þessum vetri en um áramótin hlýnaði í veðri og sá snjór sem kominn var hvarf að mestu. Mikið hefur snjóað síðustu daga og því útlit fyrir að jafnvel verði hægt að opna um helgina. Áhugasömum er bent á að fylgjast með á vefsíðunni blafjoll.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×