Fleiri fréttir Kaupþing að yfirgefa krónuna Kaupþing er að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt og er búist við að bankinn tilkynni þann 30. janúar að hann hafi ákveðið að skrá bókhald sitt og eigið fé í evrum. Það yrði verulegt áfall fyrir peningastefnu Seðlabankans. 10.1.2007 11:59 Flytur skráningu togara frá Akureyri til Reykjavíkur Forstjóri útgerðarfélagsins Brims, áður ÚA, er búinn að fá nóg af fjandskap Sjómannafélags Eyjafjarðar og hefur flutt skráningu togara félagsins frá Akureyri til Reykjavíkur. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir hann í leit að blóraböggli og vísar ásökunum á bug. 10.1.2007 11:45 Búið að ná bílnum upp úr Tjörninni Lögreglumenn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náðu bíl, sem lenti ofan í Tjörninni í Reykjavík um tíu leytið í morgun, upp úr fyrir hádegi. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild en honum varð ekki meint af. 10.1.2007 11:39 Reiknað með 222 milljóna króna afgangi á Seltjarnarnesi Reiknað er með að bæjarsjóður Seltjarnarness skili um 222 milljóna króna afgangi á árinu 2007. Fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í morgun. 10.1.2007 11:19 Nýr sýslumaður á Hólmavík Lára Huld Guðjónsdóttir verður sýslumaður á Hólmavík frá og með 1. febrúar næstkomandi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Láru Huld, löglærðan fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði, í embættið. 10.1.2007 11:08 Stefna að því að auka framleiðslu sements um helming Verið er að kanna af fullri alvöru möguleika á því að auka framleiðslugetu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi um allt að fimmtíu prósent til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir sementi hérlendis. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá verksmiðjunni er undirbúningsvinna vegna þessa er langt komin. 10.1.2007 11:00 Vel innréttaðir pyntingaklefar Til sölu: nokkur hundruð herbergja kastali frá fjórtándu öld, með blóði drifna sögu. Engin upphitun, en vel innréttaðir pyntingaklefar. Hellingur af veinandi draugum. Verð um þrír milljarðar króna. 10.1.2007 10:53 Úttekt á skemmdum liggur fyrir innan nokkurra vikna Reikna má með því að úttekt á þeim skemmdum sem urðu á íbúðablokkum á Keflavíkurflugvelli í nóvember síðastliðnum liggi fyrir á næstu dögum. Talið er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið á svæðinu þegar vatn fraus í leiðslum í íbúðarhúsum í forstakafla í nóvember en ekkert eftirlit var með ástandi innan húss. 10.1.2007 10:40 Obasanjo sýnir mátt sinn Leynilögreglan í Nígeríu, SSS, handtók í dag ritstjóra og framkvæmdastjóra dagblaðs í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Alls komu 15 lögreglumenn inn á skrifstofu blaðsins til þess að grafast fyrir um heimildarmenn greinar sem að deildi á einn af stuðningsmönnum forseta Nígeríu. Þegar ritstjórinn vildi ekkert gefa upp voru hann og framkvæmdastjóri blaðsins handteknir. 9.1.2007 23:45 Bretar styðja framboð Japans til öryggisráðs Bretar og Japanir samþykktu í dag að vinna saman að því að draga úr spennu í Asíu vegna kjarnorkuógnar Norður-Kóreu og Íran. Tony Blair og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áttu fund í dag og sagði Blair að hann myndi styðja framboð Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Japan telur það vera nauðsynlegt skref til þess að vernda hagsmuni sína gegn Norður-Kóreu. 9.1.2007 23:14 Fjárfestar flýja frá Venesúela Fjárfestar losuðu sig við eignir og hlutabréf í Venesúela í dag vegna yfirlýsingar Hugo Chavez í gær um að hann ætlaði sér að þjóðvæða hluta efnahagslífsins. Hlutabréfaverð hrundi og gjaldeyrir landsins lækkaði mikið í dag út af þessu. Fjármálamarkaðir voru nálægt því að hrynja þar sem Chavez lofaði því að binda endi á sjálfstæði seðlabanka ríkisins. 9.1.2007 23:11 20 þúsund hermenn til Íraks Áætlun George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi nýja stefnu í stríðinu í Írak þykir ekki boða miklar breytingar. 20 þúsund hermenn í viðbót verða sendir til Íraks og Írakar eiga að taka við öryggisgæslu í öllum héruðum fyrir lok nóvember. Meirihluti hermanna á að fara til Bagdad en 4 þúsund verða sendir til Anbar héraðsins. 9.1.2007 22:26 50 vígamenn láta lífið í Írak Íraskar hersveitir, með stuðningi bandarískra hersveita, bönuðu í dag allt að 50 manns við Haifa götuna í miðborg Bagdad. Bardagar hafa geisað þar í grennd í um fjóra daga. Íraskir embættismenn segja að allt að því 130 manns hafi látið lífið í átökunum síðan á laugardaginn var. 9.1.2007 22:08 Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra. 9.1.2007 21:38 Engin áform um þjóðvæðingu Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu. 9.1.2007 21:18 Fjögur kíló af sprengiefni gerð upptæk í París. Franskir lögreglumenn handtóku í dag tvo serbneska menn grunaða um að reyna að flytja sprengiefni til Frakklands. Lögreglumenn fundu fjögur kíló af hinu kraftmikla sprengiefni pentrite og eru mennirnir tveir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnið til glæpahópa í Frakklandi. Annar hinna grunuðu var rútubílstjóri sem keyrði reglulega frá Belgrad til París. 9.1.2007 21:00 Visa og Nokia í samstarf Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna. 9.1.2007 20:49 Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms. 9.1.2007 20:22 Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota. 9.1.2007 19:54 iPhone á markað í sumar í BNA Hinn nýji iPhone frá Apple, sem var kynntur á ráðstefnu Apple í dag, mun verða kominn í búðir í júní í Bandaríkjunum og fyrir jól í Evrópu. Tvær gerðir verða í boði, annars vegar fjögurra gígabæta sem mun kosta 499 dollara, eða um 36 þúsund íslenskar krónur, og hins vegar átta gígabæta útgáfu sem mun kosta um 599 dollara, eða um 43 þúsund íslenskar krónur. 9.1.2007 19:40 31 láta lífið í flugslysi í Írak 31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. 9.1.2007 19:17 Óttast að olíudeila verði langvinn Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu. 9.1.2007 19:15 Loftárásum haldið áfram Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. 9.1.2007 19:00 Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna? Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar. 9.1.2007 18:56 Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. 9.1.2007 18:47 Fjarlægjumst enn norrænt matarverð Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 9.1.2007 18:41 Stærstu lífeyrissjóðirnir hætta við skerðingar Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að fresta því að fella niður eða skerða örorkulífeyri hjá hluta félagsmanna sinna fyrsta febrúar. Þriðji stærsti sjóðurinn siglir væntanlega í kjölfarið í kvöld. Málið er enn umdeilt meðal níu annarra lífeyrissjóða. Alls átti að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá 2300 bótaþegum. Um helmingur þeirra er innan vébanda þessara þriggja lífeyrissjóða. 9.1.2007 17:54 Hvíta húsið gagnrýnir Chavez Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur. 9.1.2007 17:34 Apple kynnir símtækið iPhone Steve Jobs, forstjóri Apple Computer steig á svið í Moscone sýningarhöllinni í San Francisco og tilkynnti innreið Apple á símamarkaðinn. Jobs sýndi nýtt tæki frá Apple, símtækið iPhone, sem er jafnframt, tölva með WiFi og Bluetooth tengingu, og tónlistar og vídeó-spilari. 9.1.2007 16:52 Banna viðskipti við ríkisbanka 9.1.2007 16:46 Loftferðasamningur í uppnámi Loftferðasamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er í uppnámi, eftir að Bandaríkjamenn neituðu að leyfa útlendingum að eiga meira en 25 prósenta hlut í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 16:27 Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. 9.1.2007 16:21 Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. 9.1.2007 16:13 Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki. 9.1.2007 16:12 Þúsundir verkamanna á flótta 9.1.2007 15:54 Loftárás Bandaríkjamanna var mannskæð Tæplega þrjátíu manns féllu í loftárás Bandaríkjamanna á þorpið Hayo í Sómalíu, í dag, að sögn manns úr nágrannaþorpi. Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir mönnum sem þeir telja tilheyra Al Kæda. 9.1.2007 15:52 Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu. 9.1.2007 15:48 Mýrin orðin mest sótta íslenska myndin Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks sem byggð er á spennusögu Arnaldar Indriðasonar, er orðin mest sótta íslenska myndin frá því að mælingar hófust og sömuleiðis sú tekjuhæsta á Íslandi hvort sem horft er til íslenskra eða erlendra mynda. 82.500 manns hafa nú séð Mýrina. 9.1.2007 15:45 Rúður sprengdar með flugeldum Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar. 9.1.2007 15:37 Enginn hjá Ríkislögreglustjóra hafi bíl til afnota Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að hvorki ríkislögreglustjóri né aðrir starfsmenn embættisins hafa bíla frá embættinu til afnota, hvað þá lúxusbíla, eins og gefið hafi verið til kynna í efnisþættinum „Frá degi til dags", í Fréttablaðinu mánudaginn 8. janúar. 9.1.2007 15:27 Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. 9.1.2007 15:15 Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te. 9.1.2007 15:10 Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 14:46 Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. 9.1.2007 14:46 Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur til að sækja farþegana og fljúga með þá til Ísafjarðar. 9.1.2007 14:25 Sjá næstu 50 fréttir
Kaupþing að yfirgefa krónuna Kaupþing er að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt og er búist við að bankinn tilkynni þann 30. janúar að hann hafi ákveðið að skrá bókhald sitt og eigið fé í evrum. Það yrði verulegt áfall fyrir peningastefnu Seðlabankans. 10.1.2007 11:59
Flytur skráningu togara frá Akureyri til Reykjavíkur Forstjóri útgerðarfélagsins Brims, áður ÚA, er búinn að fá nóg af fjandskap Sjómannafélags Eyjafjarðar og hefur flutt skráningu togara félagsins frá Akureyri til Reykjavíkur. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir hann í leit að blóraböggli og vísar ásökunum á bug. 10.1.2007 11:45
Búið að ná bílnum upp úr Tjörninni Lögreglumenn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náðu bíl, sem lenti ofan í Tjörninni í Reykjavík um tíu leytið í morgun, upp úr fyrir hádegi. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild en honum varð ekki meint af. 10.1.2007 11:39
Reiknað með 222 milljóna króna afgangi á Seltjarnarnesi Reiknað er með að bæjarsjóður Seltjarnarness skili um 222 milljóna króna afgangi á árinu 2007. Fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í morgun. 10.1.2007 11:19
Nýr sýslumaður á Hólmavík Lára Huld Guðjónsdóttir verður sýslumaður á Hólmavík frá og með 1. febrúar næstkomandi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Láru Huld, löglærðan fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði, í embættið. 10.1.2007 11:08
Stefna að því að auka framleiðslu sements um helming Verið er að kanna af fullri alvöru möguleika á því að auka framleiðslugetu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi um allt að fimmtíu prósent til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir sementi hérlendis. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá verksmiðjunni er undirbúningsvinna vegna þessa er langt komin. 10.1.2007 11:00
Vel innréttaðir pyntingaklefar Til sölu: nokkur hundruð herbergja kastali frá fjórtándu öld, með blóði drifna sögu. Engin upphitun, en vel innréttaðir pyntingaklefar. Hellingur af veinandi draugum. Verð um þrír milljarðar króna. 10.1.2007 10:53
Úttekt á skemmdum liggur fyrir innan nokkurra vikna Reikna má með því að úttekt á þeim skemmdum sem urðu á íbúðablokkum á Keflavíkurflugvelli í nóvember síðastliðnum liggi fyrir á næstu dögum. Talið er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið á svæðinu þegar vatn fraus í leiðslum í íbúðarhúsum í forstakafla í nóvember en ekkert eftirlit var með ástandi innan húss. 10.1.2007 10:40
Obasanjo sýnir mátt sinn Leynilögreglan í Nígeríu, SSS, handtók í dag ritstjóra og framkvæmdastjóra dagblaðs í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Alls komu 15 lögreglumenn inn á skrifstofu blaðsins til þess að grafast fyrir um heimildarmenn greinar sem að deildi á einn af stuðningsmönnum forseta Nígeríu. Þegar ritstjórinn vildi ekkert gefa upp voru hann og framkvæmdastjóri blaðsins handteknir. 9.1.2007 23:45
Bretar styðja framboð Japans til öryggisráðs Bretar og Japanir samþykktu í dag að vinna saman að því að draga úr spennu í Asíu vegna kjarnorkuógnar Norður-Kóreu og Íran. Tony Blair og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áttu fund í dag og sagði Blair að hann myndi styðja framboð Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Japan telur það vera nauðsynlegt skref til þess að vernda hagsmuni sína gegn Norður-Kóreu. 9.1.2007 23:14
Fjárfestar flýja frá Venesúela Fjárfestar losuðu sig við eignir og hlutabréf í Venesúela í dag vegna yfirlýsingar Hugo Chavez í gær um að hann ætlaði sér að þjóðvæða hluta efnahagslífsins. Hlutabréfaverð hrundi og gjaldeyrir landsins lækkaði mikið í dag út af þessu. Fjármálamarkaðir voru nálægt því að hrynja þar sem Chavez lofaði því að binda endi á sjálfstæði seðlabanka ríkisins. 9.1.2007 23:11
20 þúsund hermenn til Íraks Áætlun George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi nýja stefnu í stríðinu í Írak þykir ekki boða miklar breytingar. 20 þúsund hermenn í viðbót verða sendir til Íraks og Írakar eiga að taka við öryggisgæslu í öllum héruðum fyrir lok nóvember. Meirihluti hermanna á að fara til Bagdad en 4 þúsund verða sendir til Anbar héraðsins. 9.1.2007 22:26
50 vígamenn láta lífið í Írak Íraskar hersveitir, með stuðningi bandarískra hersveita, bönuðu í dag allt að 50 manns við Haifa götuna í miðborg Bagdad. Bardagar hafa geisað þar í grennd í um fjóra daga. Íraskir embættismenn segja að allt að því 130 manns hafi látið lífið í átökunum síðan á laugardaginn var. 9.1.2007 22:08
Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra. 9.1.2007 21:38
Engin áform um þjóðvæðingu Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu. 9.1.2007 21:18
Fjögur kíló af sprengiefni gerð upptæk í París. Franskir lögreglumenn handtóku í dag tvo serbneska menn grunaða um að reyna að flytja sprengiefni til Frakklands. Lögreglumenn fundu fjögur kíló af hinu kraftmikla sprengiefni pentrite og eru mennirnir tveir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnið til glæpahópa í Frakklandi. Annar hinna grunuðu var rútubílstjóri sem keyrði reglulega frá Belgrad til París. 9.1.2007 21:00
Visa og Nokia í samstarf Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna. 9.1.2007 20:49
Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms. 9.1.2007 20:22
Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota. 9.1.2007 19:54
iPhone á markað í sumar í BNA Hinn nýji iPhone frá Apple, sem var kynntur á ráðstefnu Apple í dag, mun verða kominn í búðir í júní í Bandaríkjunum og fyrir jól í Evrópu. Tvær gerðir verða í boði, annars vegar fjögurra gígabæta sem mun kosta 499 dollara, eða um 36 þúsund íslenskar krónur, og hins vegar átta gígabæta útgáfu sem mun kosta um 599 dollara, eða um 43 þúsund íslenskar krónur. 9.1.2007 19:40
31 láta lífið í flugslysi í Írak 31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. 9.1.2007 19:17
Óttast að olíudeila verði langvinn Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu. 9.1.2007 19:15
Loftárásum haldið áfram Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. 9.1.2007 19:00
Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna? Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar. 9.1.2007 18:56
Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. 9.1.2007 18:47
Fjarlægjumst enn norrænt matarverð Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 9.1.2007 18:41
Stærstu lífeyrissjóðirnir hætta við skerðingar Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að fresta því að fella niður eða skerða örorkulífeyri hjá hluta félagsmanna sinna fyrsta febrúar. Þriðji stærsti sjóðurinn siglir væntanlega í kjölfarið í kvöld. Málið er enn umdeilt meðal níu annarra lífeyrissjóða. Alls átti að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá 2300 bótaþegum. Um helmingur þeirra er innan vébanda þessara þriggja lífeyrissjóða. 9.1.2007 17:54
Hvíta húsið gagnrýnir Chavez Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur. 9.1.2007 17:34
Apple kynnir símtækið iPhone Steve Jobs, forstjóri Apple Computer steig á svið í Moscone sýningarhöllinni í San Francisco og tilkynnti innreið Apple á símamarkaðinn. Jobs sýndi nýtt tæki frá Apple, símtækið iPhone, sem er jafnframt, tölva með WiFi og Bluetooth tengingu, og tónlistar og vídeó-spilari. 9.1.2007 16:52
Loftferðasamningur í uppnámi Loftferðasamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er í uppnámi, eftir að Bandaríkjamenn neituðu að leyfa útlendingum að eiga meira en 25 prósenta hlut í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 16:27
Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. 9.1.2007 16:21
Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. 9.1.2007 16:13
Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki. 9.1.2007 16:12
Loftárás Bandaríkjamanna var mannskæð Tæplega þrjátíu manns féllu í loftárás Bandaríkjamanna á þorpið Hayo í Sómalíu, í dag, að sögn manns úr nágrannaþorpi. Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir mönnum sem þeir telja tilheyra Al Kæda. 9.1.2007 15:52
Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu. 9.1.2007 15:48
Mýrin orðin mest sótta íslenska myndin Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks sem byggð er á spennusögu Arnaldar Indriðasonar, er orðin mest sótta íslenska myndin frá því að mælingar hófust og sömuleiðis sú tekjuhæsta á Íslandi hvort sem horft er til íslenskra eða erlendra mynda. 82.500 manns hafa nú séð Mýrina. 9.1.2007 15:45
Rúður sprengdar með flugeldum Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar. 9.1.2007 15:37
Enginn hjá Ríkislögreglustjóra hafi bíl til afnota Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að hvorki ríkislögreglustjóri né aðrir starfsmenn embættisins hafa bíla frá embættinu til afnota, hvað þá lúxusbíla, eins og gefið hafi verið til kynna í efnisþættinum „Frá degi til dags", í Fréttablaðinu mánudaginn 8. janúar. 9.1.2007 15:27
Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. 9.1.2007 15:15
Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te. 9.1.2007 15:10
Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 14:46
Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. 9.1.2007 14:46
Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur til að sækja farþegana og fljúga með þá til Ísafjarðar. 9.1.2007 14:25