Fleiri fréttir Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra. 9.1.2007 21:38 Engin áform um þjóðvæðingu Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu. 9.1.2007 21:18 Fjögur kíló af sprengiefni gerð upptæk í París. Franskir lögreglumenn handtóku í dag tvo serbneska menn grunaða um að reyna að flytja sprengiefni til Frakklands. Lögreglumenn fundu fjögur kíló af hinu kraftmikla sprengiefni pentrite og eru mennirnir tveir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnið til glæpahópa í Frakklandi. Annar hinna grunuðu var rútubílstjóri sem keyrði reglulega frá Belgrad til París. 9.1.2007 21:00 Visa og Nokia í samstarf Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna. 9.1.2007 20:49 Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms. 9.1.2007 20:22 Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota. 9.1.2007 19:54 iPhone á markað í sumar í BNA Hinn nýji iPhone frá Apple, sem var kynntur á ráðstefnu Apple í dag, mun verða kominn í búðir í júní í Bandaríkjunum og fyrir jól í Evrópu. Tvær gerðir verða í boði, annars vegar fjögurra gígabæta sem mun kosta 499 dollara, eða um 36 þúsund íslenskar krónur, og hins vegar átta gígabæta útgáfu sem mun kosta um 599 dollara, eða um 43 þúsund íslenskar krónur. 9.1.2007 19:40 31 láta lífið í flugslysi í Írak 31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. 9.1.2007 19:17 Óttast að olíudeila verði langvinn Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu. 9.1.2007 19:15 Loftárásum haldið áfram Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. 9.1.2007 19:00 Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna? Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar. 9.1.2007 18:56 Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. 9.1.2007 18:47 Fjarlægjumst enn norrænt matarverð Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 9.1.2007 18:41 Stærstu lífeyrissjóðirnir hætta við skerðingar Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að fresta því að fella niður eða skerða örorkulífeyri hjá hluta félagsmanna sinna fyrsta febrúar. Þriðji stærsti sjóðurinn siglir væntanlega í kjölfarið í kvöld. Málið er enn umdeilt meðal níu annarra lífeyrissjóða. Alls átti að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá 2300 bótaþegum. Um helmingur þeirra er innan vébanda þessara þriggja lífeyrissjóða. 9.1.2007 17:54 Hvíta húsið gagnrýnir Chavez Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur. 9.1.2007 17:34 Apple kynnir símtækið iPhone Steve Jobs, forstjóri Apple Computer steig á svið í Moscone sýningarhöllinni í San Francisco og tilkynnti innreið Apple á símamarkaðinn. Jobs sýndi nýtt tæki frá Apple, símtækið iPhone, sem er jafnframt, tölva með WiFi og Bluetooth tengingu, og tónlistar og vídeó-spilari. 9.1.2007 16:52 Banna viðskipti við ríkisbanka 9.1.2007 16:46 Loftferðasamningur í uppnámi Loftferðasamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er í uppnámi, eftir að Bandaríkjamenn neituðu að leyfa útlendingum að eiga meira en 25 prósenta hlut í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 16:27 Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. 9.1.2007 16:21 Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. 9.1.2007 16:13 Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki. 9.1.2007 16:12 Þúsundir verkamanna á flótta 9.1.2007 15:54 Loftárás Bandaríkjamanna var mannskæð Tæplega þrjátíu manns féllu í loftárás Bandaríkjamanna á þorpið Hayo í Sómalíu, í dag, að sögn manns úr nágrannaþorpi. Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir mönnum sem þeir telja tilheyra Al Kæda. 9.1.2007 15:52 Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu. 9.1.2007 15:48 Mýrin orðin mest sótta íslenska myndin Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks sem byggð er á spennusögu Arnaldar Indriðasonar, er orðin mest sótta íslenska myndin frá því að mælingar hófust og sömuleiðis sú tekjuhæsta á Íslandi hvort sem horft er til íslenskra eða erlendra mynda. 82.500 manns hafa nú séð Mýrina. 9.1.2007 15:45 Rúður sprengdar með flugeldum Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar. 9.1.2007 15:37 Enginn hjá Ríkislögreglustjóra hafi bíl til afnota Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að hvorki ríkislögreglustjóri né aðrir starfsmenn embættisins hafa bíla frá embættinu til afnota, hvað þá lúxusbíla, eins og gefið hafi verið til kynna í efnisþættinum „Frá degi til dags", í Fréttablaðinu mánudaginn 8. janúar. 9.1.2007 15:27 Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. 9.1.2007 15:15 Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te. 9.1.2007 15:10 Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 14:46 Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. 9.1.2007 14:46 Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur til að sækja farþegana og fljúga með þá til Ísafjarðar. 9.1.2007 14:25 Páfi fagnar nýjum stofnfrumum Páfagarður fagnaði því í dag að fundist hefði ný leið til þess að rækta stofnfrumur án þess að nota fósturvísa. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að það geti hjálpað til við læknisrannsóknir án þess að ganga í berhögg við kaþólska trú. 9.1.2007 14:05 Undirskriftalisti gegn samkynhneigðum Bresk trúfélög hafa tekið höndum saman um að reyna að stöðva nýja löggjöf um réttindi samkynhneigðra. Félögin ætla að afhenda Elísabetu drottningu undirskriftalista, og standa með kyndla við lávarðadeildina þegar málið verður tekið fyrir þar. 9.1.2007 13:44 Shalit sagður við góða heilsu Herskáu samtökin PRC í Palestínu, sem rændu ísraelska hermanninum Gilad Shalit í júní í fyrra, greindu frá því í dag að hann væri við góða heilsu og að þau væru reiðubúin að halda honum í mörg ár ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. 9.1.2007 13:41 Yfir 30 fórust í flugslysi í Írak 9.1.2007 13:31 Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari. 1. Við höldum eftirnafninu okkar. 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur. 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. 4. Sama vinna, hærri laun. 5. Hrukkur auka á karakter. 6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000. 9.1.2007 13:30 ETA lýsir yfir ábyrgð á tilræði á Madrídarflugvelli Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, segjast bera ábyrgð á bílsprengju sem sprakk á Madrídarflugvelli fyrir tíu dögum þar sem tveir menn létust. Samtökin birtu yfirýsingu þessa efnis í dagblaðinu Gara en þar birtast jafnan sjónarmið ETA. 9.1.2007 13:28 Argóarflísin gerir það gott í Danmörku Argóarflísin, bók rithöfundarins SJÓN, sem kom út í fyrra, hefur fengið lofsamlega dóma í Danmörku og verið valin ein af bókum ársins í einu dagblaða landsins. 9.1.2007 13:16 Hlýjasta ár sögunnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir á morgun umfangsmiklar tillögur um framtíðarskipan orkumála innan sambandsins sem verður liður í baráttuáætlun sambandsins gegn loftslagsbreytingum. Því er spáð að árið 2007 verði það hlýjasta í sögunni. 9.1.2007 13:00 Ráðist á þorp í Sómalíu Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem talið var að liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hefðust við. Vitni segja fjölmarga almenna borgara hafa fallið í árásunum. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um aðgerðir næturinnar. Íslamskir uppreisnarmenn, sem hefur verið líkt við Talíbana og Bandaríkjamenn telja hafa tengsl við al-Kaída hryðjuverkasamtökin, náðu stórum hluta Sómalíu á sitt vald í fyrra. Skömmu fyrir jól réðust eþíópískar hersveitir inn í landið með stuðningi sómalískra stjórnvalda og hröktu þá á flótta. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af árás á þorpið Badel þar sem talið var að hryðjuverkamenn úr röðum al-Kaída hefðust við. Bandarískar hersveitir sendu í nótt af stað þungvopnaða, fjögurra hreyfla herflugvél til árása. Vél sem þessi eirir engu á stóru svæði þegar vopnum hennar er beytt. Fulltrúar sómalískra stjórnvalda segja marga hafa fallið. Bandaríkjamenn hafa ekki tjáð sig um árás næturinnar en búist var við tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu síðar í dag. Árásin í nótt er fyrsta opinbera hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu frá árinu 1994 þegar átján bandarískir hermenn féllu í höfuðborginni, Mogadishu. Þorpið sem ráðist var á í nótt er nærri landamærunum að Kenýa og sagt síðasta vígi uppreisnarmanna í Sómalíu. Í gær var greint frá því að eþíópískar og sómalískar hersveitir væru nærri því að leggja það undir sig. Ætla má að það reynist auðvelt eftir aðgerðir næturinnar. Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, segist styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Þeir hafi rétt til að ráðast gegn hryðjuverkamönnum sem beri ábyrgð á árásum gegn sendiráðum þeirra í Kenýa og Tansaníu. Grunur leikur á að einhverjir þeirra sem fallið hafi í nótt hafi átt þátt í þeim árásum árið 1998 sem kostuðu 250 manns lífið. 9.1.2007 12:45 Matvælaverð á Íslandi hæst í heimi Matvælaverð hér á landi er að öllum líkindum hið hæsta í heimi og það sama á við heildarútgjöld heimilanna. 9.1.2007 12:30 Handtekinn grunaður um vegabréfafölsun Erlendur karlmaður var í gær handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hann er grunaður um vegabréfafölsun. Víkurfréttir greina frá þessu og jafnframt að málið sé nokkuð umfagnsmikið. 9.1.2007 12:09 Vilja að ákæru um samráð verði vísað frá Verjendur forstjóra olíufélaganna þriggja sem sæta ákæru í samráðsmálinu á hendur olíufélögunum kröfðust þess í héraðsdómi í morgun að málinu yrði vísað frá. Allir þrír ákærðu voru viðstaddir þingfestingu í héraðsdómi í morgun. 9.1.2007 12:05 Varað við barnaníðingi á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki. 9.1.2007 11:56 Sjá næstu 50 fréttir
Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra. 9.1.2007 21:38
Engin áform um þjóðvæðingu Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu. 9.1.2007 21:18
Fjögur kíló af sprengiefni gerð upptæk í París. Franskir lögreglumenn handtóku í dag tvo serbneska menn grunaða um að reyna að flytja sprengiefni til Frakklands. Lögreglumenn fundu fjögur kíló af hinu kraftmikla sprengiefni pentrite og eru mennirnir tveir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnið til glæpahópa í Frakklandi. Annar hinna grunuðu var rútubílstjóri sem keyrði reglulega frá Belgrad til París. 9.1.2007 21:00
Visa og Nokia í samstarf Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna. 9.1.2007 20:49
Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms. 9.1.2007 20:22
Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota. 9.1.2007 19:54
iPhone á markað í sumar í BNA Hinn nýji iPhone frá Apple, sem var kynntur á ráðstefnu Apple í dag, mun verða kominn í búðir í júní í Bandaríkjunum og fyrir jól í Evrópu. Tvær gerðir verða í boði, annars vegar fjögurra gígabæta sem mun kosta 499 dollara, eða um 36 þúsund íslenskar krónur, og hins vegar átta gígabæta útgáfu sem mun kosta um 599 dollara, eða um 43 þúsund íslenskar krónur. 9.1.2007 19:40
31 láta lífið í flugslysi í Írak 31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. 9.1.2007 19:17
Óttast að olíudeila verði langvinn Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu. 9.1.2007 19:15
Loftárásum haldið áfram Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. 9.1.2007 19:00
Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna? Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar. 9.1.2007 18:56
Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. 9.1.2007 18:47
Fjarlægjumst enn norrænt matarverð Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 9.1.2007 18:41
Stærstu lífeyrissjóðirnir hætta við skerðingar Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að fresta því að fella niður eða skerða örorkulífeyri hjá hluta félagsmanna sinna fyrsta febrúar. Þriðji stærsti sjóðurinn siglir væntanlega í kjölfarið í kvöld. Málið er enn umdeilt meðal níu annarra lífeyrissjóða. Alls átti að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá 2300 bótaþegum. Um helmingur þeirra er innan vébanda þessara þriggja lífeyrissjóða. 9.1.2007 17:54
Hvíta húsið gagnrýnir Chavez Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur. 9.1.2007 17:34
Apple kynnir símtækið iPhone Steve Jobs, forstjóri Apple Computer steig á svið í Moscone sýningarhöllinni í San Francisco og tilkynnti innreið Apple á símamarkaðinn. Jobs sýndi nýtt tæki frá Apple, símtækið iPhone, sem er jafnframt, tölva með WiFi og Bluetooth tengingu, og tónlistar og vídeó-spilari. 9.1.2007 16:52
Loftferðasamningur í uppnámi Loftferðasamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er í uppnámi, eftir að Bandaríkjamenn neituðu að leyfa útlendingum að eiga meira en 25 prósenta hlut í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 16:27
Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. 9.1.2007 16:21
Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. 9.1.2007 16:13
Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki. 9.1.2007 16:12
Loftárás Bandaríkjamanna var mannskæð Tæplega þrjátíu manns féllu í loftárás Bandaríkjamanna á þorpið Hayo í Sómalíu, í dag, að sögn manns úr nágrannaþorpi. Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir mönnum sem þeir telja tilheyra Al Kæda. 9.1.2007 15:52
Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu. 9.1.2007 15:48
Mýrin orðin mest sótta íslenska myndin Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks sem byggð er á spennusögu Arnaldar Indriðasonar, er orðin mest sótta íslenska myndin frá því að mælingar hófust og sömuleiðis sú tekjuhæsta á Íslandi hvort sem horft er til íslenskra eða erlendra mynda. 82.500 manns hafa nú séð Mýrina. 9.1.2007 15:45
Rúður sprengdar með flugeldum Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar. 9.1.2007 15:37
Enginn hjá Ríkislögreglustjóra hafi bíl til afnota Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að hvorki ríkislögreglustjóri né aðrir starfsmenn embættisins hafa bíla frá embættinu til afnota, hvað þá lúxusbíla, eins og gefið hafi verið til kynna í efnisþættinum „Frá degi til dags", í Fréttablaðinu mánudaginn 8. janúar. 9.1.2007 15:27
Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. 9.1.2007 15:15
Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te. 9.1.2007 15:10
Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. 9.1.2007 14:46
Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. 9.1.2007 14:46
Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur til að sækja farþegana og fljúga með þá til Ísafjarðar. 9.1.2007 14:25
Páfi fagnar nýjum stofnfrumum Páfagarður fagnaði því í dag að fundist hefði ný leið til þess að rækta stofnfrumur án þess að nota fósturvísa. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að það geti hjálpað til við læknisrannsóknir án þess að ganga í berhögg við kaþólska trú. 9.1.2007 14:05
Undirskriftalisti gegn samkynhneigðum Bresk trúfélög hafa tekið höndum saman um að reyna að stöðva nýja löggjöf um réttindi samkynhneigðra. Félögin ætla að afhenda Elísabetu drottningu undirskriftalista, og standa með kyndla við lávarðadeildina þegar málið verður tekið fyrir þar. 9.1.2007 13:44
Shalit sagður við góða heilsu Herskáu samtökin PRC í Palestínu, sem rændu ísraelska hermanninum Gilad Shalit í júní í fyrra, greindu frá því í dag að hann væri við góða heilsu og að þau væru reiðubúin að halda honum í mörg ár ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. 9.1.2007 13:41
Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari. 1. Við höldum eftirnafninu okkar. 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur. 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. 4. Sama vinna, hærri laun. 5. Hrukkur auka á karakter. 6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000. 9.1.2007 13:30
ETA lýsir yfir ábyrgð á tilræði á Madrídarflugvelli Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, segjast bera ábyrgð á bílsprengju sem sprakk á Madrídarflugvelli fyrir tíu dögum þar sem tveir menn létust. Samtökin birtu yfirýsingu þessa efnis í dagblaðinu Gara en þar birtast jafnan sjónarmið ETA. 9.1.2007 13:28
Argóarflísin gerir það gott í Danmörku Argóarflísin, bók rithöfundarins SJÓN, sem kom út í fyrra, hefur fengið lofsamlega dóma í Danmörku og verið valin ein af bókum ársins í einu dagblaða landsins. 9.1.2007 13:16
Hlýjasta ár sögunnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir á morgun umfangsmiklar tillögur um framtíðarskipan orkumála innan sambandsins sem verður liður í baráttuáætlun sambandsins gegn loftslagsbreytingum. Því er spáð að árið 2007 verði það hlýjasta í sögunni. 9.1.2007 13:00
Ráðist á þorp í Sómalíu Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem talið var að liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hefðust við. Vitni segja fjölmarga almenna borgara hafa fallið í árásunum. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um aðgerðir næturinnar. Íslamskir uppreisnarmenn, sem hefur verið líkt við Talíbana og Bandaríkjamenn telja hafa tengsl við al-Kaída hryðjuverkasamtökin, náðu stórum hluta Sómalíu á sitt vald í fyrra. Skömmu fyrir jól réðust eþíópískar hersveitir inn í landið með stuðningi sómalískra stjórnvalda og hröktu þá á flótta. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af árás á þorpið Badel þar sem talið var að hryðjuverkamenn úr röðum al-Kaída hefðust við. Bandarískar hersveitir sendu í nótt af stað þungvopnaða, fjögurra hreyfla herflugvél til árása. Vél sem þessi eirir engu á stóru svæði þegar vopnum hennar er beytt. Fulltrúar sómalískra stjórnvalda segja marga hafa fallið. Bandaríkjamenn hafa ekki tjáð sig um árás næturinnar en búist var við tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu síðar í dag. Árásin í nótt er fyrsta opinbera hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu frá árinu 1994 þegar átján bandarískir hermenn féllu í höfuðborginni, Mogadishu. Þorpið sem ráðist var á í nótt er nærri landamærunum að Kenýa og sagt síðasta vígi uppreisnarmanna í Sómalíu. Í gær var greint frá því að eþíópískar og sómalískar hersveitir væru nærri því að leggja það undir sig. Ætla má að það reynist auðvelt eftir aðgerðir næturinnar. Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, segist styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Þeir hafi rétt til að ráðast gegn hryðjuverkamönnum sem beri ábyrgð á árásum gegn sendiráðum þeirra í Kenýa og Tansaníu. Grunur leikur á að einhverjir þeirra sem fallið hafi í nótt hafi átt þátt í þeim árásum árið 1998 sem kostuðu 250 manns lífið. 9.1.2007 12:45
Matvælaverð á Íslandi hæst í heimi Matvælaverð hér á landi er að öllum líkindum hið hæsta í heimi og það sama á við heildarútgjöld heimilanna. 9.1.2007 12:30
Handtekinn grunaður um vegabréfafölsun Erlendur karlmaður var í gær handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hann er grunaður um vegabréfafölsun. Víkurfréttir greina frá þessu og jafnframt að málið sé nokkuð umfagnsmikið. 9.1.2007 12:09
Vilja að ákæru um samráð verði vísað frá Verjendur forstjóra olíufélaganna þriggja sem sæta ákæru í samráðsmálinu á hendur olíufélögunum kröfðust þess í héraðsdómi í morgun að málinu yrði vísað frá. Allir þrír ákærðu voru viðstaddir þingfestingu í héraðsdómi í morgun. 9.1.2007 12:05
Varað við barnaníðingi á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki. 9.1.2007 11:56