Fleiri fréttir

Fögnuður undirbúinn á Akranesi

Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóranum, Gísla S. Einarssyni, að undirbúa þau tímamót þegar bæjarbúar verða sex þúsund. Fréttavefur Skessuhorns greinir frá þessu en talið er að þetta geti orðið síðar í þessum mánuði.

20 þúsund hermenn í viðbót til Íraks

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fjölga í herliði Bandaríkjanna um 20 þúsund hermenn en þetta fullyrti öldungardeildarþingmaður sem hitti forsetann í kvöld. Bush sagði þingmanninum að áætlunin um að auka fjölda hermanna væri væri komin frá forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki.

3,7 milljónir flóttamanna flúið heimili sín í Írak

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að allt að 3,7 milljónir manna hefðu flúið heimili sín í Írak vegna ástandsins sem þar ríkir. Talið er að um 50 þúsund bætist í hópinn á hverjum mánuði. Konur hafa einnig neyðst út í vændi og frásagnir af þrælkunarvinnu barna verða háværari.

Ekki fjölgað í breska herliðinu í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar sér ekki að auka við fjölda breskra hermanna í Írak en búist er við því að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, muni tilkynna mikla fjölgun í bandaríska herliðinu í Írak í nótt. Talið er að Bush ætli að auka um allt að 20 þúsund hermenn.

30 ára fangelsi fyrir sprengjutilræði

Yfirvöld í New York dæmdu í dag pakistanskan innflytjanda í 30 ára fangelsi fyrir að ætla sér að sprengja upp neðanjarðarlestarstöð í Manhattan í New York.

Hryðjuverkamenn vara fólk í Alsír við

Leiðtogi hryðjuverkahóps í Alsír gaf í dag út viðvörun og sagði að Frakkar í Alsír væru í hættu vegna yfirvofandi sprengjuárása. Sagði hann ennfremur að þeir væru komnir með vopn og sprengiefni og biðu aðeins fyrirmæla frá Osama Bin Laden, leiðtoga al-Kaída samtakanna.

Nektarpartý í bandarískum háskólum

Bandarískir nemendur í bestu háskólum landsins hafa tekið sig til, gert uppreisn gegn kreddum og hefðum í skólunum og ákveðið að kasta af sér byrðum þjóðfélagsins, sem og fötum sínum, og halda nektarpartý.

Kviknaði í út frá potti á Húsavík

Slökkvilið Húsavíkur var kallað að fjölbýlishúsi í bænum á áttunda tímanum í kvöld. Kviknað hafði í eldhúsinnréttingu út frá potti og var talsverður reykur. Lítill eldur reyndist vera í íbúðinni, en nokkrar skemmdir eru urðu vegna reyks og sóts. Sameign hússins slapp þó nær alveg við skemmdir.

Orðið „fáviti“ fjarlægt úr stjórnarskrá

Í New Jersey gæti orðið „fáviti“ bráðlega verið fjarlægt úr stjórnarskrá ríkisins til þess að fólk sem er andlega fatlað geti nýtt sér atkvæðisrétt sinn og kosið. Lögin sem banna að „fávitar“ kjósi voru sett fyrir meira en 150 árum síðan til þess að koma í veg fyrir að þeir sem væru andlega fatlaðir gætu kosið.

Áhersla á samkomulag í Doha

Að ná góðum árangri í Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptasambandsins er forgangsatriði bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en frá þessu skýrði Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Þjóðvæðing fyrirtækja hafin í Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, biðlaði í kvöld til þingsins í landinu og bað það um að veita honum sérstök völd til þess að geta þjóðvætt ýmis fyrirtæki. Meðal þeirra sem þjóðvæða á er fjölmiðlafyrirtækið CANTV sem og einhverjir hlutar olíuverkefna á Orinoco svæðinu.

Sjö á bráðamóttöku vegna gaseitrunnar

Gasið sem angraði íbúa New York borgar í dag varð til þess að sjö manns voru flutt á bráðadeild með einkenni sem hlutust af gasinu. Ekki er vitað um uppruna gassins en það hefur verið talið harmlaust hingað til.

Gullæði í Brasilíu

Þúsundir fátækra Brasilíumanna streyma nú, vopnaðir skóflum og vélsögum, á nýfundið gullsvæði djúpt í Amazon frumskóginum og óttast yfirvöld umhverfisslys. Einnig eru áhyggjur af því að heilsu fólks verði stefnt í hættu þar sem aðbúnaður á svæðinu er nær enginn. Fyrir aðeins nokkrum vikum fundust gullæðar á yfirborðinu á svæðinu og þegar fréttir fóru að berast af gullfundinum streymdu vongóðir á staðinn.

Sprengjusveit í Miami kölluð út

Sprengjusveit lögreglunnar í Miami í Bandaríkjunum var kölluð út í dag til þess að rannsaka grunsamlegan hlut sem fannst á hafnarsvæði borgarinnar. Verið var að afferma hlutinn úr vörubíl á svæðinu þegar leitartæki hafnarvarða fundu eitthvað óeðlilegt.

SÞ ætla að auka þátt friðargæslu

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) verða að styrkja sig til þess að geta tekist á við þær fjölmörgu ógnir sem steðja að friði á komandi ári en þetta sagði Ban Ki-moon á fundi öryggisráðsins í dag.

David Bowie sextugur í dag

Hann kom til jarðar sem Ziggy Stardust, fór í ýmis gervi eftir það og söng meðal annars um Starman og Major Tom. Söngferillinn spannar rúma fjóra áratugi. Hann heitir David Bowie og er sextugur í dag.

Tveir dvergkafbátar seldir

Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu.

Icelandair tilnefnt til alþjóðlegra vefverðlauna

Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu „Technology For Marketing“ verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins, eða „Best Website Design of the Year“ eins og það heitir á frummálinu. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London þann 6. febrúar næstkomandi. Icelandair er eina íslenska fyrirtækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales.

Telja ekkert styðja sögu landgönguliða

Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið.

Bætur skertar eða felldar niður að óbreyttu

Lífeyrisbætur ríflega 2000 öryrkja eiga að falla niður eða lækka, að óbreyttu, um mánaðarmótin. Lífeyrissjóðir frestuðu þessum aðgerðum í október en sá frestur rennur út fyrsta febrúar. Í desember var því beint til fulltrúa fjórtán lífeyrissjóða, í stjórn Greiðslustofu lífeyrissjóðanna, að fresta skerðingum fram til sumarsins en niðurstaða liggur enn ekki fyrir. Öryrkjabandalagið telur hins vegar að félagsmenn þess þurfi ekkert að óttast.

Jólatrén hirt fram á föstudag

Hátt í áttatíu tonn af jólatrjám fara upp á pallbíla framkvæmdasviðs borgarinnar þessa vikuna. Starfsmenn borgarinnar verða að fram á föstudag við að fjarlægja jólatrén.

Áhætta í evrulaunum

Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt.

Kínverska lögreglan í átökum við hryðjuverkamenn

Kínverska lögreglan varð 18 manns að bana í dag þegar hún gerði árásir á búðir hryðjuverkamanna í Xinjiang, sem er sjálfstjórnarhérað í vesturhluta Kína. Árásin átti sér stað á föstudaginn og var fyrst sagt frá henni í dag. Hryðjuverkamennirnir eru af tyrkneskum uppruna og kínversk yfirvöld segja vera aðskilnaðarsinna.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Laugavegar og Nóatúns um klukkan fimm í dag. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og ekki fást upplýsingar um líðan vegfarandans að svo stöddu.

Spilakassana í Örfirisey

Spilakössum í borginni hefur fjölgað um meira en helming á tveimur árum. Borgarstjóri vill að fólk spyrji sig hvar eðlilegt sé að slík tæki séu staðsett og stingur sjálfur upp á því að þeim verði fundinn staður í Örfirisey.

Hjartavernd tekur í notkun nýjan hjartarita

Hjartavernd hefur tekið í notkun nýjan og fullkominn hjartarita sem keyptur var fyrir áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst síðastliðnum.

Einstakt afrek

Bandarísk kona synti tæpa tvo kílómetra í jökulköldu hafinu við Suðurheimskautið. Þetta þykir einstakt afrek og er aðeins vitað um einn annan mann þolir slíkan kulda. Það er Guðlaugur Friðþórsson sem synti um fimm kílómetra að landi eftir skipskaða austur af Heimaey fyrir meira en tuttugu og tveimur árum. Og enn standa vísindamenn á gati yfir þessu afreki.

Bush kynnir Íraksáætlun sína á miðvikudag

George Bush Bandaríkjaforseti ávarpar bandarísku þjóðina klukkan níu að austurstrandartíma á miðvikudag, eða klukkan tvö að nóttu að íslenskum tíma, þar sem hann kynnir nýja áætlun sína í Írak og í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Miðborg Austin í Texas lokað vegna mikils fugladauða

Miðborg Austin í Texas var lokað í morgun vegna þess að þar hafa fundist tugir dauðra fugla. Þúsundir manna komust ekki til vinnu sinnar af þessum sökum. Embættismenn segja að þetta sé gert í varúðarskyni, en enginn hefur hugmynd um hversvegna fuglarnir drápust.

Bilun í aðveitustreng olli rafmagnsleysi á Akranesi

Skömmu eftir hádegi í gær varð bilun í aðveitustreng að dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Smiðjuvelli á Akranesi. Við það sló út rafmagni á öllu Akranesi um skamma stund. Á meðan starfsmenn Orkuveitunnar unnu við að komast fyrir bilunina, eða í um eina klukkustund, var hins vegar rafmagnslaust á neðri hluta Skagans. Skessuhorn skýrði frá þessu í dag.

Innfluttir þriðjungur Hollendinga 2050

Um það bil þriðjungur hollensku þjóðarinnar verður af erlendu bergi brotinn árið 2050, en í dag er einn af hverjum fimm íbúum innflytjandi eða af innflytjendum kominn. Hollenska hagstofan býst við því að á þessu tímabili fjölgi landsmönnum um 400 þúsund, upp í 16,8 milljónir, mest vegna innflytjenda frá löndum eins og Tyrklandi, Marokkó og Surinam.

Nær 80 tonn af jólatrjám falla til í ár

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar áætlar að um 80 tonn af jólatrjám falli til á þessu ári en starfsmenn sviðsins hófu yfirreið sína yfir Reykjavík í dag.

Skrifað undir samkomulag vegna fatlaðra og geðfatlaðra

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í dag þriggja ára samning um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Samningsfjárhæð er rúmir 2,2 milljarðar króna. Ennfremur var skrifað undir samkomulag til eflingar búsetu, dagþjónustu og dagvist geðfatlaðra á Akureyri.

Enn er allt á huldu með gaslekann á Manhattan

Engar skýringar hafa enn fengist á dularfullri og megnri gaslykt sem hefur funist víða á Manhattan í New York.. Fram kom á FOXNews-sjónvarpsstöðinni að ekki væri grunur um hryðjuverkaárás í borginni og New York lögreglan segir enga hættu á ferðum.

Hagar mega ekki heita Hagar

Neytendastofa hefur bannað Högum hf., sem reka bæði Bónus, Hagkaup og 10-11 ásamt fjölda fataverslana, að nota nafnið Hagar. Það var heildsalan Hagi ehf. sem kvartaði til stofnunarinnar og vísaði meðal annars til þess að Hagi hefði verið stofnað og skráð hjá fyrirtækjaskrá 1993 en Baugur Ísland hf. hefði breytt nafni sínu í Hagar hf. árið 2003

Rafmagn aftur komið á í Sala- og Kórahverfi

Rafmagn er aftur komið á í Sala- og Kórahverfi í Kópavogi en þar varð háspennubilun laust fyrir klukkan tvö með þeim afleiðingum að rafmagn fór af hluta hverfsins. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitur Reykjavíkur var háspennustrengur grafinn í sundur fyrir slysni.

Ég mun drepa þá alla með efnavopnum

Saddam Hussein og frændi hans "Efnavopna Ali" heyrðust tala um að drepa þúsundir kúrda með efnavopnum, þegar upptaka frá fundi þeirra var spiluð við réttarhöldin í Bagdad, í dag. Þetta var nokkru áður en efnavopnum var beitt gegn bænum Halabja, þar sem um fimm þúsund manns létu lífið.

Samkomulag um samsteypustjórn í Austurríki

Tveir stærstu flokkarnir í Austurríki, Sósíaldemókratar og Þjóðarflokkurinn, náðu í dag samkomulagi um myndun samsteypustjórnar í landinu. Alfred Gusenbauer, leiðtogi sósíaldemókrata, verður samkvæmt því kanslari Austurríkis í stað Wolfgangs Schüssels.

Rafmagnslaust í hluta af Sala- og Kórahverfi

Rafmagnslaust er nú í hluta af Sala- og Kórahverfi í Kópavogi eftir háspennubilun sem varð laust fyrir klukkan tvö. Þær upplýsingar fengust hjá Orkuveitur Reykjavíkur að verið væri að leita að biluninni.

Blair ver einkaskólagöngu

Tony Blair, hefur varið þá ákvörðun fyrrverandi menntamálaráðherra síns að senda eitt af börnum sínum í einkaskóla. Ruth Kelly er nú ráðherra sveitarstjórnamála. Blair, sem sjálfur sendi sín börn í einkaskóla, sagðist styðja rétt foreldra til þess að ákveða í hvaða skóla þau fari.

Sakfelldur fyrir ölvunarakstur á bílaplani

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til greiðslu 135 þúsund króna í sekt og var sviptur ökuskírteini í eitt ár fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis fyrir utan skemmtistað á Selfossi.

Nýr vegur milli Hafna og Sandgerðis

Nýr vegur á milli Hafna og Sandgerðis, svokallaður Ósabotnavegur, verður senn opnaður fyrir umferð, að því er fram kemur í Víkufréttum í dag. Framkvæmdum er að ljúka við þann áfanga sem Vegagerðin bauð út í sumar. Fyrst um sinn verður eingöngu um malarveg að ræða en óvíst er hvort eða hvenær slitlag verður lagt á veginn.

Lokað fyrir rússneska olíu til Evrópu

Evrópusambandið hefur krafið Rússa og Hvít-Rússa um tafarlausar skýringar á því að í nótt var hætt að dæla olíu frá Rússlandi til Póllands og Þýskalands. Leiðslan liggur um Hvíta-Rússland.

Sjá næstu 50 fréttir