Fleiri fréttir Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. 7.1.2007 12:30 Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. 7.1.2007 12:09 Árlegi fuglatalningadagurinn í dag Hinn árlegi vetrarfuglatalningadagur er í dag. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir fuglatalningunni sem hefur farið fram reglulega í fimmtíu og fimm ár eða frá árinu 1952. 7.1.2007 12:05 Hefur áhyggjur af þróun sjávarútvegsins Kristján Möller alþingismaður lýsir yfir áhyggjum af þróun sjávarútvegs hér á landi þar sem Engey, stærsta skip flotans, er á förum og nýlega var öllum skipverjum Brettings NS sagt upp störfum. 7.1.2007 11:57 Indónesiska þotan enn ófundin 7.1.2007 11:47 Dani myrti fyrrverandi sambýliskonu og tvö börn 32ja ára danskur maður var handtekinn í Sønderborg í Danmörku í dag grunaður um morðin á fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra. Börnin voru fjögurra og sex ára. Ódæðið átti sér stað að heimili mæðginanna en málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku. 6.1.2007 20:35 Drekarnir leyfðir á ný Flugdrekaflug hefur verið leyft á ný í Punjab-héraði í Pakistan, fyrir hina árlegu Basant vorhátíð í febrúar. Strangar reglur munu hins vegar gilda um keppnina þar sem glerhúðaðir eða stálstyrktir drekastrengir hafa á liðnum árum valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel gert fólk höfðinu styttra. 6.1.2007 20:27 Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum. 6.1.2007 20:00 Með kannabis og piparsprey í bílnum Lögreglan á Blönduósi hafði í dag afskipti af ungum manni sem var á norðurleið um umdæmið. Hann var stöðvaður við almennt eftirlit en við leit í bílnum kom í ljós u.þ.b. 2-4 grömm af kannabísefni. Jafnframt fannst í farangri hans piparsprey sem einnig var gert upptækt. Maðurinn viðurkenndi brot sín og fékk í framhaldi af því að fara frjáls ferða sinna. 6.1.2007 19:09 Jólin kvödd víða um land Í kvöld flytjast álfar búferlum og kýr tala mannamál. Þessi þrettándi dagur jóla markar lok þeirra og er honum víða fagnað með brennum og flugeldasýningum. 6.1.2007 19:07 Umferðaröryggi og samfélagssjónarmið réðu ákvörðun um Vestfjarðaveg Flaggað var á Vestfjörðum í dag eftir að umhverfisráðherra samþykkti nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Jónína Bjartmarz segir að sjónarmið umferðaröryggis og samfélags hafi valdið því að hún ákvað að ganga gegn vilja landeigenda og náttúruverndarsamtaka og leyfa vegagerðina umdeildu. 6.1.2007 18:52 Um eitthundrað manns á útifundi um Urriðafoss Útifundur var haldinn við Urriðafoss í Þjórsá í dag. Þar mættu Sunnlendingar til að ræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir við fossinn, sem er sá vatnsmesti á landinu. Upphafsmaður fundarins vill að menn staldri við. 6.1.2007 18:52 Segir brandarann misskilinn Varaformaður vinstri grænna segir brandara í áramótaannáli vefritsins Múrsins, um bók Margrétar Frímannsdóttur, hafa farið yfir strikið. Hún segir grínið hvorki hafa beinst gegn Margréti né Thelmu Ásdísardóttur heldur Jóni Baldvin Hannibalssyni. 6.1.2007 18:45 Abbas bannar sveitir Hamas Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. 6.1.2007 18:45 Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. 6.1.2007 18:30 Frábiður sér gagnrýni Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. 6.1.2007 18:24 Brotist inn í Verkmenntaskólann Tveir karlmenn brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri klukkan hálfsex í morgun. Þeir flúðu af vettvangi um leið og viðvörunarkerfi fór í gang þegar þeir voru búnir að spenna upp glugga og höfðu því ekkert þýfi upp úr krafsinu. Þeir náðust skömmu seinna. Engar teljandi skemmdir urðu á húsinu. 6.1.2007 17:36 Þýskir flugumferðarstjórar hóta verkfalli Flugumferðarstjórafélag Þýskalands sagði í dag að verkfall væri líklegt innan 100 klukkustunda, eða fjögurra sólarhringa. Flugmálastjórn Þýskalands Deutsche Flugsicherung boðaði hins vegar til frekari samningaviðræðna og hyggst kalla til sáttasemjara til að leysa deiluna. Verkfall myndi þýða tafir fyrir hundruð þúsunda ferðalanga. 6.1.2007 17:07 13 létust í demantanámu Minnst 13 manns létust þegar demantanáma hrundi í Kongó í gær. 13 lík fundust í gær en sveitarstjórinn segir að verið sé að leita í rústunum, hvort einhverjir fleiri hafi lent í slysinu. Þrír komust lífs af í slysinu en náman er 15 metra djúpur, opinn skurður. 6.1.2007 16:44 Nekt og axir hjá löggunni Lögregla höfuðborgarsvæðisins fær margvísleg verkefni, þeirra á meðal var hún kölluð til til að gá að hálfþrítugum sem sagt var að gengi um klæðalítill í miðbæ Reykjavíkur. Þegar að var komið reyndist maðurinn kviknakinn og í annarlegu ástandi. Þá gerði lögreglan upptækar þrjár axir í bíl ungs manns í gær. 6.1.2007 16:27 Veðjar á að Bláfjöll verði opnuð um næstu helgi Starfsmenn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vinna nú hörðum höndum að því að troða og safna snjó í brekkur í Bláfjöllum. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður Bláfjalla og Skálafells, segist hafa trú á því að hægt verði að opna í Bláfjöllum um næstu helgi, þar sem spái áframhaldandi snjókomu á næstu dögum. 6.1.2007 16:16 30 óku of hratt Þrjátíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Lögregla segir þetta allmikið, ekki síst í ljósi þess að akstursskilyrði voru ekki góð en flestir ökumenn hægja á sér þegar færðin versnar. Þá voru sömuleiðis fjölmargir árekstrar tilkynntir til lögreglu. 6.1.2007 16:05 Tvöfalda liðsstyrk öryggissveitanna Öryggissveitir undir stjórn ríkisstjórnarflokksins Hamas í Palestínu segjast ætla að tvöfalda liðsstyrk sinn, upp í 12 þúsund manns, aðeins nokkrum stundum eftir að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, sagði sveitirnar ekki samræmast lögum. Talmaður sveitanna hvatti alla "ábyrga borgara" í dag til að búa sig undir að ganga í sveitirnar. 6.1.2007 15:32 Fjögur fíkniefnamál í gær Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar af voru þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Fimm karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir vegna málanna. 6.1.2007 15:26 Ríkisstjórninni enn mótmælt í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í broddi fylkingar, boðar til næsta skrefs í baráttu sinni gegn sitjandi ríkisstjórn. Í næstu viku ætlar stjórnarandstaðan að lama landið með verkföllum og mótmælum, meðal annars með setuverkfalli fyrir utan fjármálaráðuneytið á þriðjudagsmorgun vegna nýrra fjárlaga. 6.1.2007 14:17 Flaggað á Vestfjörðum vegna úrskurðar umhverfisráðherra Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur ákveðið að flaggað skuli á öllum opinberum byggingum sveitarfélagsins, bæði á Patreksfirði og Bíldudal, í dag vegna þeirrar ákvörðunar umhverfisráðherra í morgun að leyfa nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. 6.1.2007 14:10 Karlmenn í meirihluta í spurningaprófi Karlmenn voru í áberandi meirihluta meðal þeirra 296 sem spreyttu sig á inntökuprófi í spurningaþáttinn Meistarann klukkan tvö í dag. Prófin voru haldin í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði. Á prófinu voru 50 spurningar, misþungar, og ráða úrslit því hverjir fá að freista gæfunnar í sjónvarpsþættinum Meistaranum. 6.1.2007 14:00 Einn Sómali látinn í skotbardögum við lögreglu Einn maður lést í skotbardögum milli sómalskra lögreglumanna og hóps manna sem mótmæltu veru eþíópískra hermanna í Mógadisjú í Sómalíu. Stjórnvöld segja lögreglu hafa svarað skothríð frá mótmælendunum en einn hafi látist úr hópi mótmælendanna. Mótmælendur hafa brennt hjólbarða og kastað grjóti í höfuðborginni í dag. 6.1.2007 13:50 DV þá og DV nú "Jú, það er rétt að forsíðan minnir óneitanlega á forsíðuna í apríl 2004. En að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið,“ segir Mikael Torfason, aðalritstjóri tímaritaútgáfunnar Birtíngs, undrandi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. 6.1.2007 13:30 Indónesíska vélin enn ófundin Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs. 6.1.2007 12:46 Lögreglukona stungin til bana í Bretlandi Bresk lögreglukona fannst látin á heimili sínu í Leicestershire og hafði verið stungin til bana, ásamt manni sem er talinn hafa verið kærasti hennar, að sögn lögreglu. Krufning sýndi að bæði létust af stungusárum. Lögreglan braust inn í íbúð konunnar eftir að fjölskylda hennar lýsti áhyggjum af því ekki náðist samband við hana. 6.1.2007 12:45 Óljóst hver á að njóta hækkunarinnar Niðurgreiðslur til dagforeldra jukust um ríflega 85 milljónir króna um áramótin. Bæði dagforeldrar og foreldrar virðast ráðvilltir um hver eigi að njóta aukinnar niðurgreiðslunnar. 6.1.2007 12:36 Demókratar andvígir fjölgun hermanna Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. 6.1.2007 12:21 Öfgalaus útifundur við Urriðafoss Útifundur verður haldinn við Urriðafoss í Þjórsá klukkan þrjú í dag þar sem náttúruverndarsinnar og heimamenn sem vilja vernda svæðið ræða fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Bjarni Harðarson, blaðamaður, skipuleggur fundinn til þess að fá fram öfgalausa umræðu um umhverfismál, að því er segir á heimasíðu hans. 6.1.2007 12:16 Ef Kaupþing gerir upp í evrum verður peningamálastefnan bitlaus Ef stærsti banki landsins fer að gera upp í evrum þá verður peningamálastefnan hér á landi bitlaus. Þetta er mat fyrrverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar HÍ og bankastjóra sem segir það hagsmuni fjármálageirans að Íslendingar taki upp evruna. 6.1.2007 12:08 Umhverfisráðherra heimilar Vestfjarðaveg Umhverfisráðherra hefur heimilað að Vestfjarðavegur verði lagður yfir Gufufjörð og Djúpafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum og út með Þorskafirði. Þar með snýr ráðherra við niðurstöðu Skipulagsstofnunar, sem hafnaði framkvæmdinni vegna mikilla umhverfisáhrifa. 6.1.2007 11:56 Rétttrúnaðarjól í dag Rússneska rétttrúnaðarkirkjan fagnar í dag jólum víða um heim, meðal annars á Íslandi. Jólaguðsþjónusta rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi verður haldin í Friðrikskapellu á Valsvellinum í kvöld klukkan 23:00. Messan tekur um tvo og hálfan tíma og á morgun verður jólaball fyrir börnin. 6.1.2007 11:43 Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu. 6.1.2007 11:30 Veðja á brúðkaup 19. júlí Bretar veðja á að konungurinn tilvonandi William Bretaprins, muni ganga að eiga unnustu sína Kate Middleton þann 19. júlí næstkomandi. Veðlánarinn William Hill er hættur að taka veðmálum um þessa dagsetningu eftir fjölmörg stór veðmál þessa efnis. Hann gæti tapað tæplega þremur milljónum ef dagsetningin reynist rétt. 6.1.2007 11:19 Óttast ólæti á Norðurbrú Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það. 6.1.2007 11:00 Viltu verða meistari? Þeim sem gekk vel í spurningaspilum við fjölskylduna um jólin býðst nú tækifæri til að setja markið enn hærra. Inntökupróf fyrir spurningaþáttinn Meistarann verður haldið í Hagaskóla í Vesturbænum klukkan 14:00. Spurningarnar eru 50 talsins og þungir kaflar inn á milli, að sögn Loga Bergmanns Eiðssonar, umsjónarmanns þáttarins. 6.1.2007 10:58 Olíuverð hækkar á ný Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær. 6.1.2007 10:45 „Ekki setja manneskju í þvottavélina.“ Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina." 5.1.2007 23:30 Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar. 5.1.2007 23:15 Braust inn og kláraði barinn Þjófur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skildi eftir fleiri vísbendingar en hafði ætlað sér því hann fékk sér nokkra drykki úr barnum í húsinu sem hann braust inn í og drapst því næst áfengisdauða á stofugólfinu. 5.1.2007 23:00 Sjá næstu 50 fréttir
Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. 7.1.2007 12:30
Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. 7.1.2007 12:09
Árlegi fuglatalningadagurinn í dag Hinn árlegi vetrarfuglatalningadagur er í dag. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir fuglatalningunni sem hefur farið fram reglulega í fimmtíu og fimm ár eða frá árinu 1952. 7.1.2007 12:05
Hefur áhyggjur af þróun sjávarútvegsins Kristján Möller alþingismaður lýsir yfir áhyggjum af þróun sjávarútvegs hér á landi þar sem Engey, stærsta skip flotans, er á förum og nýlega var öllum skipverjum Brettings NS sagt upp störfum. 7.1.2007 11:57
Dani myrti fyrrverandi sambýliskonu og tvö börn 32ja ára danskur maður var handtekinn í Sønderborg í Danmörku í dag grunaður um morðin á fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra. Börnin voru fjögurra og sex ára. Ódæðið átti sér stað að heimili mæðginanna en málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku. 6.1.2007 20:35
Drekarnir leyfðir á ný Flugdrekaflug hefur verið leyft á ný í Punjab-héraði í Pakistan, fyrir hina árlegu Basant vorhátíð í febrúar. Strangar reglur munu hins vegar gilda um keppnina þar sem glerhúðaðir eða stálstyrktir drekastrengir hafa á liðnum árum valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel gert fólk höfðinu styttra. 6.1.2007 20:27
Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum. 6.1.2007 20:00
Með kannabis og piparsprey í bílnum Lögreglan á Blönduósi hafði í dag afskipti af ungum manni sem var á norðurleið um umdæmið. Hann var stöðvaður við almennt eftirlit en við leit í bílnum kom í ljós u.þ.b. 2-4 grömm af kannabísefni. Jafnframt fannst í farangri hans piparsprey sem einnig var gert upptækt. Maðurinn viðurkenndi brot sín og fékk í framhaldi af því að fara frjáls ferða sinna. 6.1.2007 19:09
Jólin kvödd víða um land Í kvöld flytjast álfar búferlum og kýr tala mannamál. Þessi þrettándi dagur jóla markar lok þeirra og er honum víða fagnað með brennum og flugeldasýningum. 6.1.2007 19:07
Umferðaröryggi og samfélagssjónarmið réðu ákvörðun um Vestfjarðaveg Flaggað var á Vestfjörðum í dag eftir að umhverfisráðherra samþykkti nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Jónína Bjartmarz segir að sjónarmið umferðaröryggis og samfélags hafi valdið því að hún ákvað að ganga gegn vilja landeigenda og náttúruverndarsamtaka og leyfa vegagerðina umdeildu. 6.1.2007 18:52
Um eitthundrað manns á útifundi um Urriðafoss Útifundur var haldinn við Urriðafoss í Þjórsá í dag. Þar mættu Sunnlendingar til að ræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir við fossinn, sem er sá vatnsmesti á landinu. Upphafsmaður fundarins vill að menn staldri við. 6.1.2007 18:52
Segir brandarann misskilinn Varaformaður vinstri grænna segir brandara í áramótaannáli vefritsins Múrsins, um bók Margrétar Frímannsdóttur, hafa farið yfir strikið. Hún segir grínið hvorki hafa beinst gegn Margréti né Thelmu Ásdísardóttur heldur Jóni Baldvin Hannibalssyni. 6.1.2007 18:45
Abbas bannar sveitir Hamas Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. 6.1.2007 18:45
Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. 6.1.2007 18:30
Frábiður sér gagnrýni Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. 6.1.2007 18:24
Brotist inn í Verkmenntaskólann Tveir karlmenn brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri klukkan hálfsex í morgun. Þeir flúðu af vettvangi um leið og viðvörunarkerfi fór í gang þegar þeir voru búnir að spenna upp glugga og höfðu því ekkert þýfi upp úr krafsinu. Þeir náðust skömmu seinna. Engar teljandi skemmdir urðu á húsinu. 6.1.2007 17:36
Þýskir flugumferðarstjórar hóta verkfalli Flugumferðarstjórafélag Þýskalands sagði í dag að verkfall væri líklegt innan 100 klukkustunda, eða fjögurra sólarhringa. Flugmálastjórn Þýskalands Deutsche Flugsicherung boðaði hins vegar til frekari samningaviðræðna og hyggst kalla til sáttasemjara til að leysa deiluna. Verkfall myndi þýða tafir fyrir hundruð þúsunda ferðalanga. 6.1.2007 17:07
13 létust í demantanámu Minnst 13 manns létust þegar demantanáma hrundi í Kongó í gær. 13 lík fundust í gær en sveitarstjórinn segir að verið sé að leita í rústunum, hvort einhverjir fleiri hafi lent í slysinu. Þrír komust lífs af í slysinu en náman er 15 metra djúpur, opinn skurður. 6.1.2007 16:44
Nekt og axir hjá löggunni Lögregla höfuðborgarsvæðisins fær margvísleg verkefni, þeirra á meðal var hún kölluð til til að gá að hálfþrítugum sem sagt var að gengi um klæðalítill í miðbæ Reykjavíkur. Þegar að var komið reyndist maðurinn kviknakinn og í annarlegu ástandi. Þá gerði lögreglan upptækar þrjár axir í bíl ungs manns í gær. 6.1.2007 16:27
Veðjar á að Bláfjöll verði opnuð um næstu helgi Starfsmenn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vinna nú hörðum höndum að því að troða og safna snjó í brekkur í Bláfjöllum. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður Bláfjalla og Skálafells, segist hafa trú á því að hægt verði að opna í Bláfjöllum um næstu helgi, þar sem spái áframhaldandi snjókomu á næstu dögum. 6.1.2007 16:16
30 óku of hratt Þrjátíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Lögregla segir þetta allmikið, ekki síst í ljósi þess að akstursskilyrði voru ekki góð en flestir ökumenn hægja á sér þegar færðin versnar. Þá voru sömuleiðis fjölmargir árekstrar tilkynntir til lögreglu. 6.1.2007 16:05
Tvöfalda liðsstyrk öryggissveitanna Öryggissveitir undir stjórn ríkisstjórnarflokksins Hamas í Palestínu segjast ætla að tvöfalda liðsstyrk sinn, upp í 12 þúsund manns, aðeins nokkrum stundum eftir að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, sagði sveitirnar ekki samræmast lögum. Talmaður sveitanna hvatti alla "ábyrga borgara" í dag til að búa sig undir að ganga í sveitirnar. 6.1.2007 15:32
Fjögur fíkniefnamál í gær Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar af voru þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Fimm karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir vegna málanna. 6.1.2007 15:26
Ríkisstjórninni enn mótmælt í Líbanon Stjórnarandstaðan í Líbanon, með Hisbollah í broddi fylkingar, boðar til næsta skrefs í baráttu sinni gegn sitjandi ríkisstjórn. Í næstu viku ætlar stjórnarandstaðan að lama landið með verkföllum og mótmælum, meðal annars með setuverkfalli fyrir utan fjármálaráðuneytið á þriðjudagsmorgun vegna nýrra fjárlaga. 6.1.2007 14:17
Flaggað á Vestfjörðum vegna úrskurðar umhverfisráðherra Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur ákveðið að flaggað skuli á öllum opinberum byggingum sveitarfélagsins, bæði á Patreksfirði og Bíldudal, í dag vegna þeirrar ákvörðunar umhverfisráðherra í morgun að leyfa nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. 6.1.2007 14:10
Karlmenn í meirihluta í spurningaprófi Karlmenn voru í áberandi meirihluta meðal þeirra 296 sem spreyttu sig á inntökuprófi í spurningaþáttinn Meistarann klukkan tvö í dag. Prófin voru haldin í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði. Á prófinu voru 50 spurningar, misþungar, og ráða úrslit því hverjir fá að freista gæfunnar í sjónvarpsþættinum Meistaranum. 6.1.2007 14:00
Einn Sómali látinn í skotbardögum við lögreglu Einn maður lést í skotbardögum milli sómalskra lögreglumanna og hóps manna sem mótmæltu veru eþíópískra hermanna í Mógadisjú í Sómalíu. Stjórnvöld segja lögreglu hafa svarað skothríð frá mótmælendunum en einn hafi látist úr hópi mótmælendanna. Mótmælendur hafa brennt hjólbarða og kastað grjóti í höfuðborginni í dag. 6.1.2007 13:50
DV þá og DV nú "Jú, það er rétt að forsíðan minnir óneitanlega á forsíðuna í apríl 2004. En að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið,“ segir Mikael Torfason, aðalritstjóri tímaritaútgáfunnar Birtíngs, undrandi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. 6.1.2007 13:30
Indónesíska vélin enn ófundin Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs. 6.1.2007 12:46
Lögreglukona stungin til bana í Bretlandi Bresk lögreglukona fannst látin á heimili sínu í Leicestershire og hafði verið stungin til bana, ásamt manni sem er talinn hafa verið kærasti hennar, að sögn lögreglu. Krufning sýndi að bæði létust af stungusárum. Lögreglan braust inn í íbúð konunnar eftir að fjölskylda hennar lýsti áhyggjum af því ekki náðist samband við hana. 6.1.2007 12:45
Óljóst hver á að njóta hækkunarinnar Niðurgreiðslur til dagforeldra jukust um ríflega 85 milljónir króna um áramótin. Bæði dagforeldrar og foreldrar virðast ráðvilltir um hver eigi að njóta aukinnar niðurgreiðslunnar. 6.1.2007 12:36
Demókratar andvígir fjölgun hermanna Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. 6.1.2007 12:21
Öfgalaus útifundur við Urriðafoss Útifundur verður haldinn við Urriðafoss í Þjórsá klukkan þrjú í dag þar sem náttúruverndarsinnar og heimamenn sem vilja vernda svæðið ræða fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Bjarni Harðarson, blaðamaður, skipuleggur fundinn til þess að fá fram öfgalausa umræðu um umhverfismál, að því er segir á heimasíðu hans. 6.1.2007 12:16
Ef Kaupþing gerir upp í evrum verður peningamálastefnan bitlaus Ef stærsti banki landsins fer að gera upp í evrum þá verður peningamálastefnan hér á landi bitlaus. Þetta er mat fyrrverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar HÍ og bankastjóra sem segir það hagsmuni fjármálageirans að Íslendingar taki upp evruna. 6.1.2007 12:08
Umhverfisráðherra heimilar Vestfjarðaveg Umhverfisráðherra hefur heimilað að Vestfjarðavegur verði lagður yfir Gufufjörð og Djúpafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum og út með Þorskafirði. Þar með snýr ráðherra við niðurstöðu Skipulagsstofnunar, sem hafnaði framkvæmdinni vegna mikilla umhverfisáhrifa. 6.1.2007 11:56
Rétttrúnaðarjól í dag Rússneska rétttrúnaðarkirkjan fagnar í dag jólum víða um heim, meðal annars á Íslandi. Jólaguðsþjónusta rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi verður haldin í Friðrikskapellu á Valsvellinum í kvöld klukkan 23:00. Messan tekur um tvo og hálfan tíma og á morgun verður jólaball fyrir börnin. 6.1.2007 11:43
Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu. 6.1.2007 11:30
Veðja á brúðkaup 19. júlí Bretar veðja á að konungurinn tilvonandi William Bretaprins, muni ganga að eiga unnustu sína Kate Middleton þann 19. júlí næstkomandi. Veðlánarinn William Hill er hættur að taka veðmálum um þessa dagsetningu eftir fjölmörg stór veðmál þessa efnis. Hann gæti tapað tæplega þremur milljónum ef dagsetningin reynist rétt. 6.1.2007 11:19
Óttast ólæti á Norðurbrú Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það. 6.1.2007 11:00
Viltu verða meistari? Þeim sem gekk vel í spurningaspilum við fjölskylduna um jólin býðst nú tækifæri til að setja markið enn hærra. Inntökupróf fyrir spurningaþáttinn Meistarann verður haldið í Hagaskóla í Vesturbænum klukkan 14:00. Spurningarnar eru 50 talsins og þungir kaflar inn á milli, að sögn Loga Bergmanns Eiðssonar, umsjónarmanns þáttarins. 6.1.2007 10:58
Olíuverð hækkar á ný Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær. 6.1.2007 10:45
„Ekki setja manneskju í þvottavélina.“ Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina." 5.1.2007 23:30
Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar. 5.1.2007 23:15
Braust inn og kláraði barinn Þjófur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skildi eftir fleiri vísbendingar en hafði ætlað sér því hann fékk sér nokkra drykki úr barnum í húsinu sem hann braust inn í og drapst því næst áfengisdauða á stofugólfinu. 5.1.2007 23:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent