Innlent

DV þá og DV nú

DV í gær
DV í gær
„Jú, það er rétt að forsíðan minnir óneitanlega á forsíðuna í apríl 2004. En að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið,“ segir Mikael Torfason, aðalritstjóri tímaritaútgáfunnar Birtíngs, undrandi þegar Fréttablaðið náði tali af honum.

Nýtt DV, undir ritstjórn Sigurjóns M. Egilssonar, leit dagsins ljós í gær. Í leiðara ritstjórans er lýst yfir miklum metnaði fyrir hönd hins samheldna og ákveðna hóps sem nú stendur að blaðinu. Engum verður hlíft – enginn fær afslátt. Og Sigurjón sendir forverum sínum á DV tóninn: „Við tókum ekki þátt í niðurlægingu síðustu ára og viljum ekki fara í þá djúpu dali.“

 

Við þessi orð rak minnuga áhugamenn um fjölmiðla í rogastans. Því ágæt forsíða blaðsins, sem skartar hinni dáðu þulu á Útvarpinu, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur, ekkju Jóns Múla Árnasonar, kom kunnuglega fyrir sjónir. Og þegar betur var að gáð kom á daginn að forsíða DV frá í apríl árið 2004 er nánast alveg eins og sú sem lesendur blaðsins í gær börðu augum.

DV árið 2004
Svona getur nú lífið verið ljómandi skemmtilegt. Þeir sem ritstýrðu DV þá voru þeir Mikael og Illugi Jökulsson. Og fréttastjórar þeir Kristinn Hrafnsson og Kristján Guy Burgess og þó þeir hafi farið með blaðið í djúpa dali þá hefur eitthvað verið þarna sem Sigurjón gat stuðst við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×