Innlent

Flaggað á Vestfjörðum vegna úrskurðar umhverfisráðherra

Fáninn blakti við hún við bæjarskrifstofur Vesturbyggðar á Patreksfirði.
Fáninn blakti við hún við bæjarskrifstofur Vesturbyggðar á Patreksfirði. MYND/Ragnar Jörundsson

Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur ákveðið að flaggað skuli á öllum opinberum byggingum sveitarfélagsins, bæði á Patreksfirði og Bíldudal, í dag vegna þeirrar ákvörðunar umhverfisráðherra í morgun að leyfa nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð.

Ragnar Jörundsson bæjarstjóri segir að tilmæli um þetta hafi einnig verið látið berast til íbúa og allir sem eigi fánastöng og fána séu hvattir til að draga hann að húni og sýna þannig ánægju sína.

Ragnar segir að þessi ákvörðun hafi gríðarlega þýðingu, bæði til að stytta leiðina og til að auka öryggi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir að sjónarmið umferðaröryggis og samfélags hafi valdið því að hún ákvað að ganga gegn vilja náttúruverndarsamtaka og leyfa hina umdeildu vegarlagningu, sem Skipulagsstofnun hafði áður hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×