Innlent

Árlegi fuglatalningadagurinn í dag

Hinn árlegi vetrarfuglatalningadagur er í dag. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir fuglatalningunni sem hefur farið fram reglulega í fimmtíu og fimm ár eða frá árinu 1952. Í fyrra tóku um hundrað og þrjátíu manns þátt í fuglatalningunni sem á sér stað um land allt. Mest er þó talið á Suður og Suð-Vesturlandi en talið var á Norðurlandi í gær þar sem spáð var óhagstæðu veðri til fuglatalningar í dag.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Náttúrfræðistofnunnar er markmið vetrarfuglatalningarinnar að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla hér á landi að vetrarlagi og eru niðurstöður talningarinnar nýttar til að fylgjst með stofnbreytingum margra tegunda. Miðað við reynslu síðustu ára má gera ráð fyrir að um eða yfir 80 tegundir sjáist að þessu sinni en meðal þeirra vetrarfugla sem talningarmenn gætu séð í dag má nefna hettumáf, fjöruspóa, svartbak, æðarfugl eða straumönd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×