Innlent

Viltu verða meistari?

Meistarinn úr síðustu keppni, Jónas Örn Helgason, með sigurlaunin að keppni lokinni.
Meistarinn úr síðustu keppni, Jónas Örn Helgason, með sigurlaunin að keppni lokinni. MYND/Árni Torfason

Þeim sem gekk vel í spurningaspilum við fjölskylduna um jólin býðst nú tækifæri til að setja markið enn hærra. Inntökupróf fyrir spurningaþáttinn Meistarann verður haldið í Hagaskóla í Vesturbænum klukkan 14:00. Spurningarnar eru 50 talsins og þungir kaflar inn á milli, að sögn Loga Bergmanns Eiðssonar, umsjónarmanns þáttarins.

Sigurlaunin í keppninni að þessu sinni eru 5 milljónir.

Hluti keppenda í næstu þáttum eru þeir sem gengur vel í inntökuprófinu en fjórum efstu keppendunum úr keppninni á seinasta ári verður boðin þátttaka í nýju þáttaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×