Fleiri fréttir

Vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar

Talsmaður eldri borgara, Arndís Björnsdóttir, kennari, fyrrverandi verslunarmaður og varaþingmaður, var harðorð í garð stjórnvalda í Íslandi í bítið í morgun. Hún sagði meðal annars að enginn vilji væri í þjóðfélaginu til að gera neitt í málefnum eldri borgara og öryrkja. Stjórnarandstaðan væri ekki undanskilin.

Ljósastaurar brotnuðu í Hlíðarfjalli í fárviðri

Ljósastaurar brotnuðu í Hlíðarfjalli í fárviðrinu sem gerði laust fyrir jól. Lítið varð úr þeim skíðajólum sem margir vonuðust eftir en þó var opið nokkra daga í fjallinu milli jóla og nýárs.

Aldrei minna veiðst af rækju en í fyrra

Rækjuaflinn á nýliðnu ári var aðeins þrjú þúsund tonn, eða minni en nokkru sinni, eftir að íslenskir sjómenn komust á annað borð upp á lagið með að veiða rækju.

Amerískar rán-marglyttur í Oslóarfirði

Norðmenn hafa af því áhyggjur að amerískar rán-marglyttur hafa fundist í miklum breiðum á Oslóarfirði. Það var þessi tegund af marglyttum sem lagði fiskveiðar í Svartahafi í rúst á áttunda áratugnum.

Búinn að fá nóg

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki sitja annað kjörtímabil í embætti og vill losna úr ráðuneytinu áður en núverandi tímabil er liðið. Hann gagnrýnir Bandaríkjamenn fyrir að bregðast of seint við ofbeldi í landinu. Bandaríkjamenn segja á móti að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússein öðruvísi.

Ostur ekki góður fyrir bresk börn

Ostur er ekki góður kostur samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi. Þar í landi er bannað að auglýsa mat sem hefur hátt innihald fitu, sykurs og salts í barnatímum. Samkvæmt stöðlunum sem notaðir eru um svokallað „ruslfæði“ þá er ostur mjög slæmur fyrir börn og reyndar talinn verri en sykrað morgunkorn, kartöfluflögur og ostborgarar.

Veltan í Kauphöllinni nærri 4500 milljarðar á síðasta ári

Veltan í Kauphöll Íslands á síðasta ári nam nærri 4500 milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Hún jókst um ríflega 2500 milljarða frá fyrra ári eða um 77 prósent. Fram kemur í ársyfirliti Kauphallarinnar að veltuaukning á hlutabréfamarkaði hafi numið 82 prósentum en 72 prósentum á skuldabréfamarkaði.

Úrskurður kveðinn upp í Kjarvalsmálinu í dag

Héraðsdómur kveður upp úrskurð í dag í Kjarvalsmálinu svokallaða. Afkomendur listmálarans vilja fá úr því skorið hvort fimm þúsund listaverk sem fóru úr vinnustofu listmálarans til borgarinnar hafi verið flutt þaðan með lögmætum hætti.

Flugvélar enn leitað

Enn er allt á huldu með örlög rúmlega eitt hundrað farþega sem voru um borð í indónesískri flugvél sem hvarf að morgni nýársdags. Vélin var á leið frá Jövu til Súlavesí-eyja. Ranglega var sagt frá því í gær að flugvélin og 12 eftirlifendur hefðu fundist í gærmorgun og vakti það fyrst von hjá ástvinum þeirra sem er saknað en hún snerist síðan upp í reiði.

Stærsta verkfræðiskrifstofa landsins verður til

Stærsta verkfræðistofa landsins með alls 240 starfsmenn varð til um áramótin þegar Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns og verkfræðistofan Hönnun sameinuðust undir nafninu VGK-Hönnun hf.

Flugumferðarstjórar taka afstöðu til tilboðs í dag

Flugumferðarstjórar, sem ekki hafa ráðið sig hjá Flugstoðum ohf., ætla á félagsfundi í dag að taka afstöðu til tilboðs fyrirtækisins frá því í gær, ef það stendur þá enn. Fundi var slitið í gær þrátt fyrir samkomulag, vegna þess að Flugstoðir vildu ekki að það yrði borið undir félagsfund flugumferðarstjóra.

Vextir af yfirdráttalánum jafngilda útgjöldum til fræðslumála

Fyrirtæki og einstaklingar greiða jafn mikið í vexti af yfirdráttarlánum á einu ári og ríkið kostar til allra fræðslumála í landinu, þar með er talinn allur kostnaður ríkisins við háskóla og framhaldsskóla landsins. Heimilin ein og sér greiða tvisvar sinnum meira í vexti af yfirdráttarlánum en sem nemur þeirri upphæð sem lækkun matvælaverðs á að skila.

Á 130 kílómetra hraða á Miklubraut

Tvítugur piltur var gripinn eftir að bíll hans mældist á 130 kílómetra hraða á Miklubraut í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi nokkrum sinnum áður gerst sekur um umferðarlagabrot.

Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgar um átta prósent

Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgaði um átta prósent á árinu 2006 miðað við árið 2005. Alls flugu um 380 þúsund manns með félaginu í fyrra, þar af um 18 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands.

Þinglýstum samningum fjölgaði undir lok árs

Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 1,1 prósent og velta tengd samningunum jókst um 7,5 prósent milli nóvember í fyrra og nýliðins desember. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins.

Börðust við eld í miðborg Stokkhólms

Slökkviliðið í Stokkhólmi barðist í nótt og í morgun við eld sem kom upp í húsi í miðborginni. Rýma þurfti nærliggjandi hús og hótel vegna ótta við að eldurinn bærist í þau og þá var götum í kring lokað á meðan á slökkvistarfi stóð.

Birti skjöl um harðræði gagnvart föngum í Guantanamo

Bandaríska alríkislögreglan birti í dag skjöl þar sem vel á þriðja tug starfsmanna hennar greina frá harðneskjulegum yfirheyrslum og harðræði gangvart föngum í búðunum á Guantanamo-flóa sem þeir hafi orðið vitni að.

Aðeins 17.206 myrtir á árinu

Kólumbíska lögreglan fagnar því um áramótin að morðmál í landinu hafa ekki verið færri í 20 ár. "Einungis" 17.206 létust fyrir hendi morðingja á árinu, eða rétt rúmlega 47 á dag. Mannránum fækkar einnig umtalsvert, úr 329 árið 2005 niður í 200 á síðasta ári. Kólumbía hefur einna hæsta morðtíðni í heimi en hlutirnir virðast vera að færast í rétta átt.

Magni heiðraður

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps heiðraði Magna Ásgeirsson á Þorláksmessu fyrir frammistöðu hans í sumar í Rockstar Supernova og jákvæða kynningu sem Borgarfjörður eystri fékk í því samhengi. Þetta kemur fram á héraðsvefmiðlinum austurglugginn.is.

Kosið verður um hjónaband samkynhneigðra

Kjósendur í Massachusetts fá að kjósa um það í kosningunum 2008 hvort banna eigi hjónaband samkynhneigðra í eina fylki Bandaríkjanna þar sem það er nú leyfilegt. Þessi ákvörðun löggjafarþings fylkisins verður hins vegar endurskoðuð og er hugsanlegt að hætt verði við að leyfa kjósendum að ákveða.

Þýðir ekki að ljúga á Selfossi

Þjófur einn á þrítugsaldri var ekki fyrr kominn út úr yfirheyrslu frá dómara á Selfossi fyrir þjófnað en hann var búinn að stela veski og nýta sér kort konunnar sem átti veskið. Upp komst um þjófinn af því að afgreiðslukonan þekkti eiganda kortsins og tók því ekki gilda skýringu þjófsins að hann væri sonur konunnar.

Neituðu að spá um Kastró

Æðstu prestar algengustu trúarbragða á Kúbu, hinnar afrísk-kúbönsku Santeria-trúar, neituðu að spá nokkuð fyrir um heilsu Fídels Kastrós á nýju ári en mæltu með því að eyjaskeggjar fórnuðu geit, til að leggja sitt af mörkum til friðar og félagslegrar einingar í landinu. Kastró hefur ekki sést opinberlega í rúmlega fimm mánuði.

Ekki kynþáttahatur að gefa svínasúpu

Franskur dómstóll ákvað í dag að samtök sem hafa tengsl við öfgahægriöfl megi halda áfram að bjóða heimilislausum svínasúpu. Lögregla hafði kært samtökin fyrir kynþáttahatur í fæðuvalinu, þar sem bæði múslimar og gyðingar neiti sér um svínakjöt af trúarlegum ástæðum.

Maliki vill ekki sitja annað kjörtímabil

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hefur ekki áhuga á að sitja annað kjörtímabil og óskar þess jafnvel að þurfa ekki að sitja út núverandi kjörtímabil. Hann segist einungis hafa tekið að sér embættið því hann hafi talið að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar. Þetta segir hann í viðtali við blaðið Wall Street Journal, sem birtist í dag.

Stórhuga Ban Ki-moon

Ban Ki-moon, nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ætlar að byggja upp traust á samtökin. Hann ætlar einnig að beina sérstakri athygli að krefjandi verkefnum í Miðausturlöndum og Darfur auk þess sem hann ætlar að efna þúsaldarmarkmið S.þ. um að helminga fátækt fyrir árið 2015. Ban mætti í fyrsta skipti í nýju vinnuna í dag.

Ljósmóðirin ekki fyllilega sátt við afkvæmið

Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafði milligöngu um að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hófu stjórnarmyndunarviðræður vorið 1995, þegar Sjálfstæðisflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokkinn og myndaði stjórn með Framsóknarflokknum. Eiríki hugnast hins vegar ekki stjórnarhættir þeirra, seinni hluta samstarfsins.

Margmenni við útförina

Útför Geralds Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var haldin Washington í dag en hann andaðist á öðrum degi jóla, 93 ára að aldri.

Flugskólar lamaðir

Fulltrúar flugumferðarstjóra og Flugstoða settust til fundar nú síðdegis til að freista þess að ná lendingu í deilu sinni. Starfsemi flugskóla Reykjavíkur hefur nánast legið niðri í dag vegna skorts á flugumferðarstjórum.

Íslenska krónan er dýr og á undanhaldi

Íslenska krónan er of dýr og fyrirtæki taka í vaxandi mæli stöðu með evrunni. Líkur eru á að þau muni einnig hefja skráningu hlutabréfa sinna í evrum. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, efast um að krónan eigi framtíð fyrir sér og er enn þeirrar skoðunar að Ísland verði komið í Evrópusambandið innan tveggja kjörtímabila.

Bæði vilja í forsætisráðherrastólinn

Það verður ekki heiglum hent að mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar í vor ef marka má orðaskak formanna Samfylkingar og Vinstri grænna í Kryddsíldinni á gamlársdag. Ný staða gæti komið upp í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar, segir stjórnmálafræðingur, ef sá flokkur sem lengst er til vinstri fengi stól utanríkisráðherra

Aftökunni var næstum frestað

Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði.

Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja

Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla.

Læknar meta aðstæður vistmanna

Læknar og sérfræðingar hafa verið fengnir til að skoða aðstæður vistmanna í Byrginu. Reykjavíkurborg, eins og ríkið, bíður niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins áður en ákvörðun verður tekin um frekari styrki.

Uppreisnarmennirnir segjast munu snúa aftur

Sómalsku uppreisnarmennirnir í Íslamska dómstólaráðinu hótuðu síðdegis að þeir myndu snúa aftur og halda áfram baráttunni við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirnir þverneita að þiggja boð stjórnarinnar um uppgjöf saka í skiptum fyrir að uppreisnarmennirnir skili vopnum sínum.

Fjórir forsetar minntust Fords

George Bush, forseti Bandaríkjanna, og þrír fyrrverandi forsetar, George Bush eldri, Bill Clinton og Jimmy Carter, fylgdu Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna til grafar í Washington í dag. Núverandi forseti minntist Fords sem mannsins sem tókst að endurreisa trú Bandaríkjamanna á lýðræði í landinu eftir Watergate-hneykslið.

Skaut tvo eþíópíska hermenn

Sómalskur byssumaður skaut tvo eþíópíska hermenn til bana í siðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í landinu, í þorpinu Jilib. Vitni sögðu manninn hafa setið fyrir Eþíóíumönnunum og skotið á þá og hefði einnig fallið sjálfur, þegar hermennirnir svöruðu skothríðinni.

Fæðingarorlof greitt frá Hvammstanga

Tilvonandi foreldri snúa sér nú til Hvammstanga til þess að sækja um fæðingarorlof. Um áramót fluttist fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar og verður sjóðurinn til húsa við Miðfjörðinn. Frekari upplýsingar eru á www.faedingarorlof.is.

Tívolíbomba sprakk í höndunum á ungum dreng

Lögreglumenn óku um fjögurleytið ungum dreng á slysadeild eftir að hann hafði verið að fikta með tívolíbombu við Réttarholtsveg. Að sögn lögreglu sprakk bomban í höndunum á honum en að sögn læknis á slysavarðstofu í Fossvogi slapp hann með minniháttar brunasár á höndum og fingrum.

Danir þyngdust um 7000 tonn um jólin

Prófessor við danska landbúnaðarháskólann hefur reiknað út að Danir hafi þyngst um samtals sjöþúsund tonn um hátíðarnar. Það er 1,8 kíló á mann. Arne Astrup segir að það sé mikið borðað þessa daga og að gangan í kringum jólatréð dugi ekki til þess að halda þyngdinni í skefjum.

Lögreglubíll hefur bilað 58 sinnum á tveimur árum

Lögreglubíllinn á Búðardal hefur bilað 58 sinnum á síðustu tveimur árum sem þýðir að bílinn hefur verið á verkstæði tvisvar í mánuði á tímabilinu. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns og sagt að bíllinn standi einmitt nú á verkstæði og bíði varahluta.

Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir