Erlent

Ekki kynþáttahatur að gefa svínasúpu

Gyðingar og múslimar leggja sér ekki svínakjöt til munns.
Gyðingar og múslimar leggja sér ekki svínakjöt til munns. MYND/Gunnar V. Andrésson

Franskur dómstóll ákvað í dag að samtök sem hafa tengsl við öfgahægriöfl megi halda áfram að bjóða heimilislausum svínasúpu. Lögregla hafði kært samtökin fyrir kynþáttahatur í fæðuvalinu, þar sem bæði múslimar og gyðingar neiti sér um svínakjöt af trúarlegum ástæðum.

Lögreglan hafði bannað súpueldhúsið í síðasta mánuði á grundvelli þess að það að bjóða heimilislausum upp á svínasúpu sé mismunun trúarhópa.

Stjórnvaldsdómstóllinn sagði mismunun greinilega ráða ferðinni í fæðuvali samtakanna, en ekki væri hægt að banna samtökunum að halda áfram á þessari braut, þar sem þeir neituðu engum sem á annað borð vildi þiggja mat.

Borgarstjórinn í París, Bertrand Delanoe, fordæmdi niðurstöðuna og hvatti lögregluyfirvöld til að áfrýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×