Erlent

Neituðu að spá um Kastró

Kastróbræður: Fídel (t.v.) og Raúl. Yngri bróðirinn heldur um stjórnartaumana meðan Fídel liggur og jafnar sig eftir veikindi.
Kastróbræður: Fídel (t.v.) og Raúl. Yngri bróðirinn heldur um stjórnartaumana meðan Fídel liggur og jafnar sig eftir veikindi. MYND/AP
Æðstu prestar algengustu trúarbragða á Kúbu, hinnar afrísk-kúbönsku Santeria-trúar, neituðu að spá nokkuð fyrir um heilsu Fídels Kastrós á nýju ári en mæltu með því að eyjaskeggjar fórnuðu geit, til að leggja sitt af mörkum til friðar og félagslegrar einingar í landinu. Kastró hefur ekki sést opinberlega í rúmlega fimm mánuði.

Nýársspá prestanna er árlegur viðburður og bíður þjóðin hans með mikilli eftirvæntingu. Prestarnir, sem á Kúbu gegna titlinum babalawo, spáðu aukinni hættu á farsóttum, hernaðaríhlutun og njósnum á árinu 2007. Einnig spáðu þeir samt aukinni efnahaglegri velferð í kommúnistaríkinu og nýjungum í landbúnaði sem bættu bágan búrkost hjá kúbverskum fjölskyldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×