Fleiri fréttir

Tvær veltur á Suðurlandsvegi vegna hálku

Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í morgun sem talið er að rekja megi til hálku. Bæði slysin urðu á Suðurlandsvegi undir Eyjaföllum á ellefta tímanum.

Teddy Kollek látinn

Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár.

Lögreglustjórinn á fyrstu gönguvaktinni

Stefán Eiríksson, nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, fór á sína fyrstu gönguvakt í miðborg Reykjavíkur í dag. Lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sameinust um áramótin undir þessu nýja embætti. Ætlunin er meðal annars að auka sýnilega löggæslu, grenndarlöggæslu og hverfalöggæslu. Breytingarnar, sem gerðar eru á skipulagi lögreglunnar eru víðtækar.

Sér fyrir endann á snjóleysi í Austurríki

Skíðaiðkendur í Austurríki taka líklegast gleði sína á ný þegar líður á vikuna enda er búist við að langvarandi hitaskeiði ljúki þá og það fari að snjóa í landinu.

SMS-skeytum um áramót fjölgaði umtalsvert

SMS-skeytum hjá viðskiptavinum Vodafone um áramótin fjölgaði um tíu af hundraði á gamlársdag en um 14 prósent á nýársdag miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Hefndu sín á bæjardólginum

Um 400 íbúar smábæjar á Spáni hefndu sín á bæjardólginum um hátíðarnar, með því að brenna allar eigur hans. Javier Bernui hafði búið í Villaconejos í sjö ár og íbúarnir voru orðnir þreyttir á yfirgangi hans. Hann fór oft um vopnaður hnífi eða byssu, hrinti frá sér fólki á börum og í verslunum og tók það sem honum sýndist, án þess að borga.

Slösuðust í mikilli ókyrrð á leið til Parísar

Þrír úr áhöfn Boeing 757 flugvélar Icelandair hlutu minni háttar áverka þegar vélin lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að um 180 farþegar hafi verið í vélinni, langflestir þeirra frá Frakklandi, og var þeim boðin áfallahjálp við komuna til Parísar um klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma.

Slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi

Ísfirsk stúlka á sautjánda ári slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi um helgina en hún var þar stödd í skíðaferð ásamt hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Valgerður viðstödd útför Geralds Fords

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra verður í dag verða viðstödd útför Geralds R. Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Washington. Úförin fer fram í dómkirkjunni í Washington en kista Fords hefur undanfarna daga legið í þinghúsinu í borginni þar sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa vottað honum virðingu sína.

Sátu föst í lyftu á gamlárskvöld

Gamlárskvöldið fór á annan veg en áætlað var hjá ólánssömum hópi fólks í Schrannenhalle-verslunarmiðstöðinni í München. Í stað þess að eyða þessu síðasta kvöldi ársins í faðmi fjölskyldu og vina þurftu fjórtánmenningarnir að dúsa í þriggja fermetra stórri lyftu sem fest hafði á milli hæða.

Kveikt í skotköku inni í BMW-blæjubíl

Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði

Niðurgreiðslur vegna dagforeldra hækka

Niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar vegna barna hjá dagforeldrum hækkar um rúmar tíu þúsund krónur nú um áramótin. Á sama tíma eru málefni grunnskóla og leikskóla aðskilin hjá borginni.

Efast um að krónan lifi til langframa

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur miklar efasemdir um að Íslendingar geti haldið uppi sjálfstæðum gjaldmiðli þegar til lengri tíma er litið. Hann segist enn þeirrar skoðunar að Íslendingar verði aðilar að Evrópusambandinu innan átta ára.

Lögregluumdæmum fækkar úr 26 í 15

Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu nú um áramótin og verða nú sjö lykilembætti á landinu en hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir.

Hefja eins konar dauðaleit að loðnunni

Hafrannsóknastofnunin og útvegsmenn eru að hefja eins konar dauðaleit að loðnunni, en hingað til hefur ekkert fundist af þeirri loðnu sem ætti að bera uppi veiðarnar í ár.

Fimm ára stúlka bitin til bana

Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman.

Flakið ekki enn fundið

Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju.

Fær ekki upplýsingar um símanúmer úr sendi í Eyjum

Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn.

Kauphöllin fær nýtt nafn á föstudag

Kauphöll Íslands tekur upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi frá og með 5. janúar í framhaldi af því að rekstur hallarinnar er orðinn hluti af rekstri hinnar norrænu OMX-kauphallar. Þessi breyting verður sýnileg á vef Kauphallarinnar á föstudaginn. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að frá og með 3. janúar verði isec-markaðurinn hluti af First North hliðarmarkaði OMX.

Enginn lést í pílagrímsferðum

Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída.

Viðgerð á CANTAT-3 lýkur um næstu mánaðamót

Reiknað er með að viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum, sem bilaði um miðjan síðasta mánuð, verði lokið um næstu mánaðamót. Fram kemur í tilkynningu frá Farice, sem rekur strenginn, að viðgerðarskipið Pacific Guardian sigli frá Bermúda þann 5. janúar til lokaviðgerðar og er gert ráð fyrir að viðgerð verði lokið 31. janúar.

Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna.

Manna enn leitað eftir árás í vesturbænum

Lögreglan í Reykjavík leitar enn manna sem réðust á karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur á nýársnótt og höfuðkúpubrutu hann. Lögregla segir málið enn í rannsókn en vitni voru að árásinni og gátu því lýst árásarmönnunum.

Í gæsluvarðhaldi til 1. maí

Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi.

Minningarathöfn um Gerald Ford í Washington í dag

Minningarathöfn verður í Washington í dag um Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en hann lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Kista forsetans hefur legið í sal í þinghúsinu í Washington frá því um helgina þar sem Bandaríkjamenn, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura, hafa vottað honum virðingu sína.

Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku

Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar.

Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag

Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi.

Loftárás í Írak

Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag.

Nýju ári og ESB aðild fagnað

Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27.

Tvö óhöpp skammt frá Selfossi

Karlmaður á tvítugsaldri velti bíl sínum ofan í skurð rétt fyrir utan Selfoss kortér í tvö í dag. Ökumaðurinn var illa sofinn og er grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá fór fólksbíll út af Biskupstungnavegi undir Ingólfsfjalli upp úr fimm í dag eftir að jepplingur hafði skrikað til í hálku og rekist í hliðina á honum.

Slökkviliðið kallað að Fannafelli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að íbúð í Fannafelli í Breiðholti rétt fyrir sex í kvöld. Íbúi í húsinu hringdi í neyðarlínuna þegar vart varð við reyk í stigagangi og reykskynjari fór í gang. Enginn eldur var hins vegar laus og hefur flugeldur líklega valdið reyknum.

Sinnaðist út af konu

Áramótagleðin fór úr böndunum í vinnubúðum Impregilo í nótt þegar starfsmaður frá Kína stakk samstarfsmann sinn frá Ítalíu þrisvar sinnum með hnífi. Maðurinn er enn í yfirheyrslu hjá lögreglu en hefur játað verknaðinn. Svo virðist sem mönnunum hafi sinnast eftir að stjakað var við konu sem var í veislunni.

15 fleiri létust í slysum árið 2006 en 2005

Árið 2006 létust 49 einstaklingur í slysum hér á landi samanborið við 31 árið 2005 og skýrist aukningin aðallega á fjölda banaslysa í umferðinni, þar sem létust 30 manns í 27 slysum. Næstflest urðu slysin í flokknum heima- og frítímaslys þar sem létust sjö og þar á eftir í vinnuslysum þar sem sex létust.

Höfuðkúpubrotinn en ekki í lífshættu

Maður á þrítugsaldri, sem ráðist var á í vesturbæ Reykjavíkur í nótt er ekki í lífshættu, en er höfuðkúpubrotinn og sárþjáður. Hann hefur haldið meðvitund allan tímann og er ekki í öndunarvél, að sögn læknis á heila- og taugaskurðdeild, en hugsanlegt er að hann þurfi að fara í skurðaðgerð.

Leitað að indónesískri flugvél

Leitar- og björgunarmenn hafa verið sendir af stað til að leita að indónesískri farþegavél með 102 innanborðs sem ekki hefur heyrst í síðan klukkan 7 í morgun. Flugvélin var á leiðinni frá Jövu til Manado á Sulawesi-eyju. Flugið ætti ekki að taka nema tvo tíma en á miðri leið tapaðist samband við vélina og hefur ekki heyrst í henni síðan.

Fjórtán fengu fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga riddarakrossi fálkaorðunnar á Bessastöðum í dag fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar og þjóðlífs, eins og siður er á nýársdag. Þeirra á meðal eru Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og Helga Steffensen brúðuleikstjóri. Enginn fékk stórriddarakross að þessu sinni.

Biskup harðorður um aftöku Saddams

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, var harðorður um aftöku Saddams Husseins, í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði aftökuna vera einn viðbjóðslegan þátt í þeirri ömurlegu atburðarás í keðjuverkun ofbeldis sem virtist engan endi taka. Karl sagði aftökuna eflaust verða vatn á myllu hermdarverkamanna til að réttlæta enn meiri dráp.

Þykkara launaumslag

Launafólki verður hægara um vik að greiða niður kortareikningana eftir jólin eftir skattalagabreytingar sem tóku gildi um áramótin. Tekjuskattur hefur lækkað um eina prósentu og skattleysismörk hækka úr 78 þúsundum í 90 þúsund. Þá taka einnig gildi sérákvæði um kjör aldraðra og öryrkja.

Óttast um farþegavél með 102 um borð í Indónesíu

Ekkert hefur spurst til indónesískrar farþegavélar síðan klukkan 7 í morgun en hún átti að lenda um átta-leytið í morgun. 96 farþegar eru í vélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-400, og 6 áhafnarmeðlimir. Flugumferðarstjórar töpuðu sambandi við hana þegar hún var í 35 þúsund feta hæð á leið til Manado á Sulawesi-eyju.

Slysalaus pílagrímsganga

Engin meiri háttar slys hafa orðið í pílagrímsferð múslima í og við Mekka í Sádi-Arabíu. Meira en tvær og hálf milljón múslima taka í dag þátt í lokagrýtingarathöfninni, þar sem 362 pílagrímar létust fyrir tæpu ári síðan. Pílagrímarnir þakka Allah, - og umfangsmiklum öryggisráðstöfunum Sádi-Araba.

Nýju ári fagnað víða um heim

Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi.

Sjá næstu 50 fréttir