Fleiri fréttir

Metár hjá Landsbjörgu

Flugeldasala björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar gekk mjög vel nú fyrir áramótin. Salan jókst nokkuð frá síðasta ári sem þó var metár. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, reiknar með að söluaukningin sé einhvers staðar í kringum 20% og jafnvel meira.

Samningar náðust um gassölu til Hvítarússlands

Stjórnvöld í Hvítarússlandi tilkynntu í nótt að þau hefðu skrifað undir samkomulag við Gazprom olíufyrirtækið rússneska og þar með komið í veg fyrir að skrúfað yrði fyrir gassölu frá Rússlandi. Forstjóri Gazprom segir að samkomulagið geri ráð fyrir rúmlega að verð á gasi hækki úr 46 dollurum fyrir þúsund rúmmetra í 100 dolllara, sem er rúmlega tvöföldun.

Búist við mikilli litadýrð í góðu veðri í kvöld

Búast má við mikilli litadýrð á himnunum í kvöld þegar landsmenn fagna áramótunum í hæglætisveðri um allt land. Áætlað er að um 500 þúsund flugeldum verði skotið á loft í kvöld og hefur flugeldasala hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu gengið mjög vel.

Samgönguráðherra segir fyllsta flugöryggis gætt

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur svarað bréfi frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem honum barst að í gærkvöld en þar lýsti nefndin áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu nú um áramót þegar Flugstoðir taka við af Flugmálastjórn í flugleiðsöguþjónustu.

Veður hamlar björgunaraðgerðum við Jövu

Slæmt veður kemur í veg fyrir að indónesískar björgunarsveitir geti komið fólki sem komst lífs af þegar ferja sökk undan ströndum Jövu í gær til aðstoðar. Flogið hefur verið yfir svæðið þar sem ferjan sökk og segjast talsmenn Indónesíuhers hafa komið auga á að minnsta kosti 10 björgunarbáta með fólki í.

Ómar maður ársins á Stöð 2 og Rás 2

Ómar Ragnarsson fréttamaður var í dag valinn maður ársins í árlegri kosningu þjóðarinnar á Rás 2. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Ómari hafi fengið um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunni en á eftir honum komu bloggarinn Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir og Magni Ásgeirsson tónlistarmaður.

Veltu bíl nærri Hellu í mikilli hálku

Tvennt var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bifreið valt á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Fet skammt frá Hellu í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikil hálka á veginum á tímabili og talið að hún hafi átt sinn þátt í slysinu.

Sarkozy verður forsetaefni UMP

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, verður frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins UMP í forsetakosningum í Frakklandi í vor. Þetta varð ljóst í dag þegar fresturinn til að bjóða sig fram sem forsetaefni UMP rann út.

Tveir látnir eftir tilræði í Bangkok

Nú er ljóst að tveir létust og yfir 20 særðust í röð sprengjuárása í Bangkok, höfuðborg Taílands, fyrr í dag. Sex sprengjur sprungu í borginni á um klukkustund um svipað leyti og fólk fór að safnast saman til að fagna nýju ári.

67 ára móðir í Barcelona

67 ára gömul spænsk kona eignaðist í gær tvíbura og er þar með orðin elsta móðir í heimi. Eftir því sem fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins varð konan ófrísk eftir að hafa gengist undir frjósemismeðferð í Suður-Ameríku en þetta voru fyrstu börn konunnar.

Eiríkur Tómasson hafði milligöngu um myndun stjórnar árið 1995

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segist hafa miklar efasemdir um það að Íslendingar geti rekið íslensku krónuna til langrar framtíðar. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu við hann á Stöð 2 í dag. Þar sagði Halldór enn fremur að Eiríkur Tómasson hefði haft milligöngu um það að hann og Davíð Oddsson fóru að ræða myndun ríkisstjórnar árið 1995.

Nýju ári fagnað í Ástralíu

Þótt enn séu nokkrir tímar eftir að árinu 2006 hér á landi eru íbúar annars staðar í heiminum þegar farnir að fagna nýju ári, þar á meðal í Sydney í Ástralíu. Þar eru talið að um milljón manns hafi safnast saman til þess að berja augum hina árlegu flugeldasýningu á hafnarbrúnni í þessari stærstu borg Ástralíu þegar árið 2007 var hringt inn klukkan eitt að íslenskum tíma.

17 brennur á höfuðborgarsvæðinu um áramótin

Allt frá því í byrjun 19. aldar hafa áramótabrennur verið órjúfanleg hefð hjá mörgum. Þar er gamla árið kvatt með tilheyrandi söng og dansi. Um þessi áramót verða haldnar 17 brennur á höfuðborgarsvæðinu og hefjast þær allar kl. 20.30.

Fékk sendan geitshaus vegna slaks gengis Palermo

Íþróttastjóra ítalska knattspyrnuliðsins Palermo á Sikiley hefur væntanlega brugðið á aðfangadag þegar pósturinn kom með pakka heim til hans. Í honum reyndist haus af geit og telja yfirvöld líklegt að um hótun sé að ræða þar sem Palermo hefur ekki gengið vel að undanförnu.

Sex sprengjutilræði í Bangkok í dag

Að minnsta kosti 20 manns særðust þegar sex litlar sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, í morgun. Sprengjurnar sprungu á innan við klukkustund, þar af ein við strætisvagnabiðstöð fyrir utan verslunarmiðstöð og þar særðust 15, þar af tveir alvarlega.

Fjármálaúttekt á Byrginu lýkur í annarri viku janúar

Greiðslur ríkisins til Byrgisins hafa verið frystar að tillögu Ríkisendurskoðunar. Fær Byrgið því ekki fé úr ríkissjóði nú á fyrstu dögum ársins eins og til stóð. Fjármálaúttekt ríkisendurskoðunar á Byrginu lýkur í annarri viku janúar.

Gasdeila Rússa og Hvít-Rússa enn óleyst

Deilur Rússa og Hvít-Rússa um verð á gasi til Hvít-Rússlands hafa enn engan árangur borið og því útlit fyrir að flutningar á gasi frá Rússlandi til Evrópu um Hvíta-Rússland verði stöðvaðir eins og Hvít-Rússar hafa hótað.

Atvinnuflugmenn hafa áhyggjur af flugöryggi

Flugmálastjórn hefur sent frá sér ályktun vegna bréfs frá öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna frá því gær. Í bréfi öryggisnefndarinnar eru félagsmenn FÍA hvattir til sérstakrar árvekni við störf sín vegna viðbúnaðaráætlunar flugmálayfirvalda vegna skorts á flugumferðarstjórum og flugmönnum bent á að tilkynna án tafar hnökra í áætluninni er geta varðað flugöryggi.

Borgarstjóri sakar HÍ um feluleik

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gagnrýnir ummæli Páls Hreinssonar, formanns stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands, um að happdrættið sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda um rekstur spilasalar í Mjódd. Feluleikur, segir borgarstjóri.

Gríðarleg íshella brotnaði frá Norðurskautinu

Gríðarstór íshella hefur brotnað af eyju sunnan við Norðurpólinn, og kenna vísindamenn um hlýnandi loftslagi. Hellan er álíka stór og smáríkið Lichtenstein. Frekari bráðnun á heimskautasvæðinu gæti leitt til stóraukinna skipaferða framhjá Íslandi.

Myndskeið af aftöku Saddams sett á Netið

Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á Netið. Það virðist tekið á farsíma því myndirnar eru ekki mjög skýrar. Saddam var jarðsettur í heimabæ sínum í birtingu í morgun.

Fannst látin á reiðstíg í Hafnarfirði

Kona á sextugsaldri fannst látin í gær á reiðstíg við Kaldárselsveg nærri hesthúsahvefi hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvert banamein hennar var en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði virðist konan hafa fallið af baki.

Rúmenía og Búlgaría í ESB um áramótin

Búast má við miklum hátíðahöldum í Rúmeníu og Búlgaríu á miðnætti en þá ganga löndin formlega í Evrópusambandið. Tónleikar verða í höfuðborgum landanna, Búkarest og Sofíu, og þá mun Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar ESB, halda ræðu í Sofíu vegna tímamótanna.

Horft um pólitíska öxl í Kryddsíldinni kl. 14

Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 á Stöð 2 og verður í opinni dagskrá. Þetta er í sautjánda sinn sem Kryddsíldin er framreidd en þar ræða leiðtogar stjórnmálaflokkanna fimm um atburði ársins sem er að líða.

Castro segist á hægum batavegi

Fidel Castro, hinn aldni leiðtogi Kúbu, segist á hægum batavegi eftir veikindi sín fyrr á árinu. Frá þessu greinir hann í nýárskveðju sem lesin var upp í ríkissjónvarpi Kúbu. „Ég hef alla tíð sagt að þetta yrði langt ferli en þetta er fjarri því að vera töpuð orrusta,“ segir Castro í tilkynningunni.

Ríksráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan 10.30 en hefð er fyrir því að forseti og ráðherrar hittist á þessum formlega fundi að morgni gamlársdags. Á fundinum eru bornar undir forseta til staðfestingar, eða öllu heldur endurstaðfestingar, ákvarðanir sem teknar hafa verið af ráðherrum eða Alþingi.

Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi

Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins.

Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni.

Passið ykkur á flugeldunum

Annríki hefur verið á slysavarðstofunni í Fossvogi í gær og í dag. Þrjú flugeldaslys urðu í Reykjavík í gærkvöldi. Sigrún Þorsteinsdóttir hjá Landsbjörgu segir góða vísu greinilega aldrei of oft kveðna, því slysin haldi alltaf áfram að gerast, þrátt fyrir áróður lækna og flugeldasala.

Lík Saddams afhent ættingjum hans

Lögfræðingar Saddams Hússeins hafa skýrt frá því að ættbálkaleiðtogum í heimbæ hans, Tikrít, hafi verið afhent lík hans til greftrunar. Bandarísk herflugvél var notuð til flutninganna.

Gas-stríðinu nánast lokið

Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður.

Allir álfar velkomnir á Stokkseyri

Allir landsins draugar hafa þegar fengið athvarf í gömlu frystihúsi á Stokkseyri og nú um áramótin verða álfar boðnir velkomnir þangað líka. Þór Vigfússon og Bjarni Harðarson kveða þar gamla vísu að fornum sið í kvöld til að bjóða álfum til nýrra heimkynna.

Réttaróvissa en ekki skattsvik

Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair þvertekur fyrir að félagið hafi svikist um að standa skil á sköttum vegna leigu á flugvélum. Hann segir að félagið hafi haft frumkvæði að því að benda á þá réttaróvissu sem var um skattgreiðsluna og beðið um skýrar línur frá yfirvöldum. Skatturinn verður aflagður um áramót, meðal annars með vísan til þess að hann hafi engu skilað í ríkissjóð.

Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun

Loka þarf útvarpsstöðinni Kántríbæ um óákveðin tíma vegna fjárhagserfiðleika. Miklar bilanir hafa hrjáð stöðina að undanförnu og þurfti meðal annars að endurnýja endurvarpsendi á Sauðarkróki og reyndist það dýrara en áætlað var í upphafi. Kostnaður vegna væntanlegra stefgjalda knýr Hallbjörn þess vegna til þess að loka stöðinni um óákveðinn tíma.

Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð.

Skotið á bíl lögreglumanns

Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið.

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein

Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum.

67 ára og nýbökuð móðir

67 ára gömul spænsk kona varð í dag elsta konan til þess að eignast börn í fyrsta sinn en hún eignaðist tvíbura. Konan varð ólétt eftir tæknifrjóvgun í Suður-Ameríku og voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði. Bæði móður og börnum heilsaðist vel samkvæmt fregnum frá spítalanum sem þau eru á.

Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík

Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar.

Ögurstund nálgast í Sómalíu

Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum.

32% aukning á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum

Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni.

Sjá næstu 50 fréttir