Innlent

Fannst látin á reiðstíg í Hafnarfirði

MYND/Stöð 2

Kona á sextugsaldri fannst látin í gær á reiðstíg við Kaldárselsveg nærri hesthúsahvefi hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvert banamein hennar var en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði virðist konan hafa fallið af baki.

Það var vegfarandi sem fann konuna um sexleytið í gærkvöld og tilkynnti lögreglu um það en lífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur. Að sögn lögreglu var konan vel búin og með hjálm og hefur lögregla rannsakað vettvang slyssins án þess að komast að orsök þess. Rannsókn þess verður haldið áfram en ekki verður greint frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×